Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 8
Útgarður. Um kvöldið voru menn því þreyttir og sofnuðu fljótt. Sjálf Utgarðsgangan var hins vegar annað. Hún var einu sinni á vetri. Gefinn var frídagur í skólan- um og keppt í göngu frá Útgarði og heim. Þetta var bæði einstaklings- og sveitakeppni. Hver bekkur mátti senda sjö keppendur og tími fjögurra fyrstu úr hverjum bekk var lagður saman þegar úrslit voru reiknuð út. Oft var mikil spenna ríkjandi þegar fyrstu menn, stundum með há númer, voru að koma í mark. Skólameistari var venjulega tímavörður og mikill fólksfjöldi safnaðist saman til þess að fylgj- ast með lokasprettinum. „Stirðlegir til andans líka . . Muninn: Svo við snúum okkur um sinn að hefð- bundinni leikfimikennslu. Þú kenndir alltaf í gamla húsinu, „fjósinu". Hermann: Já, já. Það hús var reist 1905. En um tíma var Jiað dæmt ónothæft og þann tíma „marser- aði'“ ég bara um bæinn með piltana og öslaði snjó- inn allan daginn. Þá var ég oft orðinn Joreyttur að kvöldi og það var einmitt á þessum árum sem ort var: En gönguna að lasta er flónslegt og frekt og finnst ekki nema hjá dónum, því Jnað er svo helvíti heilsusamlegt að hringsóla blautur í snjónum. Muninn: Svona að þessu frátöldu, voru nenrendur jákvæðir gagnvart íþróttakennslunni? Hermann: Já, yfirleitt. Upp úr 1950 bar nokkuð á svokölluðum „anti-sportistum“ en fleistir hlógu að þeim. Kúristar voru auðvitað alltaf til sem ekkert vildu gera nema hanga inni allan daginn og lesa. En ættingjar þeirra töluðu oft við mig og báðu mig að reyna að drífa Jrá út. Hins vegar er gleðilegt hve oft fer sarnan góður námsmaður og íþróttamaður. Og Jiað geta allir staðið sig þokkalega í íþróttum nema Jiá helst holdmiklir menn og stórir. Slíkir menn hafa mér alltaf þótt stirðlegir og Jrá til andans líka! Muninn: Ég hef fyrir satt að ýmis nýyrði í íþrótt- um séu ættuð frá þér? Hermann: Ég hef alltaf haft gaman að því að smíða orð en ef ég á að vera hreinskilinn Jrá hefur nýyrðasmíðin verið „félagsbúskapur". Ég lagði alltaf hugmyndir mínar undir skólameistara og sam- kennarana. Þannig held ég að orðið blak í stað „volley-ball“ hafi orðið til vegna þess að Sigurður skólameistari var alltaf að skipa okkur að syngja 15í, bí og blaka! Muninn: Einu má ekki gleyma. Þú varst hvata- maður að stofnun leikfélags Menntaskólans og starf- aðir mikið með því? Hermann: Mér þótti mjög gaman að starfa með leikfélaginu en verst þótti mér að þeir vildu sífellt láta mig vera að leika eitthvað sjálfan. Ég vissi alltaf að ég var enginn leikari. Það virtist þeim liins vegar lengi vel ekki ljóst. En þeir komust að því á end- anum! Muninn: Nú rakst ég á Jiað í gömlu skólablaöi að þú hafir verið frumkvöðull að stofnun skólahljóm- sveitar? Hermann: Var það, já? Þær voru nú svo margar. Ætli Jiað hafi ekki verið með Jrað eins og fleira að maður varð að láta sér nægja það lieimatilbúna þeg- ar annað var ekki til staðar. Björgvin Guðmundsson hafði að vísu góð áhrif á tónlistarlífið í skólanum eu hann vildi helst ekki annað en kantötur og óratórí- ur. Nemendur kusu meira léttmeti og þá var sjálf- sagt að reyna að lijálpa Jieim! Muninn: Nú sinntir þú tónlistarkennslu í skólan- um um tíma, var Jrað ekki? Hermann: Jú, ég kenndi söng í nokkur ár eftir að Björgvin var hættur. Ég fór þannig að því að ég minntist hvorki á C né D, dúr né moll heldur kenndi ég hreinlega alla stúdentasöngva sem ég kunni. Auk Jiess aflaði ég mér bóka með stúdenta- söngvum og þetta voru nemendurnir mjög fúsir til að læra enda kom Jrað þeim vel á Sal. „Vingsaði stafnum og hugsaði fast.“ Muninn: Þegar ])ú minnist á Sal er ekki úr vegi að spyrja þig svolítið um Jrá hefð sem virðist vera að lognast út af. Var ekki miklu oftar „salur“ í gamla daga? Hermann: Jú, allt Jiað tímabil sem ég kenndi við 6 Muninn 50 ára

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.