Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 1

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 1
BREYTINGAR A1. DES Á opnum bókmenntadeildarfundi nú fyrir skömmu bárust 1. des. hátíðahöldin hér í skóla óvænt í tal. Spunnust magnaðar umræður um þetta og komu margvís- legar hugmyndir fram og ýmis andstæð sjónarmið. EN menn voru á einu máli um að 1. des. í núverandi mynd væri með öllu vonlaust fyrirbrigði og þjónaði engan veginn tilgangi sín- um. Einnig voru menn sammála um það, að formbreyting í átt til aukins frjálsræðis og meiri einfaldleika væri tvímælalaust skref í rétta átt. Var ðsvo að iokum, að starfshópur tók við málinu, ræddi það fram og aftur — og skilaði eftirfarandi áliti: • SÖGULEGUR AÐDRAGANDI Sjálfstæðisbarátta Islend- inga hófst um 1830. Hún var að miklu leyti mótuð af menntamönnum, sem kynntust hugsjónum frönsku stjórnar- byltingarinnar og þeirri öldu frelsishreyfinga sem þá gekk yfir alla Evrópu. Stúdentar hafa því ávallt haft frumkvæð ið að endurmati gildisþátta í sjálfstæðisbaráttunni. Því er mikilsvert að þeir tapi ekki niður forustuhlutverki sínu, en samt mega þeir ekki eigna sér sæmdina, heldur gera 1. des. að hátíðis- og hvatningar- degi allrar þjóðarinnar. Enn- fremur verða þeir að varast að lifa á fornum minningum held ur leggja áherzlu á þá þætti sjálfstæðisbaráttunnar, sem efst eru á baugi hverju sinni, og vera þannig ávallt vakandi og leitandi að nýjum hættum sem ógnað gætu unnum sigr- um. „Alla tíð síðan 1918 hefur fyrsti desember vakað í vit- und þjóðarinnar, sem dagur frelsis og hátíðar. Ekki hvað sízt hafa stúdentar helgað sig deginum og sér daginn, og hann hefur orðið þeim og þjóð inni allri brýning um að gæta fengins frelsis." (Gísli Jóns- son: 1918, bls. 237). Hátíðarhöldin 1. des eru þannig tilkomin, að þann dag 1918 tók sambandslagasamn- ingurinn um réttarstöðu Is- lands innan dönsku ríkisheild- arinnar gildi. Hann var ár- angur áratuga langrar baráttu beztu sona þjóðarinnar. Hann er því hátíðlegur haldirm til að minna okkur á stórt spor í átt til fulls sjálfstæðis og að sjálfstæði einnar þjóðar er af- stætt og undirorpið einhug þjóðarinnar, og ennfremur þau fleygu sannindi að erfiðara er að gæta fengins frelsis en að berjast fyrir því. Hinn 1. des. 1918 voru allir íslendingar sammála um mik- ilvægi þeirrar bættu réttar- stöðu, sem náðist með sam- bandslagasamningnum. Má í því sambandi nefna ummæli Morgunblaðsins 1. des. .1918: ,,í dag stöndum vér augliti til auglitis við heiminn sem ís- lendingar en elcki Danir — á eigin ábyrgð en ekki annarra. I dag fá íslendingar það hlut- verk að halda uppi sæmd yngsta ríkisins í heiminum." Og Vísis þann sama dag: „Östjórn í landinu olli því að landið komst undir erlend yfirráð, enda verður nú að gæta sjálfstæðisins betur en fyrr, því að ef það glatast aft- ur, þá verður það fyrir fullt og allt.“ © LÝSING Á 1. DES. HÁTÍÐARHÖLDUNUM „Yfir athöfn þessari ( þ. e. a. s. á tröppum stjórnarráðs- ins) hvíldi hátíðlegur blær. Það mátti sjá á mörgum við- stöddum, að þeir fundu, að stundin sem leið um hádcgið 1. desember 1918, var alvöru- þrungin, og lengi munu menn minnast augnabliksins, þegar klofinn, íslqnzkur fáni sveif að húni í fyrsta sinn.“ (Gunn- ar Hall: Sjálfstæðisbarátta Is- lendinga, bls. 30). Hátíðahöldin hér í skólan- um hafa á sér töluvert nnnan blæ en þessi látlausa og fagra athöfn á tröppum stjórnar- ráðsins. Fögnuður manna brýst út í skrílslátum, hvimleiðri á- fengisneyzlu, sem gerir hlut- aðeigandi að ósjálfstæðum prumphænsnum þegar þeir eru að minnast sjálfstæðis þjóðar sinnar. Menn belgja sig út af brauðtertum og rjóma- pönnukökum — reyna að syngja ættjarðarsöngva og dryklquvísur eftir fyrirfram gerðri forskrift og með vissu millibili stendur einhver upp og gerir tilraun til að leiða hugi viðstaddra að sögu Is- lands og sjálfstæðisbarátlu — en yfirleitt með litlum árangri. Eklci er það heldur til að bæta andann á hátíð þessari að nýliðum í skólanum er hrúg að upp í setustofu og heyra þeir óminn af því sem fram fer gegnum rafmagnstól. Niðri sitja menn hver öðrum svo nær, að þeir rétt fá dregið andann. Auk þess er fram- lcvæmt visst ,,gæðamt“ á veizlugestum varðandi sæta- skipan. Kennarar og boðsgest- ir sitja sjálfumglaðir við há- borðið með þóttatilfinningu í ristlinum. Úr andlitum þeirra skín: „Hér er ég, horfið á mig.“ Nemendur sitja kirkju- fataklæddir með pyttlu í stað vasaklúts í brjóstvasanum og reyna að sýnast jafn virðulegir og fatnaðurinn gefur tilefni til. Ekki bætir það úr skák, að óhóflega dýrt er selt inn á þessa hátíð en það er bein af- leiðing átvéizlunnar. Það verð ur svo aftur til þess að all- mörgum nemendum finnst það Ekki vil ég fullyrða um hve gömul hugmyndin að Lands- sambandi íslenzkra mennta- skólanema er, né heldur hvar hún hefur fyrst komið fram, en hitt þykist ég muna rétt að fyrsta Landsþingið hafi verið haldið seinnipart vetrar 1968 — 1969, a. m. k. var það fyrsta Landsþingið, sem við Norðan- menn tókum þátt í. Fjórir full- trúar voru sendir héðan á það þing og komu til baka upp- blásnir af þeim mikla og ,,góða“ anda, sem þar átti að hafa ríkt. Þing þetta tók af- stöðu til ýmissa helztu hags- munamála nemenda, sem þá voru hæst skrifuð, svo sem bókasölumálsins o. fl., einnig krafðist það ýmisskonar úr- bóta og fríðinda fyrir mennta- skólanema. En gagnsemin! Bókasalan komst að vísu á að einhverju leyti, og vafa- laust hafa ályktanir þingsins borizt til menntamálaráðherra, en við það sat líka, og mér er mjög til efs að ráðherra hafi nokkurn tíma lesið ályktanirn- ar, hvað þá að honum hafi dottið í hug að breyta eftir þeim. Tíminn leið, um vorið var kosin stjórn Landssam- ekki svara kostnaði að sitja þessa samkomu og þessi hóp- ur manna hefur sí stækkað undanfarin ár. En verð aðgöngumiða er ekki eina orsökin fyrir minnk- andi aðsókn að hátíðinni, því veldur einnig hve þvingandi andi svífur í salarkynnunum. Veldur þar mestu um stein- runnið form. Hátíðinní er sett- ur viss rammi og út fyrir hann má ekki undir neinum kring- umstæðum fara. Því verða menn settlegir, sunnudagasvip urinn og menntahrokinn stirðn ar á andlitunum og allt verður drepleiðinlegt. Hinn almenni nemandi vill nú heldur sitja heima og drekka sitt öl án nokkurs yfirdrepsskapar og hættu á brottvikningu úr skól- anum. • HUGMYNDIN Komið hefur fram sú hug- mynd að breytt verði undir- búningi og formi hátíðarinnar, þar sem undirbúningur yrði í höndum 10 manna nefndar. I nefndinni ættu sæti: Gjaldkeri bandsins (2 fulltrúar frá hverj um skóla), reyndar er mér ekki kunnugt um að sú stjórn gerði nokkurn skapaðan lilut, nema ef vera skyldi að hún hafi undirbúið Landsþingið ár ið eftir. Það þing var haldið nálægt áramótum ‘69 —‘70, og áttu sæti á því 7 eða 8 fulltrúar héðan, og að sjálfsögðu jafn margir frá hinum menntaskól- unum. Helztu niðurstöður þessa þings urðu þær, að það ítrekaði kröfur þingsins sem haldið var árið áður, auk þess að bæta ýmsum lcröfum við. Þetta þing var að öllu leyti til skammar, enda hafa fulltrúar þess þings helzt sem minnst viljað halda setu sinni þar á loft. Enn á ný var kosin stjórn sambandsins þetta vor, og veit ég með vissu að sú stjórn gerði eklcert nema semja málaflokka fyrir næsta þing, sem í ofan- álag voru í flestu ákaflega mislukkaðir, svo og sem hún undirbjó það þing. Þá er kom- ið að þessu þingi, sem haldið var á öndverðu skólaári ‘70 — ‘71, þ. e. a. s. í fyrrahaust. Þingið var ein hringavitleysa frá upphafi til enda. Málaflokk skólafélagsins og einn fulltrúi tilnefndur af hverjum eftir- taldra aðila: undirdeiidum Hugins, stjórn Óðins, ritnefnd Munins og stjórn Leikfélags- ins. Nefnd þessi myndi þannig samanstanda af fulltrúum frá öllum áhugasviðum í félags- lífi nemenda og væri þar af leiðandi í nánari tengslum við einstaka nemendur heldur en yfirstjórnin. Ætti nefndin því væntan- lega mjög auðvelt með að sam hæfa störf hinna ýmsu starfs- hópa, sem síðan sæju um hin ýmsu framkvæmdaatriði varð- andi hátíðina. Með þessu fyrirkomulagi opnuðust væntanlega margir möguleikar, sem ekki voru fyr- ir hendi áður. Þannig gætu t. d. 'einstakar undirdeildir eða starfshópar í tengslum við þær unnið upp vönduð dagsskrár- atriði á sínum áhugasviðum. Einnig væri hægt að hafa svip- aðan hátt á og háskólastúdent- ar hafa gert, þar sem dagurinn er sérstaklega helgaður ein- hverju sérstöku málefni og þá Framhald á bls. 2. ar flestir heimskulegir og illa valdir og andinn sem ríkti á þinginu líkastur sambúð óvin- veittra þjóða á styrjaldartím- um. Nokkrir bölvaðir apakettir úr M.R. og M.T. hótuðu að þeirra skólar segðu sig úr sam- bandinu um leið og þeir sáu fram á að þeir gætu ekki ráðið lögum og lofum á þinginu, og hætta væri á að gerðar v>ðu samþykktir gegn vilja þeirra. (Skemmtilegur andi ríkjandi í þeim herbúðum, ha?) Af þessu varð þó ekki, vegna undanláts- semi við apakettina, og þingið krafðist ýmissa hluta eins og fyrri þing höfðu gert. Flestar voru þessar kröfur lítilsverð- ar, en þó örlaði á fáeinum gáfu legum, t. d. kröfu um náms- launakerfi. Um eitt var þetta þing sýnu verra en þau fyrri, og á ég þar við að upp tróð naut- heimskur „sportidiot“ úr M. H. og bar fram tillögur um að stofnað yrði samband 'þrótta- félaga menntaskólanna í tengsl um við Landssambandið, og skyldi bera nafnið LlM-sport. Þetta hefði svo sem verið allt Framhald á bls. 2. LITU-MUNINN Ctgefandi: Skólafélagið Huginn M.A. 3. tölublað. — 44. árgangur. Ábyrgðarmenn: Trausti Árnason og Haukur Haiisson. SAGA L.Í.M. OG STARFSEMI ÞESS

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.