Muninn

Årgang

Muninn - 15.11.1971, Side 1

Muninn - 15.11.1971, Side 1
 Ritncfnd skólablaðs MA, Munins i « F. HauUur Hallsson (aðalritstj.) Eiríkur Baldursson Þórðlfur Matthíasson Sumarliði R. ísleifsson Björn Garðarsson. Sérlegir blaðamenn LITLA- MUNINS og aðalmáttarstólpar þessa blaðs voru þeir: Þórólfnr Matthíasson og Þröstur Ás- mundsson. Ábyrgðarmenn: Hermann Ösk- arsson og Haukur Halisson. Fimmta þing Landssambands íslenzkra mennta- skólanema var sett klukkan hálf þrjú föstudaginn 12. nóv. 1971. Gunnlaugur Stefánsson setti þingið og gerði nokkra grein fyrir störfum stjórnar. Síðan gerði hann í örfáum orðum grein fyrir ..hugmynda- fræðilegum“ grundvelli LÍM. En sá grundvöllur er, eftir því sem Gunnlaugur sagði, að landssambandið er vettvangur þar sem fulltrúar nemenda geta komið fram gagnvart stjórnvöldum og túlkað sjónarmið nemenda. Það er rétt að reyna að gera sér nokkra grein fvrir hversu vel landssambandið er hæft til að sinna þessu verkefni sínu. Öll mótun á starlsemi landssambandsins fer fram á þingum þess. Það eru því þeir fulltrúar sem kosnir eru á þingið sem ráða hver eru sjónarmið nemenda. Það er því iágmarks krafa að þessir fulltrúar að minnsta kosti viíi hver eru hagsmunamál nemenda og bezt er auðvitað að þeir komi upp úr samstarfshópum, sem lagt hafa niður fyrir sér hvers ber að krefjast og jafiiframt hvers vegna. Ég álít þetta atriði raunar nauðsynlegt, þar eð það hlýtur að krefjast nokkurs undirbúnings að taka ákvarðanir, sem snerta alla nemendur í menntaskólum landsins. Ennfremur er það nauð- synlegt að fulltrúar séu undirbúnir til þess að þing- haldið sjálft fari elcki út í karp og vitleysu Hingað til hafa umræður á landsþingi verið nokkurs konar fyrsta stigs umræður, því þau málefni, sem tekin hafa verið fyrir, hafa sáraíltið verið rædd í skólun- um hverjum fvrir sig. Þessu verður að breyta, ef einhver grundvöllur á að vera fyrir starfsemi LlM. Umræður, sem fram fara á landsþingi, eiga að vera samræming þegar framkominna skoðana, en ekki tilbúningur þeirra. I MA störfuðu starfshópar um málefni þingsins. Þessir hópar komu saman sex sinnum og var kjörgengi miðað við að viðkomandi frambjóðandi hefði mætt á að minnsta kosti fjóra fundi. Þetta fvrirkomulag tel ég að hafi gefið mjög góða raun. Það varð til þess að þeir, sem kjörnir voru. höfðu fensið þó nokkra nasasjón af því sem þeir síðan fjölluðu um á þinginu. Ég vil beina því tli næstu síjó>-nar LÍM. að hún geri sitt til þess að þetta fyrirkomulag komist á íhinum skólunum og jafnframt að lensja starfstíma þessara starfshópa þannig að þeir hafi starfað í að minnsta kosti tvo mánuði fvrir binshald. En áfram með smjörið. Það var óneitanlega anzi gaman að heyra sjálfan menntamálaráðherra gera að sínum orðum gamla fullyrðingu forvígismanna í réttindabaráttu okkar nemenda. Þar á ég við þau ummæli hans, að nem- endur fvndu bezt hvar skórinn kreppir að í skóla- kerfinu. Þessi ummæli ættu að gefa okkur aukinn þrótt, ekki sízt vegna þess að síðar í ræðu sinni Iofaði menntamálaráðherra að tillögum okkar yrði Framhald á bls. 2. Aðfaraorð Þessi „Litli-Muninn“ er helgaður landsþingi menntaskólanema, sem fram fór nú fyrir skömmu. Ákveðið hefur verið að landssam- bandið greiði % hluta kostnaðarins við blað- ið, þar sem dreifa á því í alla menntaskóla landsins, og því er ætlað að birta flest það, sem markverðast kóm fram á þinginu. I upphafi var ráðgert, að blaðið kæmi út mun fyrr, en vegna alls konar vandræða í sam- bandi við prentun, bæði fyrir norðan og sunn- an, seinkaði útkomunni. En engu að síður vonumst við til þess, að blaðið komi nemend- um að einhverju gagni, — fræði þá um störf þingsins og verði aflvaki frjórra umræðna um það, sem þar gerðist. Að lokum viljum við þakka þeim, sem hafa lagt hér hönd að verki. Viljum við sérstak- lega þakka aðalvélriturum blaðsins, Sigrúnu Einarsdóttur og Alla Rúnari, fyrir frábæran dugnað við vélritunina. Og ekki má heldur láta ógetið góðra manna í „Andríki", þeirra í M. T., sérstaklega ljósmyndaranum Björgvin, en þeir auðvelduðu okkur allt starf fyrir sunn- an eins og þeir máttu. Þar með sláum við botninn í þetta, og megi flestum vel líka. — Þeir, sem að öðru leyti unnu þetta blað, voru auk okkar Tóta: Hauk- ur, Eiki, Summi, Stebbi og Hreinn og hinir tæknimennirnir. — Þ. Á. og Þ. M. Sérályktanir L.I.IM. Landsþing lýsir yfir eindregnum stuðningi við 1. des. nefnd, að 1. des. verði helgaður baráttunni fyr- ir brottflutningi bandaríska hersins. Landsþing íslenzkra menntaskólanema vítir þá skólastjóra, sem hafa misnotað ákvæði í regiugerð um tafarlausan brottrekstur nemenda og aðstöðu sína til pólitísks áróðurs og ofsókna. Landsþing samþykkir að LÍM sæki um aðild að Æskulýðssambandi Islands, til eins árs til revnslu. Síðan muni næsta landsþing taka endanlega afstöðu um inngöngu í ÆSÍ í Ijósi þeirrar reynslu, sem þá liggur fyrir. Leiðari Sá ótrúlegi atburður gerðist undir lok lands- þings menntaskólanema, að þingið leystist upp í skrílslæti og fíflaskap, þegar nokkrir fulltrúar gengu af fundi, er þeir sáu fram á ósigur sinn í atkvæðagreiðslu um eitt af „aukamálum“ þings- ins. Hér var um að ræða ályktun, þar sem lýst var stuðningi við hátíðahöld stúdenta 1. des., sem helguð verða kröfunni um brottflutning Bandaríkjahers frá íslandi. Einnig,, sáu sig tilneydda“ forseti og gjatdkeri stjórnar LÍM að segja af sér, þar sem þingið væri orðið vettvangur „flokkspólitískrar togstreitu'1 og þeir „hefðu ekkert umboð" til starfa lengur í slíkum félagsskap. Höfuðröksemd þessara útgöngumanna er sú, að þingið eigi ekki að fást við annað en hags- munamál nemenda samkvæmt þeirra skilgrein- ingu á því, hvað séu hagsmunamál nemenda. Þeir vildu sem sagt ekki sætta sig við skilgrein- ingu meirihlutans á þessu hugtaki. En í henni fólst sú skoðun, að brottfluíningur Bandaríkja- hers væri ekki síður hagsmunamál menntaskóla- nema en annarra landsmanna. Ber það auðvitað vott um félagslegan vanþroska að sætta sig ekki við vilja meirihlutans og hlaupa af fundi eins og smákrakkar. (Varðandi þá staðhæfingu hinna fýldu útgöngumanna, að ályktunin væri „flokks- pólitísks" eðlis, vísast til hláturkirtla óhlutdrægra aðila). Annars má láta þess getið, að kvenfélög austur á landi (en þau eiga sjálfsagt að berjast fyrir hagsmunum kvenna) láta sér sæma að lýsa yfir stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar í landhelg- ismálinu. Hvers vegna? Vegna þess að þetta er skynsamt fólk og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Þess vegna finnst fólki það undarlegt, að mennta- skólanemar, sem flestir telja sig nú menn með mönnum, séu hræddir við að láta í sér heyra um almenn mál samfélagsins. Niðurstaðan hlýtur að vera sú, að frumhlaup hinna þröngsýnu útgöngumanna muni skaða álit menntaskólanema út á við. Jafnframt hlýtur það að örva þá nemendur til dáða, sem hafa barizt og munu berjast gegn þeirri E*NANGRUNAR- PÓLITÍK, sem lýsir sér í hinu vítaverða athæfi útgöngumanna. Ekki skal hér fjölyrða meir um hörmulegan endi fimmta landsþingsins, en bera fram bá ósk, að höfuðbaráttumál menntaskólanéma. sem lands þingið var oftast nær einhuga um. fáí viðunandi afgreiðslu hjá valdamönnum þjóðarínnar — og að menntaskólanemar beri gæfu til að standa sam an í þeirri baráftu. Þ. Ásm.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.