Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 20

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 20
Hlutverk menntaskóla Fyrir fjörutíu árum iliefði nýbökuðum stúdent lík- lega vafizt tunga um tönn að svara þessari spurn- ingu, og hvað þá í dag í gjörólíkri veröld með skil- ríkin grafin og stúdentshúfuna, þetta algilda stöðu- tákn, löngu týnda og ónýta. Líklega hefði stúdentinn ungi ekki svarað miklu öðru en því, að hiutverk menntaskóla væri að búa nemendur undir framhaldsnám við háskóla eða veita réttindi ti! slíks náms, — og þó hefði þetta engan veginn verið fullgilt svar jafnvel á því herrans ári 1937. Menntaskólinn á Akureyri var þá enn á æsku- skeiði, og hann hafði það sérstaka hlutverlk að taka við og koma til þroska ungu fólki á Akureyri og dreifðum byggðum landsins, sem þar var stærsti hópurinn. Mig minnir að skólanum væri í reglu- gerð sett það mark að leggja sérstaka stund á kennslu í íslenzku máli og náttúrufræði. Þó að Háskóli íslands væri enn nálega einvörð- ungu embættismannaskóli með norrænudeild fyrir sórvitringa, sem áttu fárra kosta völ unr atvinnu, var fjarri ]rví að svonefndur klassiskur lærdómur væri fyrir borð borinn. Nemendum var skylt að læra fyr- irskrifaðar bækur fornra höfunda rómverskra auk nýrri mála, og stærðfræðildeild var að rísa á legg ein- mitt á þessum árum. En svo reyndist það í mínum bdkk sem verða vill, að náttúran er jafnan náminu ríkari. Þar fundust sterkar tilhneigingar einstaklinga til að fara ekki endilega troðnar slóðir í námi eða stefna beint i' embættismennskuna, og þegar litið er yfir hópinn og lífshlaup hans eru þessar tilhneigingar athyglis- úr einangrun og fásinni og fjölbreytni í starfavali er merkileg þegar litið er yfir hópinn og einnig þess gætt, sem ekki þarf að fjölyrða um, að langflestir verðar hjá unglingum, sem komu margir í skóla 18 Muninn 50 ára

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.