Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 14

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 14
Samband nemenda og kennara „I kvöld hefur ofurlítið þrekvirki verið unnið hér í skólanum. í kvöld hafa nemendur og nærfellt allir kennarar setið fund sarnan. í kvöld hef ég fundið til þess í fyrsta skipti eftir þriggja mánaða dvöl hér að skólinn er allur eitt heimili. Og ég legg áherslu á orðið heimili. . . . Húsfeðurnir létu oss finna það í kvöld, að þeir vildu vera með oss utan kennslu- stunda.“ E. M. í Munin 21. des. 1928. „Samúð og skilningur eru systkin sem fylgjast að. Ef við viljum skilja, þá leitum við að því góða og elskum, ekki aðeins konur, heldur mennina og lífið allt, kennarana líka.“ Þórarinn Björnsson, síðar skólameistari, í Munin 4. apríl 1930, þá við nám í París. Á skemmtikvöldum í setustofu (sem menn sáu Jtá í hillingum) eiga nemendur að vera „og kennararnir þá auðvitað að taka þátt í slíku og skemmta, en múr- veggurinn smátt og smátt fallinn sem óviðfelldnar þéringar reistu á milli þeirra og nemendanna sem Jreir umgengust þó daglega." Emil Björnsson, síðar dagskrárstjóri, í Munin 1935. „Sitthvað er bogið við skólastarf vort. En ef áhugi á framförum nemenda og góðvilji í Jreirra garð er samantvinnaður, fáum vér miklu áorkað.“ Brynleif- ur Tobíasson kennari í ræðu á Sal. Muninn, nóv. 1947, 1. tbl. Þessar tilvitnanir eru að vísu úthverfan og sagðar og skrifaðar við hátíðleg tækifæri, sumar hverjar. En þær segja sína sögu um þann anda sem menn að minnsta kosti vildu að væri milli nemenda og kenn- ara í M. A. Og í stærstu dráttum held ég þetta hafi verið svo. Sá múrveggur, sem var í sumum öðrum skólum, reis aldrei svo ranrserður hér. Við hlutum samstarfs- og jafningjaarfinn frá hin- um forna skóla Jóns Ögmundarsonar á Hólum, en ekki arf Pereats og sprenginga Reykjavíkurskóla. Auðvitað liefur oltið á ýmsu. Á mínum námsárum kærðum við, í minni klíku, okkur ekki rneira en svo um návist kennara utan kennslustunda, nema þá helst í Útgarði. Við grunuðum J)á um óþarfa af- skiptasemi og njósnir. En við skynjuðum aldrei kennarana í lieild sem óvini eða andstæðinga. Og hvenær sem á reyndi voru allir, eldri sem yngri, efri sem neðri, reiðubúnir að sameinast undir merki skólans. Persónuleg misklíðarefni og einkalegar ástæður gleymdust þá fljótt. I öllu mannlífi er öldugangur og tískusveiflur, og þannig er það mismunandi frá einum tíma til ann- ars liversu annt nemendum er um Jrað, að hafa kenn- ara með sér í starfi. Mér finnst vilji til Jress almenn- ur meðal nemenda nú, og ég held að félagslíf í skól- anum geti grætt á Jrví samstarfi, þar sem reynsla hinna eldri og ferskleiki hinna yngri nytu sín sam- eiginlega. Öll eigum við Jrað eina markmið að dvöl- in og starfið í skólanum verði okkur, nemendum og kennurum, til ánægju og ávinnings. Og hvernig sem við veltum þessu fyrir okkur held ég við komum að lokum í einn stað niður. Gagnkvæm virðing, góð- vild og umburðarlyndi, er hið lieilladrýgsta í skóla- lífi eins og öðru mannlífi, hvar og hvenær sem er. Gísli Jónsson. Nýjársnótt Enn vefur nóttin tímans töfrahjúp, Jrað tindra stjörnur regingeims um djúp. Og loftisins andar líða um hljóðan geim, það leiítra stjörnuhröp und fótum þeim. Og norðurljósin líða um festing blá, líkt eins og tjald sje dregið sviði frá. Og liðnar stundir líða um himinbraut sem leifturmynd, — og hverfa í tímans skaut. Og kfukkan slær og telur tímans spor. Hún telur vetur, sumar, haust, og vor. En hvað er tíminn? Ótal augnablik. Alda er rís og hnígur, völt og kvik. Og æfi manns er augnablika mergð, eignin besta þess er hraðar ferð. En fyr en varir æfin er — í gær, ])ví augnablikin líða og klukkan slær. Sandkornin hrynja í tímaglassins tóm. Það titrar þögn, sem byrgir sjerhvern róm. Eilífðarhafsins öldur lækka og stíga, þær öldur sem við Drottins fótskör hníga. En litlir fuglar líða á öldum þeim í leitinni til eilífs sumars heim. Og tíminn rennur, stundir slá sitt spil. En eilífs náttmáls himinblámi er til. Karl ísfeld. Muninn 5. tbl. 1. árg. +..--------------------------------------------- 12 Muninn 50 dra

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.