Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 13

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 13
í einu leit hann snöggt á mig og sagði gTafalvarlegur. Ég kveið þó meira fyrir ballinu forðum fyrir norð- an, það var ljóta nóttin. Þá vissi ég það. Það voru þá fleiri en við, sem mundum þá nótt. Á mínum tíma í skóla voru piltar í miklum meiri- hluta. Af því leiddi að boðið var fjölda stúlkna úr bænum á böllin. Þeim leiddist það áreiðanlega ekki. Um það eru margar sögur en ég segi þær ekki hér. Margar þeirra litu þar mannsefni sitt í fyrsta sinn og kannske er svo enn í M. A. En hvað unr það, þetta voru dýrlegir dagar, unaðsleg ár æskuleikja og græskulausrar gleði. Ég óska mínu garnla blaði til hamingju með hálfr- ar aldar afmælið, ykkur nemendum skólans óska ég til hamingju með að fá tækifæri til þess að stunda nám í þessum skóla, þið kunnið að meta það síðar ef ykkur er það ekki Ijóst nú. Kennurunum óska ég velgengni og velferðar. Friðfinnur Ólafsson. Dansæöiö „Þegar þjónniim missti hlaða af diskum á góllið, stóðu sex pör upp og fóru að dansa.“ Þetta er einhver sú bezta lýsing, sem ég hef séð á nútíma danshljómlist og dansæði því, sent á síðustu árum liefur farið sem eldur í sinu um ílest lönd. Nú er svo komið, að helztu og jafnvef einu skemmtanir ungs fólks eru dansieikir, og uppi hafa verið raddir um að gera dans að skyldunámsgrein í skólum. (Það eru þó aðallega raddir danskennára, sem gjarna vilja auka sér atvinnu, og því ekki mark takandi á þeim). Ymsir, þar á rneðal Mikael nokkur Mikaelsson, er ritar í síðasta tbl. Munins, virðast vilja telja mönnum trú um, að dans sé heilbrigð skemmtun og gölgandi. Þetta er algerlega staðlaus firra, sem mig langar til að fara nokkrum orðuin um. — Hvað eru eiginlega dansfeikir? Það er, þegar múg manns er troðið í sal, sem rúmar helminginn með góðu móti, og þar engjast menn og sprikla, sem í dauðateygjum, í takt við falsk- an og ærandi hávaða úr messingrusli, sem eiga að heita hljóð- færi. A dansstöðum er loftið jafnan þrungið tóbaksreyk, áfengis- og svitadaun, og hitinn er eins og í véfarúmi á togara. Drykkjuskapur og áflog er í hávegum haft. — Vissulega þarf nteira en lítið ímyndunarafl til að sjá eitthvað heilnæmt við svona skemmtanir, Iivort lieldur er fyrir líkama eða sál. Skyldi nú vera eitthvað þroskandi eða háleitt við þessa nýjustu dansa, fyrst almenningur hefur svona mikinn áhuga á þeim? Öðru nær. Það vekur hjá manni í senn furðu og viðbjóð, að um leið og mannkynið er sífellt að ná lengra í hvers konar vísindum og menningu, skuli þeir vera til, er taka sér til fyrirmyndar frumstæða og brjálæðislega leikfimi villimanna, sem varla kunna að telja upp að þrem. Svo eru dansleikir bæði ntikill peninga- og tímaþjófur, einkum fyrir ungt fólk, sem er að byggja undirstöðu undir líf sitt. Menn greinir vonandi lítt á um, hvort hollara sé að eyða kvöldi í að lesa góðar bækur eða að ganga berserksgang á balli og þjóra langt frarn á nótt, og vakna með timburmenn að morgni. Marga hef ég heyrt bölva skyldusparnaðinum, en þeir gera sér ekki grein fyrir, að þeir fara með miklu meiri peninga á dansleikjum og það fá þeir aldrei endurgreitt. Fyrrnefndur Mikael Mikaelsson skrifar í grein sinni: „. .. . við Islendingar eigum tápmikla, gáfaða og glæsilega æsku, sem við megum vera lireykuir af.“ Ég spyr: Var það gáfuð æska, sem eftir sýningu á rock-kvikmynd í Reykjavík ruddist út á götu með skrílslátum og skemmdarverkum og gerði upp- þot og slagsmál? Ber það glæsileik eða tápi æskulýðsins vott, þegar vér fréttum, að sífellt fjölgi afbrotaunglingum og að sala Afengisverzlunarinnar hafi aldrei verið meiri en nú? Er ástæða til að vera hreykinn af þeirri kynslóð, sem getur fleiri lausaleiksbörn en nokkur önnur í manna minnum? Ég tek mér sízt of mikið í munn, þó að ég fullyrði, að spillingaráhrif dansleikjanna séu helzta undirrót þessarar andlegu uppflosn- unar unga fólksins. Ljótur blettur er það á þessum skóla, sem á að lieita menntaskóli, að hér skuli nemendum beinlínis kennt að kasta á glæ tíma sínum, peningum, og jafnvel andlegu og líkam- legu heilbrigði sinu. Þyrfti að ráða bót á ófremdarástandi þessu hið fyrsta og áður en verra hlýzt af. Að lokunt vil ég benda mönnum á hin sígildu orð Cicerós: „Nemo saltat sobrius, nisi forte insanit." (Enginn dansar ódrukkinn, nema kannski, sé hann vitlaus.) Leó Kristjánsson. Muninn 5.-6. tbl. 32. árg. Muninn 50 ára 11

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.