Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 17

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 17
+ Latína Latínan hefir margan kvalið fyr og síðar. Og því fer ver, að eigi er útlit fyrir, að þeim kvalara ntuni af létta svo skjótt sem skyldi. Latínan er kennd mest allra námsgreina í fram- haldsdeild. Nú er henni fórnað 19 stundum af hinum dýr- mæta námstíma framhaldsnema á viku liverri. Ekki er nú nóg með það, ihún krefst helmings þess tíma, sem daglega er varið til lesturs í fjórða bekk. Þegar lestri hennar er lokið, er allur hinn brennandi áhugi lesenda kæfður af Jiurrum málfræði- þulum og viðbjóðslegum beygingardæmum, sem sitja í höfði þeirra, eins og skrjáfþurrir, skorpnir torfhnausar og gera flest- um illkleift að leggja kapp á nokkra aðra námsgrein. Sumar námsbækur fjórðubekkinga mega rykfalla í hillun- um meðan latínubækurnar og Vertionirnar saurgast og rifna í sundur blað fyrir blað í ómjúkum höndum nemanda. En eigi veldur áhugi þessum mikla lestri heldur hitt, að enginn lærir frumatriði latneskrar málfræði án þess að beita öllum þeirn mætti, er hann hefir yfir að ráða. Hygg eg enga náms- grein eins hataða af framhaldsnemendum, og er slíkt ekki furða. Hún er erfið, stirð og steindauð tunga, sem engin þjóð talar né ritar. Að vísu voru flest vísindarit skrifuð á því máli á miðöldum og jafnvel fram á síðustu ökl. Nú mun fátt ritað á latínu, jtví hinir yngri vísindamenn þykjast eins vel geta notað sitt eigið mál og kjósa þá heldur að smíða nýyrði yfir sem flest vísindaleg hugtök eða þá einungis að lögfesta í máli sínu latneska stofna, erhlíta beygingunt Jress. A meðan mönn- um hafði eigi komið þetta til hugar, var eigi um annað að ræða, en nota latínu og þá urðu allir menntamenn að nema liana. Var hún Jrá og helzta námsgrein í öllum skólum. I Menntaskólanum í Reykjavík, sem oft var einnig kallað- ur latínuskólinn, voru latína og gríska höfuð námsgreinarnar fram á Jressa öld. Urðu nemendur meira að segja að kunna latínu til inntökuprófs. Þá var og latneskur stíll, sem komið hefur mörgum vöskum dreng á kaldan klaka. Einn af fremstu menntamönnum þessa lands lét eitt sinn þessi orð falla við ntig og fleiri nemendur: „Mikið eigið þið gott að fá að læra öll þessi ósköp, sem nú eru kennd. Það er munur eða þegar eg var í skóla, Jiá fengum við ekkert að læra nema latínu og grísku og lítið eitt í nýju málunum, kunnum svo mjög lítið í Jjeirn og margir lítið í latínunni." Loks var grískunni sparkað. Mun hún eigi hafa verið hörm- uð af öðrum en sálarlausum grúskurum, er eigi skilja „að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar." En hví var latínunni ekki kastað líka? Mátti hún ekki missa sig? Stíllinn var lagður niður en hver var afleiðing þess? Auðvitað sú, að farið var að slá slöku við hana og minni líkur voru til, að hún yrði lærð svo vel að koma mætti að gagni. Síðar var og afar mikið af kennslu hennar klippt. Nú lesa hana allir með Vertionum, læra hana Jtví verr og eiga auðveldara með að gleyma henni að loknu stúdentsprófi. Með þessu móti er Jrví minni tíma spillt. Að hún ekki hefur verið lögð niður að mestu eða öllu leyti orsakast líklega sumpart af jjröngsýni og gömlum vana, en sumpart af því, að hún hefur verið álitin gagnlegri en Jjær greinar, sem hægt væri að taka í hennar stað. Það hygg eg rangt. Flestir stúdentar hafa ekkert gagn af latínunámi sínu miðað við það, ef jneir verðu öllum Jjeim tíma til lesturs nýju málanna, stærðfræði og náttúrufræði. Fæstum blandast hugur um, að náttúrufræði og stærðfræði þroski nemendur eigi síður og komi þeim að betri notum í lífinu en latneskar beygingar og málshættir. Allmargir halda Jjví fram, að latínu- námið borgi sig, sakir Jjess, að J)að létti svo mjög fyrir lestri annara mála. Sumir segja að latnesk málfræði sé svo ítarleg og kerfisbundin, að Jreir öðlist fyrst málfræðilegan skilning eftir að hafa lært hana. Þetta er hvorttveggja að nokkru rangt. Það getur ekki borgað sig fyrir flest íslenzk stúdentsefni að fórna öllum þeim tíma, sem í latínunám er eytt, einungis til Jtess að eiga auðveldara með að læra frönsku. „En fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott.“ Svo ntun og vera með latínuna, ])ví lnin er mjög gagnleg Jjeim fáu, sem leggja stund á málarannsóknir, fornaldarfræði og sögu, sakir Jjess, hve fjölmarga stofna nýrri mála má finna í henni. En að latnesk málfræði efli svo mjög málfræðilegan þroska fremur iiðrum málfræðum t. d. íslenzkri og þýzkri, hygg eg rangl. Eg helcl, að Jjeir fáu, sem halda því fram hafi ekki kunnað ís- lenzku málfræðina áður en þeir byrjuðu á þeirri latnesku. Latneska málfræðikerfið er að vísu í nokkrum atriðum ítar- legra t. d. eru föllin tveim fleiri og supinum, gerundium og gerundivum finnast þar en ekki í íslenzkunni. En íslenzkan hefur tvær tíðir og miðmyndina fram yfir latínuna. Hjálpar- sagnir eru mun meira notaðar í íslenzku en í latínu. Þar telja ])ví sumir latínuna fullkonmari, en ekki veit eg hvort hent- ugra er að basla með sagnarendingu, sem er að stafafjölda oft rúmlega stofn sagnarinnar í þriðja veldi, en nota eina eða tvær hjálparsagnir. (Mætti ])á fyrst kostur teljast, ef dregin væri út kubikrót af endingunum). Nú er Menntaskólinn hér fyrst í ár orðinn menntaskóli að lögum. En menntadeildin er öll í einni deild, allir verða að læra það sama, nema hvað nokkrir fá að sleppa stærðfræði, sem ekki er nema blessað og gott fyrir ])á, sem Jjess æskja. Og í menntadeildinni er lítið kennt annað en mál og saga. Stærðfræði, eðlisfræði og náttúrufræði eru mjög lítið kenndar og efnafræði alls ekki. í stað þess er latínan, sem særir og lamar lífsgleði og starfsþrótt fjölmargra nemenda. Þeir stærð- fræðiunnendur, sem svo hyggnir eru að flýja, verða að leita til Reykjavíkur í stærðfræðideildina þar og eyða þar helmingi rneira fé, en ef Jreir ættu ])ess kost að vera hér. Menntaskólinn hér verður aldrei öllum nemendum sínum kær, meðan margir framhaldsnemar eru neyddir til ])ess, að eyða miklum txma í gagnslitla, erfiða námsgrein, sem ekki er við þeirra hæfi og fá alls ekki að læra J)ær greinar, sem ])eir unna. En J)ví fer ver, að fjárhagur margra er svo Jjröngur, að Jreir verða að lníka yfir latínunni á móti vilja sínum. En Jress vildi eg óska að allir stærðfræðiunnendur, sem geta kom- izt suður, fari, unz hér rís upp stærðfræðideild. Og á meðan hana vantar, er skóli þessi alls ekki fullnægjandi menntaskóli. Halldór Pálsson. Muninn 5. tbl. 4. árg. + ---------------+ Muninn 50 ára 15

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.