Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 4

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 4
 Orð er til alls fyrst Muninn hálfrar aldar Mikil alvara og mikill áhugi hefur lengi lýst sér í skrifum MUNINS, skólablaðs Menntaskólans á Akureyri. Margur, sem nú hefur haslað sér völl í stjórnmálum, bókmenntum og listum á íslandi, steig fyrstu skref á ritferli sínum í Munin, og þótt sumir þeirra hafi síðar sett ljós sitt undir mæliker, hafa þeir fengist við þá íþrótt, sem veitir meiri þroska en önnur störf: að skýra hugsanir sinar í rit- uðum orðum, hvort heldur um er að ræða hreinan skáldskap, aðfinnslur og umvandanir eða umræður um þjóðmál og stjórnmál, og orð er til alls fyrst. Hlutverk skólablaðs er einkar mikilsvert. Slíkt blað stuðlar að hispurslausum samskiptum milli manna og skipulegum og skynsamlegum umræðum um dægurmál og ágreiningsefni. Stofnendur blaðs- ins segja líka í greinargerð með reglugerð fyrir „skólafjelagsblaðið MUNIN“ að það eigi að vera „einn þátturinn í fjelagslífi skólans, brúin yfir tor- tryggnislindir þær, er líða kunna milli bekkja og einstaklinga innan skólans." Ekki er síður mikils- vert, að á þessum vettvangi hafa skáld og spekingar, sem margir eru á þessum aldri, guði sé lof, látið ljós sitt skína. Ekki er unnt að telja upp alla þá menn, sem lagt hafa hönd að miklu verki nemenda við MUNIN, en það er glæsilegur hópur. Þó leyfi ég mér að nefna eitt nafn úr þeim hópi, er drýgstan skerf lagði af mörkum, Jregar nokkrir sveitamenn við afskekktan skóla á mörkum hins byggilega heims tóku að gefa út fjölritað blað fyrir hálfri öld og birtu þar skáld- skap sinn og greinar um heimspeki og stjórnmál: Karl ísfeld, skáld og rithöfund. Karl ísfeld, sem nú er látinn, mun hafa verið aðalhvatamaður að stofn- un MUNINS og hann var ritstjóri fyrstu tvö árin. Þar var enginn ankvisi á ferð, gáfaður maður og glaðsinna, og Jreir liafa margir verið. Þótt efni MUNINS hafi að sjálfsögðu verið mis- jafnt að vöxtum og gæðum, eins og eðlilegt er, liefur það gegnt vel mikilsverðu hlutverki sínu í Mennta- skólanum á Akureyri í hálfa öld. Fyrir hönd skólans vil ég leyfa mér að Jrakka hinum mörgu, sem gert hafa blaðið svipmikið og eftirminnilegt í félagslífi skólans og stuðlað hafa að því, að skólinn rækti hlut- verk sitt, og ég vil óska þess, að það megi um ókomin ár flytja Imgsanir nemenda og boðskap um bætt kjör og réttlátan heim af einurð og með festu, þar sem gætt er virðingar og mannhelgi. Tryggvi Gíslason. <Í^>^k$k$kSk$>^>^<^«kM>^<SkSkSkÍxSxS^^kÍx$x$xSxS>^kS^kS>«kí>^kSx$xS>^^><$kSk$k$xÍ>^>«>^xM^>^k^kíkíkíkí>^xSxSx^x$^><SkSkSx^x^kí 2 Muninn 50 ára

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.