Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1971, Blaðsíða 6
FRÁ UNDIRBÚNINGS- HÓPUIVI LANDSÞINGS Um námsaðstöðu Starfshópur um námsað- stöðu hóf störf 22. okt. Var ákveðið að taka fyrir eftirtal- in atriði: 1. Fjárhagslega jöfnun að- „stöðumunar. 2.1?ókasala. 3. Kennslutæki. 4. Húsnæði. 5. Stundaskrá. 6. Gagnrýni á skólakerfið. 7. Kennsluhætti. Um fyrsta lið: Ríkið borgi a. m. k. kostnað við starfslið og áhöld mötuneyta mennta- skóla. Þeir nemendur sem eiga kost á fæði í mötuneytum en nota sér ekki af einhverjum ástæðum, skulu þó riúta að- stoðar og sæki þeir sérstak- lega um sytrk. Skal sá styrkur vera hlutfallslega jafn hár og sú lækkun, er verður á kostn- aði þeirra er hafa fæði í mötu- neytum. Skal þetta fyrirkomu- lag koma í stað dvalarstyrkja. Ríkið borgi nemnedum ferð ir í og úr skóla haust, jól og vor. Nauðsynlegt þykir að skattafrádráttur skólafólks hækki og fella skuli niður nef skatta, sbr. alm. tryggingar- gjald á skólafólki. Um bókasölu: Auka skal fornbókasölu og vinna mark- visst að því takmarki að nem- endur taki alla bókasölu ? sín- ar hendur. Um kennslutæki: Auka skal fjárveitingu til kaupa á kennslutækjum. Komið skal upp fagstofnun fyrir sem flest ar greinar. Sérstaklega er bent á að í M.A. vantar öll helztu kennslutæki til tungumála- náms. Um húsnæðismál: Ekki þótti ástæða til að gera kröfur um betra húsnæði. Starfshópurinn hefur ekki rætt fleiri atriði, en heldur störfum áfram, enda ekki hald ið nema 3 fundi. . 31. október. Haukur Arnþórsson tók saman Um réttarstöðu nemenda í sambandi við landsþing ís- lenzkra menntaskóla sem hald ið verður í Reykjavík um miðj an næsta mánuð var komið á stofn starfshópum sem eiga að taka til meðferðar þá mála- flokka sem teknir verða fyrir á þinginu. Starfshópurinn „réttarstaða nemenda" fjallar um hvernig hinn almenni nemandi geti sem bezt staðið vörð um hags- muni sína hvort það er í formi nemendadómstóls eða sem auk inn þáttur í stjórn skólanna, nema hvorutveggja sé. Engum getur dulizt sem les- ið hefur 63. gr. rgelugerðar- innar, að það nær ekki nokk- urri átt að nemendur skuli ekki eiga að minnsta kosti 3 fulltrúa í skólaráði á sama tíma og kennarar eiga 2 og skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri eru sjálfskipaðir fyrir ut- an það ákvæði að falli atkvæði jöfn, ræður atkvæði skóla- stjóra. Eru ákvæðin um stjórn skólanna alls ekki gallalaus sem og aðrir kaflar í reglu- gerðinni. Starfshópurinn sem fjallar um réttarstöðu nemenda hefur nú komið saman fjórum sinn- um, og kom strax fram á fyrsta fundinum að hugmyndir þátt- takenda voru heldur óljósar og/eða ómótaðar, má þar helzt um kenna hversu lítill gaumur þessu málefni hefur verið gef- inn. En um hitt má svo deila hvort niðurröðunin í starfshóp ana hafi verið eins og bezt var á kosið, hvort ekki hafi mátt haga því þannig til að minnst einn maður kunnugur viðkom- andi málaflokki væri í honum. Á þessum fundum kom fram eins og áður er getið að ýmis ákvæði reglugerðarinnar eru alls ekki viðunandi, t. d. kaflinn um stjórn skólanna ásamt kaflanum um reglu og aga. Niðurstöður frá þessum um- ræðum verða væntanlega gerð ar lýðum ljósar eins fljótt og frekast er unnt. Það form sem nú er g starfs hópunum (undirbúningnum undir þingið) finnst mér mjög jákvætt, þar sem það gefur ekki aðeins tilvonandi þáttlak- endum kost á að kynna sér við komandi málaflokka, heldur einnig þeim sem áhuga hafa á að kynna sér félagsmá! al- mennt. Að lokum vil ég hvetja nem endur til að kynna sér þessi mál rækilega og koma með gagnrýni, ef einvher er. Árni Síeinsson. Hlufverk menntaskóla í undirbúningshóp á vegum LÍM um hlutverk menntaskóla hafa verið haldnir 6 fundir, þegar þetta er skrifað (mið- vikudagskvöld). Hópurinn hef ur sent frá sér eftirfarandi greinargerð: Við Iítum svo á, að tilgang- urinn með starfi þessa hóps sé, að fjalla um hlutverk og starfsaðferðir menntaskóla, galla og leiðir til úrbóta. Að okkar áliti eru þessir gall ar helztir: 1. Skólarnir vanrækja þann þátt hlutverks síns, sem lýtur að því að efla þroska nem- endanna. Þetta lýsir sér meðal annars í því, að nemendur fá alltof litla þjálfun í samskipt- um við annað fólk, bæði í því að vinna saman og að tjá sig. Þess í stað elur skólinn upp í nemendum neikvæðan sam- keppnisanda. 2. Nemendur eru óvirkir meirihluta skólatímans. 3. Andrúmsloft í mörgum kennslustundum er neikvætt. 4. Skólarnir eru of ósveigj- anlegir. Þeir virðast gera ráð fyrir því, að allir nemendur séu eins og reyna að steypa alla í sama mótið. 5. Skólarnir vanrækja nær algerlega það, sem þó er flestu öðru mikilvægara, að fræða nemendur um samtímann og það þjóðfélag, sem þeir eru hluti af. Hér er ekki átt við ,,félagsfræði“-kennsiu eins og þá, sem tíðkast í gagnfræða- skólum, og felst aðallega í því að kenna mönnum að fylla út víxla og þess háttar, he’dur er Undanfarna daga hafa átt sér stað umræður og deilur um form fullveldishátíðarinnar hér í M.A. Út frá því er ekki úr vegi að benda á að það umrót sem verið hefur í tilsvarandi skemmtanahaldi innan H.í. Hugmyndin um breytt form 1. des. fékk fyrst verulegan hljómgrunn í ár sem leið, er Verðandi, félag vinstri sinn- aðra H.í.-stúdenta, sleit sig út úr hátíðahöldunum. Leituðu þeir Verðandimenn eftir sam- starfi við SÍNE og INSÍ. Héldu þessi samtök sérstaka fullveld isdagskrá í Sigtúni og breyttu formi hennar mikið frá því sem áður hafði tíðkast á veg- um stúdentaráðs. Var sú stefnubreyting helzt fólgin í því að tekin voru fyrir málefni sem varða sjálfstæði íslands í nútíð og framtíð, en ekki ein- göngu lofgjörðir um Jón Sig- urðsson & Co. Fluttar voru ræður, tónlist, byltingarljóð o. fl. Lögð var mikil áherzla á að hafa samkomuna sem frjáls legasta og aðgengilegasta, en ekki stirðnaða og þrautfúla eins og fyrra samkomuhald í tilefni þessa dags. Gaf þetta mjög góða raun og er ekki að efa að það hefur átt stóran þátt í sigri vinstri manna í kosningum þeim sem nýlega fóru fram til hátíðarnefndar. átt við fræðslu um það, hvern- ig þjóðfélagið starfar og hvað það er sem ræður stefnu þess. Ætti þessi fræðsla að verða meira en nafnið tómt, yrði að taka fyrir helztu stjórnmála- stefnur og gera þeim skil í umræðuhópum, bar sem nem- endur tækju virkan þátt í um- ræðunum um kosti þeirra og galla. Meðal atriða, sem við telj- um, að geti orðið til bóta, má nenfa: 1. Starfið í skólunum þarf að gera frjálslegra, þar sem miera væri lagt upp úr virkri þátttöku nemenda. í stað þess, að kennslan fari alltaf fram í jafnstórum hópum, ber að halda áfram á þeirri braut, sem aðeins hefur verið farið inn á, að skipta kennslunni í fyrirlestra í tiltölulega stór- um hópum og æfinga- og um- ræðutíma með tiltölulega litl- um hópum. Við teljum, að þetta umræðu- og æfinga- form beri að nota í ölium námsgreinum í stað þess, að hingað til hefur það einungis verið reynt í svokölluðum raun greinum, a. m. k. hér í skóla. Þannig teljum við, að það ætti að færa nær allt nám inn í skólana og a. m. k .gefa þeim nemendum, sem vilja, kost á að vinna það allt þar. í þessu sambandi viljum við benda nemendum á það, að þar sem skólinn hér býr við mjög góða húsnæðisaðstöðu, Sem kunnugt er unnu vinstri menn þar stórsigur (hlutu þeir 56% greiddra atkvæða,en listi íhaldsmanna í Vöku hlaut aðeins 22% eða svipað at- kvæðamagn og listi umhverf- isverndarmanna). Höfðu þeir vinstri menn gert að kosninga- máli brottför bandaríska her- liðsins og verða hátíðarhöldin í ár því helguð þessu málefni. í fáum orðum sagt, breyta há- tíðinni úr innihaldslausri snobbsamkomu í litrík hátíða- höld og baráttu fyrir auknu Haldinn hefur verið stofn- fundur starfshópa. Eins og til- kynnt hefur verið voru þar stofnaðir fimm hópar um fjóra málalfokka. Þ. e. a. s. sjö menn fjaila um „trúmál“, sex um „brottför erlends her- liðs“, sex um „tímabil rauðra penna“ og svo eru tveir sjö manna hópar, sem fjalla um „Marxisma". Allir hóparnir hafa komið saman og byrjað starfsemi. Nokkru síðar var stofnaður starfshópur, sem (til að byrja með) er nefndur „númer fimm“. Fjallar hann m. a. um „1. des.“. er sá möguleiki fyrir hendi að nokkrir nemendur taki sig sama num að mæta í skólan- um utan skólatíma til að leysa heimaverkefni. Það er reynsla fyrir því að slíkt samstarf er mun árangursríkara en það, að hver sé að pukra í sínu horni. Svona getum við sjálf kynnt og kynnst hópstarfi við nám. Athugasemdir: Þegar við tölum um skól- ann, eigum við við alla sem starfa í skólanum. Skólinn er þannig starfsheild, sem vinn- ur að sameiginlegu inarki. — Dæmi: Þegar við tölum um, að skólinn vanræki það hlutverk sitt, að efla ardlegan þroska nemenda, þá á sú athugasemd við nemendur eins og aðra, sem í skólanum starfa. Það er nefnilega að miklu leyti á okk ar valdi að þroska okkur. Og við getum það og gerurn, en það væri bara fljótlegra og auðveldara ef skólinn væri fjölbreyttari og jákvæðari vinnustaður. L.I.M.-undirbúningshópur um hlutverk menntaskóla: Einar Kjartansson, Guðmundur Frímannsson Ingi Vilhjálmsson, Sumarliði ísleifsson, Rúnar Sigþórsson, Stefán Stefánsson, Högni Djurhus, Ármann Armannsson. frelsi íslenzku þjóðarinnar. Fé lagar, er ekki kominn tími lil að við breytum. Um tvennt er að velja, halda í staðnaða og þvingandi átveizlu íldædda mynd hrokans, eða bylta, taka upp raunverulega hátið frjálsra hugsana, samtengda áframhaldandi baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði föðurlands ins. Megi guð veita okkur slyrk til að lifa sem frjálsir menn um ókomna framtíð. Ríss. Ég vil leggja áherzlu á, að a. m. k. í byrjun eru þessir hópar opnir, þ. e. a. s. allir, sem áhuga hafa á umræddum málaflokkum eru velkomnir inn í hópana. F,- mönnum bent á, að hafa samband við Hauk Hallsson eða einhvern úr rit- nefnd og láta skrifa sig nið- ur. Væntanlega verður fram- vegis einhver í Muninsherberg inu (stofu 8) í löngu frímin- útunum, þannig að auðveldast er að storma þangað, þegar menn hafa eitthvert erindi við aðstandendur blaðsins. Frá ritnefnd (H). IMenningarfrennd tim starfshópa

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.