Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 10

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 10
endunum áður en þeir fóru að þeir sem ekki kæmu „lesnir“ kl. þetta og þetta á mánudagsmorgun eftir mótið þyrftu ekki aðkoma í skólann aftur! Nú lent- um við í árans miklum vandræðum því að við feng- um enga ferð heim á sunnudaginn! En Hekla var stödd á Siglufirði og ég þrammaði til Þormóðs kon- súls sem var afgreiðslumaður ríkisskipa á staðnum og tjáði honum vandræði mín — að við yrðum að vera komnir snemma um morguninn til Akureyrar. Þormóður kippti í einhverja spotta og ég hringdi í gamla nemendur mína í ráðuneytinu fyrir sunnan svo að allt bjargaðist á síðustu stundu. í annað skipti liélt Menntaskólinn landsmótið. Þetta var mikill snjóavetur og áætlanir höfðu farið út um þúfur. Ég sá að í óefni var konrið, gekk á fund skólameistara og fékk óðara leyfi lrans til jress að Menntaskólinn sæi um mótið. Ég lreld að ólrætt sé að segja að við höfum afsannað allar hrakspár manna nm jrá framkvæmd. Muninn: Að lokum, Hermann. Þú sem svo lengi entist við íjrróttakennslu hér í skólanum hlýtur að hafa haft ánægju að starfi þínu? Hermann: Já, ég hafði alltaf ganran af kennsl- unni og samstarfinu við nemendur. Sérstaklega nran ég hve gaman var að sjá þá ná valdi á undirstöðu- atriðum skíðaíþróttarinnar, stundum eftir mikið erfiði og margar tilraunir. Sjálfstraustið sem þeir öðluðust gjörbreytti oft viðhorfi þeirra til útivistar í heild. Það voru mér ríkuleg laun. Við sem tókum þetta viðtal viljunr halda jrví franr að sú unrbun lrafi aðeins verið hluti af því senr Her- mann átti skilið fyrir ósérhlífið starf sitt í þágu nenr- enda við M. A., starf sem seint verðnr fulljrakkað. H. G. & K. K. Minnisstæð Útgarðsför Þann 8. nóv., að mánaðarleyfi gefnu, réðist sá fjöldi manns til Utgarðsfarar, að lengi mun verða minnst í annálum skál- ans. A undan aðalhópnum fóru nokkrir höfuðpaurarnir á hrað- reið með matarföng og ofn, sent setja skyldi í forstofu. Hlaut sá strax nafnið „Ókólnir." Eigi komst ihraðreiðin alla leið, en gafst upp, nokkuð fyrir ofan efstu mannabyggðir. Stigu menn J)á á öndra og tóku sumt af farangrinum á bakið, en jjungavara öll var látin á sleða, er fékkst lánaður á Glerá, fyrir honum gekk meri, sem Kengála var nefnd. Eigi komst hún að heldur að leiðarenda, en lagðist brátt niður og vildi deyja Jtar heldur drottni sínum en halda áfram, svo var ófærðin mikil. Voru ])á Ókólnir og kjöttunna látin liggja úti næturlangt en annað borið til bæjar. Undir náttmál tóku hóparnir að drífa að. Voru fararkost- irnir margir og margvíslegir, sumir gangandi uppréttir á skíð- um, aðrir á hnjánum skíðandi, og enn aðrir, eða aðrar, ríð- andi, samt ekki „uppá hryss“ en á sínum eigin meðbræðrum. Hófst nú gleðskapur mikill. Kusu sumir að vera niðri í uppljómuðum sölunum en aðrir hörfuðu upp á loftin og létu myrkrið gæta sín. Meðal hinna fyrrnefndu voru þeir lærifeðurnir Trausti himnafræðingur, Þórarinn franski og Guðmundur taflmeistari, sátu Jieir úti í horni og spiluðu. Kollega Jteirra Hermann hafði nóg að gera að hella hoffmannsdropum og sjóðandi kaffi ofan í J)á, sem aumastir voru og létu fyrirberast ofan í svefnpokum og undir teppum á víð og dreif um salinn. Margir fóru nú að ganga til rekkju, enda var það sýnt að ekki myndi nema lítill hluti geta komist í rúm. Nú byrjuðu teppajtjófnaðir miklir. Létu ræningjar greipar sópa urn rúm þau, þar sem rekkjubúar voru að heiman, en þeir gerðu gagn- árásir og stálu meira en af þeim hafði verið stolið, einna ágengast var kvenfólkið, sem kom þarna fram kyni sínu til mestu skammar. Var nú tekið Jtað ráð að ganga urn loftin með ljósi loganda, taka teppi ])ar sem var um of og bæta við þar sem á vantaði, einnig skyldi athugað að alls velsæmis væri gætt í hvívetna, og bar ekki á öðru rneðan ljós var. Voru nú ljós slökkt og gengið til náða niðri. Þegar dagaði heyrðust hrotur úr hverju horni, og sváfu menn nú hver í kapp við annan. Undirritaður hafði orðið var við eitthvað kykt til fóta um nóttina, en nú kom það í ljós að kykvendið var mennskur maður, samt ekki af stærstu tegund, sem faðmaði góllið í svefni og leit út fyrir að líða vel þrátt fyrir að viðhaldið væri ekki betra. Var nú tekið að elda mat ofan í mannskapinn og varð hann að borða í fjórum flokkum. Tók það svo langan tíma, að er ])eir síðustu stóðu upp frá borðum, komu þeir fyrstu altur og voru orðnir matarþurfi á ný. Fóru menn síðan að tínast til byggða aftur og um miðjan dag voru allir á brott nema þeir sem eftir skyldu verða við smíðar. Og lýkur nú að segja frá Útgarðsför þessari. Narrator. Muninn 1. tbl. 12. árg. 8 Muninn 50 ára

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.