Muninn

Árgangur

Muninn - 15.11.1971, Blaðsíða 3

Muninn - 15.11.1971, Blaðsíða 3
Alyktanir þings LIIVI UM HLLTVERK MEIMIMTASKÓLA Þingskjal 1. Námsfólk er vinnandi stétt og því ber að roeta starf þeirra eins og aðra vinnu, og kröfur þeirra í samræmi við það. Greinargerð: Neroendur jafnt sem almenningur verða að gera sér fjóst að menntun er ekki tæki til að skapa forréttindastétt mcnntamanna, heldur er hún þjóðféiagsleg nauðsyn. Þróun íslenzkra atvinnuvega stefnir í þá átt að menntamenn gegni stærra hlutverki í framleiðslustörfum þjóðarinnar. 1 þeim störfum standa þeir við hlið hins almenna launþega utan þess hvað þeir hafa hingað tii hlotið hærri laun fjirir vinnu sína. Nemendur verða að miða hagsmunabaráttu sína við að þeir eru verðandi menntamenn og eiga því samleið með lannþegum. Þingskjal 2. ÁtYKTUN UM HLUTVERK MENNTASKÖLA Það er hlutverk menntaskóla að búa nemendur sma undir líf og starf í þjóðfélaginu, veita þeim ahaenna undirstöðu- menntun og búa þá undir frekara framhaldsnám eftir atvik- um Það er hlutverk menntaskólanna að gera nemendur sér þess meðvitandi hvað er að gerast í þjóðfélagsmálum hverju sinni, svo að þeir séu færir um að skilgreina það og skýra, — gagnrýni og veki þannig ahnenningsáh'tið. Af þessum ástæðum þarf að gæta þess vandlega að menntakerfið og kennsluhættir séu í stöðugri endurskoðun. Hafa ber ávallt í huga að skólarnir eru fyrir nemendur og því ber að haga störfum þeirra í hvívetna þannig að þörfum nemenda sé sinnt á sem beztan hátt. Kennslan á ekki ein- göngu að miðast við að veita yfirgripsmkila þekkingu, heldur einnig og ekki sizt að nemandinn læri að beita þekkingu sinni við lausn nýrra vandamála og búa hann undir að mæta hraðfara þjóðfélagsþróun. Enda er það áHt þingsins, að almenn menntun felist ekki r tilteknum þekk- ingaratriðum, sem engin önnur geta komið í staðinn fyrir, heldur í þjáffun hugans við skapandi starf, gagnrýna hugs- un ,og kunnáttu í að afla sér þekkingar. Einnig skal það vera hlutverk skólanna að laða fram og þroska sérkenni og sérgáfur hvers einstaklings, á hvaða sviði sem þær kunna að liggja. Það á alls ekki að ráðast af tilviljun hvort það bezta í hverjum og einura líti nokkurn tíma dagsins Ijós . Þingskjal 3A. LANDSÞINGIÐ FAGNAR ÞEIM ANDA, SEM BIRTIST 1 13.-18. GREIN MENNTASKÓLAREGLUGERÐARINNAR, OG LÝSIR YFIR FÚSLEIKA NEMENDA TIL TAFARLEUSRA FRAMKVÆMDA ÞEIRRA. ,Það er markmið menntaskóla að efla þroska nemenda sinna, veita þeím almenna menntun að loknu miðskólanámi og búa þá undir háskólanám og þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsíns." (2. gr. menntaskólareglugerðar og laga). Núverandi starf skólanna míðar fyrst og fremst að undir- búningi háskólanáms .Síður er sinnt þroska nemenda og þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins. Nemandi, sem kemur inn í menntaskóla, er vanur að vera þiggjandi eingöngu, oft nær áhugalaus um tilhögun kennslu og tengsl hennar víð þjóðfélag og umhverfi. Aukin virltni nemenda í kennslu á að stuðla að þjálfun sjálfstæðra vinnubragða og sjálfstæðri skoðanamyndun. Hún á að skapa óþvinguð samskipti nemenda sin á milli og við kennara. Svipuð þvingun og skólarnir eiga við að glima og dregíð hefur mest úr virkní nemenda, er alls staðar fyrir hendi í samskiptum manna. Viðleitni skólanna til að vinna bug á henni gæti stuðlað að frjálsara og betra mannlífi yfirleitt. ICennsluhættir mótast af fyrrgreindri þvingun, nær undan- tekningarlausum húsnæðisskorti og oflteyrslu kennara. Fjár- mögnun húsbygginga og fjölgun kennara eru aðkallandi, þótt ástandið sé mismunandi eftir sltólum. Kennsluna má lífga og bæta með ýmsum hætti. Fjöldi nemenda í kcnnslustundum er nú yfirleitt svo mikill, að stórir hópar verða utan gálta. 15 manns virðist í fljótu bragði hámark í almennri kennslu. Oft eru þó stærri ein- ingar hentugrí, svo sem við fyrirlestra, myndasýningar o. s. frv., ellegar minni hópar. LEGGJA BER ÁHERZLU Á VINNU SMÆRRI HÓPA I KENNSLUNNI. Þingskjal 3B. HLUTVERKANEFNÐ Þessi þróun útheimtir aukið húsrými. Námsefnið hlýtur að fara eftir markmiði skólanna. Einnig á þessu sviði er of lítill gaumur gefinn félagsþroskun nem- enda, og undirbúningi undir líf og starf. Auka þarf kennslu í samfélagsfræðum, og má í því sambandi benda á reglu- gerð um menntaskóla, 10. gr. II. Þar eru félagsvísindum ætlaðar 18 einingar í stað 12 shv. bráðabirgðaákvæðum sömu greinar. Þingið vítir framkvæmd á þessari grein eins og hún er á Akureyri og e. t. v. víðar, þar sem þessum 12 einingum er eingöngu varið til kennslu í fyrri alda sögu, í stað þess að verja þeim, eins og reglugerðin gerir ráð fyrir til þess að kenna fyrst og fremst félagsfræði og sögu þess tíma sem tendur okkur næst. Ennfremur skal leggja áherzlu á að ákvæðum 18. gr. reglugerðarinnar (um tengsl skólanna við umhverfið, kynnisferðir, erindaflutning utan kennslu- tíma) verði framfylgt. RÉTT VÆRI AÐ TENGJA ÞÁ LIÐI, ER GREININ FJALLAR UM, FASTARI BÖNDUM VIÐ ANN- AÐ NÁM. Of mikli áherzla er lögð á námsefni og yfirferð. I raun- mni er það vinnan að baki náminu, skilningur á samhengi og þróun, leikni í vinnubrögðum, sem stefnt skal >3 auk þekkingar og fróðleiksöflunar. Þetta ofmat á staðreynda- söfnun er algengur fjötur um fót kcnnarans, sem verður að þenja nemendur sína yfir ákveðið námsefni fyrir i- kveðið préf. Þingskjal 4. Landsþing haMið í MT 12. —14. nóvember ályktar að nó- verandi námsfyrirkomulag í menntaskólum, þar sera þeim er skipt í fjórar bekkjardcildir, sé ekki rétt eða viðunandi. f stað þessa kerfis leggur þingið til að telcið verði upp svonefnt stiga- og punktakcrfi, þar sem ncmendum verði gert kleift að Ijúka núverandi menntaskólanámi á skemmri eða lengrí tíma en nú tr hægt. Með þessu kerfi yrði svo- nefnt kjörsvið fellt niður, en eftir stæði kjarni, sem sam- eiginlegur yrði ötlum, og mismunandi vaL Að loknu nároi í þessum emingum befðu nemendur skil- að verkefnum og námsviunu undir hliðsjón kennara, sem væri samsvarandi stúdentsprófi. Þessu námi skyldi lokið á ekki lcngri tíma en « árum. SKIPLLAGSMAL Þingskjal 1. Ályktun la: Þingið ályktar að veita beri nemendum menntadeildanna á Akranesi og Hafnarfirði fulla aðild að stjórn og landsþíngi í samræmi við reglugerð. Þó veitir lands- þing stjórn heimild til þess að skera niður fulltrúatölu til næsta landsþings, ef talin er ástæða til sökum fámennis. Reglugerð LÍM (endurskoðuð). Áfyktun lb: Landssamband íslenzkra menntaskólanema eru samtök nemenda á menntaskólastiginu og skal vinna að hvers kyns auknum tengslum milli skólanna og fram- gangi hagsmunamála þeirra. Landssambandið slial halda þing árlega. 2. Stjórn sambandsins skal skipuð tveim fulltrúum frá hverjum skóla og hefur hver skóli frjálsar hendur um skipan eða kjör þeirra. Stjórnin mótar stefnu landssambandsins í samræmi við samþykktir landsþinga. Innan stjórnar skal starfa þriggja manna framkvæmdaráð, en í því skulu sitja fulltrúar Reykjavíkurskólanna, en innan þess skal ríkja verkaskipting eftir ákvörðun stjómar. Stjórnin skal leggja áherzlu á að hafa náið samband við skólaráðsmenn og formenn skólafélaganna og þeir skulu sitja fundi stjómarinnar þegar þurfa þykír. 3. Stjóm undírbýr landsþing og sér um framkvæmd og útbreiðslu ályktana þess. Stjórn ávarðar ársgjald hvers nemenda til sambandsins. 5. Stjórn skal koma saman að minnsta kosti sex sinnum á starfstímabilí sínu. 6. Ný stjórn er kosin í bvrjun skólaárs, en stjðrnarskipti eiga sér stað við lok landsþings. Þíngskjal 2. Framkvæmdaáætlun stjómar LÍM (í stórum dráttum): la. Landsþing ályktar að stjórn eigi að halda áfram út- gáfu ,,Bamings“ og að blaðið verði helgað kynningarstarf- semi út á við á baráttumálum menntaskólanema. b. Einnig að styrkt verði blaðaútgáfa einstakra sltóla, sent helguð yrði sameiginlegum hagsmunamálum menntaskóla- nema og dreift yrði í alla skóla. 2. Landsþingið felur stjórn að virkja starfshópa í hverjum skóla, sem taka fyrir hin ýmsu baráttumál menntaskóla- ncma. Fulltrúum á landsþinginu er skylt að koma á fram- færi úrvinnslu sfarfshópanna. Stefnt skal að þvi að kjör- gengi á landsþingið verði bundið við þátttöku i starfshópum. 3a. Landsþing telur nauðsynlegt að komið verði á fét skrífstofu LiM og heimilar stjórn hennar að ráða starfs- mann til liennar. b. Starfssvið skrifstofu yrði t d. að efla tengsl ryemenda innanlands og fylgjast með þróun hliðstæðra skóla erlend- is. Einnig að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum, t. d. bóksölumálum ,atvinnumiðlun o. s. frv. Þingskjal X 1. Landsþing felur stjórn að semja við ASÍ um stöðu nemenda innan verkalýðshreyfingarinnar vegna sumaraf- vinnu þeirra. Greinargerð: 1. Eins og sakir standa borga nemendur stórfé til verka- lýðsfélaganna en hafa mjög takmörkuð réttindi innan þeirra. Cr þessu verður að bæta, þar sem sumaratvinna nemenda er lífgjafi þjóðféiagsins. 2. Það er skýlaus krafa þingsins, að stjórnvöld taki upp virkari samskipti við nemendahreyfingar, og veiti þeim fulitrúa f altar opinberar nefndir, er fjalla um menntamál. NÁMSAÐSTÖÐUMAL Þingskjal 1. Bókasafn, lcsaðstaða 0. fl. Þingið krefst þesa að framfylgt verði gr. 61 og gr. 62 i reglugerð um menntaskóla. Telur þingið það fánýtt að samdar séu fagrar reglugerðir, en þær síðan virtar að vettufi 61. gr. 1 hverjum menntaskóla skal séð fyrir búsrými, á skólalóð eða i næsta nágrenni, er nægi til allrar starfsemi hans, svo sem kennslustofum af viðeigandi gerðum, bók- hlöðu (sbr. 62. gr.), samkomusal, íþróttahúsi, kennslustof- um, félagsherbergjum nemenda, skrifstofum, eldhúsi og borð stofum og geymslum. Um lágmarkskröfur í þessum efnum og hlutfalli milfi húsrýmis og nemendafjölda fer eftir ákvæð- om sérstakrar regiugerðar, sem menntamálaráðuneytið setur. 62. gr. Við hvern menntaskóla skal vera safn bóka og annarra kennslugagna, er nemendur eigi aðgang að jafnt á kennslutima sem utan hans, eftir reglum, sem skólastjórn setur. f tengslum við bókasafnið skulu vera lestrarsalír, og skal kveðið á um stærð þeirra í reglugerð þeirri, er um getur í 61. gr. Kennslustofur skólans skulu eftir föngum vera fagkennslu- stofur, og skulu þær búnar þeim kosti handbóka, hjálpar- gagna og kennslutækja, sem þörf er á. Menntamálaráðu- neylið semur skrá yfir nauðsynleg og æskileg rit og tæki. Skrána skal endurskoðaða í heild eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Þingskjal Z Bókamál. 1. Þingið ítrekar fyrri áskoranir sínar til stjórnvalda þess efnis, að bóksölum verði meinuð frjáls gróðaálagning á námsbækur, og að ströngu verðlagseftirliti verði komið á. Z Þingið lýsir velþóknun sinni á störfum bóksölunefndar, starfandi siðsstliðið sumar, og væntir þess, að framhald verði á þeirri starfsemí. 3. Landsþing ísL menntaskólanema skorar á rektora menntaskólanna, að sjá til þess, að námsskrá hvers vetrar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní ár hvert. Telur þingið þetta forsendu þess að bóksalan megi vel heppnast. 4. Nauðsynlegt er, að námsefni og námsbókakostur sé í stöðugri endurskoðun, til þess að tryggt sé, að nemendur geti jafnan fylgzt með því, sem efst er á baugi í hverri grein. 5. Þingið samþykkir að stjórn LÍM skuli kanna möguleika á aðild að Bóksölu stúdenta. 6. Þingið beinir þeirri tillögu til stjórnar LÍM, að hún at- hugi möguleika á stofnun hugsanlegs bókaforlags í samráði við Háskóla íslands. Þingskjal 3. Ályktun: 1. Þingið beinir þeirrj eindregnu ósk til sljórnvalda, að komið verði upp heimavist fyrir utanbæjarmenn, þá er stunda menntaskólanám í Reykjavík. Við heimavist þessa verði starfandi mötuneyti. Greinargerð við 1. A. í framhaldi af ályktun, vill þrngið benda á, að heima- vistir eru ekki ætlaðar sem fangelsi, og má sú framkvæmd að halda fullþroska fólki innilokuðu sem brútum i spili, Framh. á bls. 6. LITLI MUNINN 3

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.