Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 26

Muninn - 01.11.1977, Blaðsíða 26
Gehlingsá, eitt herbergjanna á gömlu vistum. Þar bjuggu Aslaug Arnadóttir og Ragna Jónsdóttir 1934—35. Ekki voru þó allir nemendur innan dyra. Eað mátti heyra stunur og stapp í anddyrinu og inn komu fannbarðir menn rétt eins og þeir kæmu frá gegn- ingum. Þettavoru hörðustu reykingamennirnir. Það var nefnilega stranglega bannað að reykja í skólan- um og á skólalóðinni svo að þeir nrðu að norpa fyrir utan lilið og vistin þar stundum ærið kaldsöm. A stundaskránni var okkur ætluð klukkustund til þess að borða miðdegisverð. í borðstofunni voru langborð og baklausir bekkir, en þá liafði liver nem- andi sitt sæti, sem hann hélt frá hausti til vors. Það voru óskráð lög. Nemendur sátu einir til borðs og stúlkur í eldhúsinu gengu um beina. Borðsiðir voru í heiðri hafðir, nema í rúsínukeppni. Maturinn var ríflegur, snyrtilega fram borinn og allir fengu nægju sína. í þá daga kostaði fæði og þjónusta fimmtíu krónur á nránuði. Það var einhverju sinni, að ráðs- konu þótti einn piltanna of frekur til fæðurnnar. Vatt hún sér að honmn og segir snúðngt: „Hvar ert þú alinn tprp, drengur minn?“ ,,I Skagafirði,“ svar- aði lrann í hjartans einlægni. Um þrjú-leytið er allri kennslu var lokið, fengurn við okkur kaffisopa og síðan settust flestir við lestur. Mér finnst a. m. k. núna að svo hafi verið. Heima- vistinni var lokað kl. tíu á kvöldin, nema á laugar- dögum kl. hálf tólf. Við létum okkur það í léttu rúmi liggja. Við vorum sjálfum okkur nóg á svo margan hátt og höfðum afar sjaldan nokkurt eyðslu- fé milli handa. F.f sérstaklega stóð á gátum við feng- ið leyfi. Skólanreistarah jónin Halldóra Ólafsdóttir og Sig- urður Guðmundsson voru húsbændur á þessu stóra heimili. Þau voru stórbrotin í sjón og raun og við bárum virðingu fyrir jreim. Meistari skipti sér aldrei al okkur að óþörfu. Það kunnunr við vel að nreta og reyndum eftir bestu getu að þræða hinn gnllna meðalveg. Að vísu hafði liann nenrendur sér til að- stoðar svo senr inspector scolae og umsjónarmenn vista. Vitanlega bar það oft við, að við gleymdum okkur í ærslum og lramagangi. Þá heyrðist kunnug- legt fótatak og hringlað var lyklakippu, ekki þurfti meira til að allt dytti í dúnalogn. Verst þótti okknr, el þetta var ekki meistari heldur einhver gárunginn að stæla fótatak hans. IJað var þeirra tínra „spæling." Norðurvistabúar voru að sumu leyti betur settir. Þeir voru lengra frá íbúð nreistara og lágum við suðurvistabúar á því lúalagi að gera aðsúg að þeim, þegar verst gegndi. Þeir tóku hraustlega á móti. Að bardaga loknum skildu nrenn hressir í bragði og að fullu sáttir. Baðstofan var sérstaklega eftirsótt. Hún var u]r]ri á háalofti og Jrar bjuggu sex eða stjö strák- ar, nrestu órabelgir. I.jós á göngunr voru slökkt kl. tíu og eftir Jrað höfðu allir frenrur hægt um sig. Vegna eldhættu var alltaf vakað yfir skólanunr til kl. hálf tvö, er raf- magnið var tekið af öllu húsinu. Það gerðu nenr- endur tveir, tvær eða tvö eftir atvikum. Við áttum að fara eftirlitsferðir um allair skólann og aðgæta, lrvort allt væri í lagi. Það ræktunr við dyggilega. Við lröfðum líka annan starfa, Jrað var að lrlusta á kvöld- fréttir, skrifa Jrær upp eítir nrinni og hengja Jrær uþp í auglýsingakassann, Jrar sem allir gátu lesiðþær nrorguninn eftir. Þá sváfu fréttaritarar sætt og rótt, Jrví Jreir fengu frí tvo fyrstu tínrana fyrir Jressa Jrjón- ustu. Baðverðir voru tveir á hvorunr vistum. Þeir gerðu baðskrá og átti fólk að baða sig samkvæmt henni. Þeir tóku starf sitt alvarlega og virtu að vettugi sálarástand hinna vatnsfælnu. Skólaböll voru haldin hálfsmánaðarlega. Þá var tjaldað Jrví sem til var og vel Jrað. Við stúlkurnar stóðunr kófsveittar í Jrvottahúsinu kringum olíuvél- argarm, vopnaðar krullujárnunr og undunr hárið í lokka af mikilli list. Við notuðumst við dagblöð til Jress að finna rétt hitastig fyrir járnið, en stundunr brást okkur bogalistin og bláleitur reykur gaus upp úr einhverjunr kollinum. Það var óræk sönnun Jress að krullujárnið var of heitt. Það er trúlegt að pilt- arnir hafi einnig átt í basli með snyrtinguna a. nr. k. raksturinn. Þá létu nrenn sér ekki vaxa skegg og raf- magnsvélar voru ekki konrnar á markaðinn. Loksins rann lrin stóra stund upp. Nemendur og gestir gengu léttir í sptrri upp á Sal. Stúlkurnar sett- ust hæverskar en fullar eftirvæntingar á stóla, senr var raðað nreð veggjunum. Kavalerarnir stóðu gráir l’yrir járnum framnri við dyr tilbúnir til áhlaups við fyrsta tón hljómsveitarinnar. Þá var oft spennandi að vita, hver yrði fyrstur. Skólahátíðin var hápunktur skemmtanalífsins. Það var gefið þriggja daga frí og sá tími notaður til Jress að skreyta skólann liátt og lágt. Upprennandi 24 Muninn 50 ára

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.