Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 07.10.1971, Qupperneq 1

Muninn - 07.10.1971, Qupperneq 1
Útgefandi: Skólafélagið Huginn Menntaskólanum Akureyri 7. október 1971 ÞEIR SEM SKÓPU BLAÐIÐ: Björg Óladóttir, F. Haukur Hallsson (ritstj.) Magnús Snædal, Þröstur Ásmundsson Ábyrgðarmaður: Trausti Árnason Setning og prentun: Prentsm. Bj. Jónssonar LEIÐABI „SKÓLINN í dag býður upp á mjög litla möguleika til að starfa saman, og eiginlega virðist ekki gert ráð fyrir því. Hinsvegar er gert ráð fyrir, að nemendur keppi við hvorn annan, og jafnvel troði hver á öðrum. Með þessu verður nám- ið fjarska leiðinlegt og gengur í heild hægar. Við þurfum langflest að æfa okkur í að starfa saman og þá hverfur áhugaleysið.“ x) I þeirri grein, sem þessi kafli er tekinn upp úr er fjallað um hið nýja fyrirkomulag starfs- eða umræðuhópanna. Sýndur er mismunur á nefnd og starfshópi og þeir augljósu yfirburðir sem starfshópurinn hefur. í síðari hluta greinarinnar er núverandi kennslufyrir- komulag gagnrýnt og sögukennsla tekin sem dæmi. Bent er á, að sameiginlegt með flestum kennslutímum sé að nemendur séu svotil eða algjörlega óvirkir. „Nemendur eru eingöngu þiggjendur í tímum. Kenanrinn er veitandinn. Þannig kynnast nem. aðeins skoðun eins manns.“ x) Fyrir utan það hvursu siðferðilega rangt það er að skylda nemend- ui til að vera einungis þiggjendur þá er það svo, að öllum gagnrýnum þjóðfélagsverum líður raunar illa þegar þeim gefst ekkert færi á að láta í ljós skoðun sína. Hygg ég að þarna sé að finna eina (af mörgum) ástæðum fyrir náms- leiðanum margumtalaða, sem geri rætíð vart við sig er líða lekur á veturinn. í 15. gr. nýju Reglugerðarinnar segir m. a.: „Skulu kennar- ar eftir því sem hver námsgrein gefur tök á, veita nemendum tœkifœri til að efla dómgreind sína og sanngirni með því að kynnast ólíkum kenningum og skoðunum, gagnrýna viðhorf og niðurstöður og fella rökstudda dóma.“ (leturb. mín). A hvaða hátt, ef ekki með umræðuhópa-formi, er bezt að fram- fylgja þessu ákvæði Reglugerðarinnar? Rétt er að geta þess að nokkrir kennarar hér við skólann hafa ögn reynt umrætt form. Er það fagnaðarefni. Til gamans má geta þess að núverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafssoh, var okkur ákaflega hjálpsamur er við, fyrir einu misseri, vorum að semja áðurnefnda grein. Fékk ég m. a. upplýsingar um eina af þeim hemildum, sem við nefnum í lok greinarinnar, hjá honum. (Donald A. Schon, Right-erindin ’70). Hafði hann þýtt og endursagt hluta af þessum erindum og flutt í hljóðvarpið í þættinum „Frá útlöndum“. En þessi erindi eru m. a. um starfshópa- form við stjórnun fyrirtækja og stofnana. í Þjóðviljanum (18. júlí 1971) er viðtal við menntamála- Framhald á blaðsíðu 4. Frjálst framtak I. HÉR hefur göngu sína greina- flokkur — um frjálst framtak. Þessi fyrsta er um skólan, þ. e. hvernig menn geta bezt „komið sér áfram“. EINS OG áður var tæpt á, er hinn göfugi tilgangur þessa greinarkorns, að leiðbeina yður um ranghala skólakerfisins og veita yður innsýn í samfélag heilagra. Aðeins ein leið er fær að þessu marki, nefnilega sú, ^em við höfum valið: að ráðleggja yður, hvernig 'bregðast skal við á örlagastundum lífsins, og þeirra á milli. Fyrst skulum við gera okkur þess fulla grein, að hæfileikar yðar skipta ekki máli, eins og faðir yðar hefur sjálfsagt hent yður réttilega á. Hið eina sem skiptir máli er góð einkunn —, góð einkunn í skóla, góð eink- unn, sem aðrir gefa yður. Og jafnsnemma skuluð þér gera yð- ur ljóst, að góð sambönd hafa góð á'hrif á allar einkunnir. (Vér vildum gjarna þúa yður hér eft- ir, ef yður er sama.) Góð eink- unn verður ekki til, nema vegna margra samverkandi orsaka. Hér á eftir munum við drepa á þau atriði sem ótvírætt — hafa til- hneigingu til að hafa — áhrif á einkunnir. I fyrsta lagi ber þsr að sleikja þig upp við kennara. Það er höfuðnauðsyn og skapar ætíð . . . þægilegt andrúmsloft milli aðila. Og þá áttu jjar hauka í horni, ef þér verður á að hrasa í lausamöl freistinganna á hin- um mjóa vegi. I þessu sambandi er rétt að minna á, að mikilvægt er að sýnast gáfaður í þessum skóla gáfna og mennta. Sú eink- unn, sem skólasystkini þín gefa þér, er ekki síður mikilvæg en hin. Því skaltu nota hvert ein- asta tækifæri sem gefst til að sýna gáfur þínar. Gerðu þér far um að spyrja kennarann gáfu- legra spurninga. Það mega alls ekki vera spurningar um þjóð- félagsvandamál. Einnig verður þú að varast að í þeim sé nokk- urs konar gagnrýni á kerfið. Það fer auðvitað í taugar kennarans og er eitur í heinum skólasystk- ina þinna. Beztar eru gáfulegar spurningar um námsefnið. Frek- ari útfærsla á þessu atriði er t. d. að þú skalt segja öllum bekkjar- systkinum þínum á hverjum morgni, að þú sért algjörlega ólesinn. Það er nauðsynlegt að þau álíti, að þú þurfir sáralítið fyrir náminu að hafa. Samhliða Jressu verður þú að hafa yfir að ráða a. m. k. einum gáfnasvip. Hann getur þú bætt og þróað fyrir framan spegil á kvöldin. Eins og áður sagði, hefur það löngum þótt gefast vel að spyrja gáfulegra spurninga í tímum. Þó er sú aðferð tvíeggjað vopn. T. d. skyldi nemandi ekki spyrja nema hann viti svarið sjálfur. Þar með aukast verulega líkur á, að kennarinn viti svarið einn- ig. Ella gæti svo illa farið, að hann stæði á gati. Með því að götótt þekking kennarans er hon- um oftast viðkvæmnismál, 'hafa of gáfulegar spurningar eða at- hugasemdir því þveröfug áhrif við það, sem ætlazt var til. Gæti j afnvel hugsazt, að þér yrði hent út — fyrir að rífa kjaft og trufla kennslu. Ef þær óþægilegu að- stæður skapast, að þér er hent út, máttu undir engum kringum- stæðum biðja um skýringu, því vel getur svo farið að kennaran- um vefjist tunga um tönn. Bezt er að hengja haus og vera eins og veturgömul kind í framan. — Og vel að merkja: — Þú mátt alls ekki gefa til kynna með lát- bragði þínu, að þú eigir nokkuð skylt við það fyrirbæri, sem nefnist „frj álsborinn maður“. Slíkt er að sjálfsögðu óþolandi ögrun við kennarann. Einn gamall og gróinn siður hefur lagzt niður í æsingum og niðurrifsstarfsemi síðustu ára. Þetta er sá siður nemenda að standa upp, þegar kennari þeirra kemur inn í kennslustof- una. Myndu kennarar og skóla- yfirvöld virða það mjög ef þessi siður yrði tekinn upp að nýju. Því ráðleggjum við þér, ungi maður, að hafa forustu í þinni deild um það að endurvekja þennan sið. Þú skalt því ávallt spretta á fætur, þegar kennarinn Framhald á bls. 4.

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.