Muninn

Árgangur

Muninn - 25.10.1971, Blaðsíða 6

Muninn - 25.10.1971, Blaðsíða 6
FYRIR SKÖMMU var í kjallara Möðruvalla haldinn skólafund- ur. Þar var meðal annars til meðferðar svokallað kaffi-sölu- mál. Mál þetta hefur oft sinnis áður verið til umræðu, en ýmsar aðstæður hafa hamlað fram- kvæmdum. í fyrra var það stundaskráin, sem stóð í vegin- um. Voru þá oft próf eða kennsla í tímunum fyrir og eftir löngufrímínútur. Þess var farið á leit við skólameistara, að gerð stundaskrár fyrir veturinn í vet- ur yrði með því sniði, að kleift yrði að koma á laggirnar kaffi- sölu þessari. A framangreindum fundi, hrá svo kynlega við, að nokkrir fimmtubekkingar settu upp hundslhaus og stóðu þvers- um gegn allri kaffi- og brauð- söluþjónustu í skólanum. Vildu þessir annars óheimsku menn, sporna gegn eðlilegri næringar- öflun skólasyskina sinna. Töldu þeir óhæfu að gefa mönnum kost á öðru eins góssi og sælgæti í frímínútum, og töldu að með því mundi kók-þamh og stauna- át, dragast mjög saman. Yrði þá gróði fimmta bekkjar minni en áður. Fjárplógar fimmta bekkjar vöruðu nemendur í þriðja og fjórða hekk við að glepjast á kaffisölunni, og kvöttu menn til að kæfa málið á stundinni. Þau einu rök, sem ræðumenn fimmta hekkjar höfðu fram að færa, og mark var á takandi, voru þau, að sjoppu rekstur mundi leggjast niður í Gamla skóla. Bágt á ég með að trúa því, að ekki sé ger- legt að fá leyfi fyrir sjoppu- haldi á báðum stöðum, allavega er það sjálfsagður 'hlutur að at- huga það, en ekki rétt aðferð að drepa málið niður fyrirhyggju- laust. Hér á eftir fara brot úr ræð- um hafta- og peninga-postulanna á fundinum. Ræður þessar út- skýra sig annars sjálfar, og sýna glöggt, 'hversu ómetanlegur mál- staður fimmtubekkinga er í þessu máli. (Tekið er orðrétt upp úr ræðunum): Gunnar Jónsson: „Já, hér mun vera áreiðanlega um mikið hagsmunamál að ræða, sérstak- lega fyrir okkur fimmtu-bekk- inga. Ef til kaffisölu kæmi, þá væntanlega mundi það draga mjög mikið úr sölu í sjoppunni, eða sjoppunni sérstaklega niður í Skóla, og útúr henni höfum við fengið mjög mikið. Það er mikil álagning á sælgæti. Það yrði aldrei eins mikill ágóði af þessari kaffisölu, eins og, eins og, sem mundi hafa upp á móti tapinu á sjoppunni. Ég vil ein- dregið mælast til þess, að það verði fellt, að það verði nokkur kaffisala.“ (Klappliðið tók til starfa). Knútur Oskarsson: „Og þegar að Sigurgeir Þorgeirsson, fyrir hönd fyrrverandi fimmtuhekk- inga, er að tala um það gróða- spursmál okkar núverandi ÞAK K IR HÉR MEÐ tilkynnist sú gleðifregn, að skólablaðið er nú búið að fó framtíðar húsnæði fyrir starfsemi sína. Er það stofa no. 8 (í suður-kjallara), sem varð endanlega fyrir valinu. Mun öll starf- semi blaðsins fara þar fram. Ég vil leyfa mér, fyrir hönd aðstandenda skólablaðsins, að færa skólameistara og aðstoðarmeistara þakkir fyrir þann skilning sem þeir auðsýndu okkur, með því að veita okkur þó húsnæðisaðstöðu, sem við svo nauðsynlega þurftum ó að halda. Kærar þakkir. Haukur Hallsson. fimmtubekkinga, er skemmst að mnnast dimmision frá því í fyrra. Dansleikinn þá.“ (Rök gegn kaffisölu?) Karl Guðmundsson: (Byrjað í mðri ræðu). „Töldum það samt draga mjög úr sjoppu-sölu, og þar af leiðandi gætum við ekki lagt, gætum við sem sagt ekki lagt það mikið á kaffi- og 'brauS- sölu, eins og við höfum áður haft af sjoppu-sölunni.“ Svo mörg voru þau orð. Ég vona að þau séu öllum næg á- stæða til þess að leggjast gegn eiginhagsmunaseggjunum í 5. hekk í þessu máli. Nonni. Sín ögrnin aflivurju SKÓLASYSTKIN! — Fylgið fordæmi hins míkla leiðtoga okkar Maós og takið þótt í sundmótinu á morgun. FRÁ RITNEFND Á RITNEFNDARFUNDI hin- um meiri (þar áttu sæti 12—14 manns) var m. a. rætt um hlut- verk ljósmynda í blaðinu. Voru menn nokkuð sammála um að ljósmyndir „úr skólalíf- inu“ (líka þeim sem voru hvað algengastar í glens-Muninn) ættu lítið erindi í hlaðiS, nema þá ef þær væru þeim mun frum- legri og sérstæðari. Hins vegar var það álit manna að slíkar myndir ættu 'heima í Litla- Muninn (þ. e. fréttablaðinu), en vegna gífurlegs aukakostnaðar því fylgjandi, verður sennilega ekki kleyft að birta mikið af myndum í honum (þær myndir, sem hafa verið í Litli-Muninn eru fengnar að láni). Aftur á móti var það sam- dóma álit á umræddum fundi, að reynt yrði að fá ljósmyndara til að senda til blaðsins allar þær myndir, sem frumlegar geta talizt og/eða listrænar. Mun slíkum verða skipaður veglegur sess á síSum 'blaðsins (þ. e. hefð bundna blaðinu). Rætt var um einhverskonar samkeppni um „listrænustu“ ljósmyndirnar. AS vísu er okk- ur fremur illa við hvers kyns samkeppni. Æskilegast væri að ljósmynd- arar komi myndum sínum til rit- nefndar, í póstkassann, eða til Viktors Sighvatssonar, án þess að til þyrfti að koma nokkur samkeppni. Viktor (Vikki) hef- ur tekið að sér að 'hafa yfirum- fyrir sjón með ljósmyndum blaðiS, eins og sl. vor. Sem sagt, allir, sem fitla við ljósmyndun eru hvattir til að láta okkur 'hafa myndir til birt- ingar. Ritnefnd. (H). Stórfrétt Fundur til stofnunar starfs- 'hópa viðloðandi LÍM-þing var haldinn að kvöldj 20. ökt. 1971. Málaflokkar voru kynntir með örfáum orðum. Síðan skipuðu menn sér niður í starfshópa, og var til þess ætlast að hver hópur fjallaði um eitt þeirra málefna, sem þingið kemur til með að taka fyrir. Skipting varð sú, að sjö fóru í starfshóp um réttar- stöðu nemenda, sex í námsað- stöðu, sjö í hóp um 'hlutverk menntaskóla og tveir í skipulag Landssambandsins. Þ. M. Bókasalan 1972? Bókasala var í 1. stofu 4. þ.m. Þar seldust bækur fyrir 25 þús- und. Þetta er ekki há upphæð, þegar miðaS er við, að nem- endur M. A. kaupa bækur fyrir ca. 500 þúsund ár hvert. í fyrra útskrifuðust úr skól- anum rúmlega 100 nemendur. af þeim nemendum seldu aðeins 8 bóksölunni 'bækur sínar. í 'hin- um bekkjunum þrem, seldu ca. 30 nemendur bækur. Ingi Vilhjálmsson. Kassinn PLÓGVRIM NÚ SKAL út fy rir landssteinana til forfrömunar eða hvað? Eftir því sem ég bezt fæ séð er til- gangurinn mestmegnis sá aS sýna núverandi sex-bekkingum fram á að þaS séu fleiri en þeir sem plokkað geta náungann og fleytt sér á síðasta eyri menntun- arleitandi ungmenna um skýja- sali og hótela. Fjárplógsnefndin er ekki rek- in áfram, í ofsafenginni leit sinni að gróða, af hugsjónum um að sj á fræga staði eða standa við grafir manna ódauð- legs orðstýs. Hún er ekki 'heldur rekin áfram af ofsalegri löngun fólks til að drekka kók og éta staur á uppsprengdu verði. — Nei, drifkraftur hennar er öf- und. Hún vill ekki, sem fyrr var sagt, vera minni en forverar hennar — og svo vill 'hún kom- ast lengra, láta forverana öf- unda sig. Þetta verður að telj- ast mjög svo sjúklegt innan ekki stærra samfélags en skólinn er. Því við fimmtuJbékkingar erum í orðs þess fyllstu merkingu þjófar. ViS leggjumst á pyngju nánustu vina og kunningja — og afsökunin — allir hinir 'hafa gert þetta! En hvar væri heim- urinn ef þetta væri hið eina lög- mál sem gilti ? Sennilegast væri enginn til frásagnar um það. En mál er að linni — málæði mínu og fjárplógsstarfsemi békkj arfélaga minna- Þ.M. ÞAÐ ER póstkassi á miðgangi, núverandi eign skólablaSsins. — MarkmiS: að taka við efni til blaSsins. — Tilgangur: að auð- velda óframfæmum listamönn- um að koma sínum andans á- vöxtum á framfæri. í fullri alvöru; kassinn er bara til að auðvelda samskipti, og ef þú vilt síður koma efni 'beint til ritnefndarmanna, troddu því þá hiklaust í 'kassann þann arna. Til þess er 'hann. (Einskonar frétt frá ritnefnd

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.