Muninn

Árgangur

Muninn - 15.11.1971, Blaðsíða 8

Muninn - 15.11.1971, Blaðsíða 8
Nokkur orð um lýðræðisliegar aðgerðir HVAÐ ERU MAIMNRETTIINiDI? Sá áhugaverði atburður átti sér stað, ekki alls fyrir löngu, í MA, að við undirritaðir, á- samt fleirum, vorum kallaðir fyrir vin vorn, Steindór. Til- efnið var það, að kennari nokk ur við skólann hafði kvartað yfir freklegri brúkun talfæra ckkar ásamt ósóma í orða- vali, og taldi Hæstvirtur Meist ari þetta, að sjálfsögðu, mjög svo vítavert athæfi. En þar sem áburður þessi var mjög svo orðum aukinn — og jaðr- aði við það að vera hrein ó- sannindi — sættum við okkur ekki við hann, heldur hreyfð- um andmælum og báðum um tækifæri til að skýra málstað ckkar. En við hefðum átt að vita betur en svo að láta okkur til hugar konta að þetta hefði jákvæð áhrif. Hæstvirtur Meist «ri umhverfðist allur og sagð- ist trúa kennaranum betur en ckkur, þrátt fyrir þá staðreynd að hann hafði, stuttu áður, lýst vfir að hann tæki orð okk cr jafngild orðum kennara \ essa. En það var ekki nóg EVIikið efni bíður næsta blaðs, en vegna f ’rirkomulags þessa blaðs og p’ássleysis, er ekki hægt að l'rta það að sinni. Meðal efnis er grein eftir T'nar Steinsrímsson um vistar r-ál og grein eftir Gunnlaug T’ðsson um skólablaðið o. fl. ITefur höfundur síðarnefndu yeinarinnar lcomið þeim orð- rómi á stað, að ritstjóri hafi rkki viljað taka greinina til Hrtingar. Er þetta hin mesta Hgi og óhróður, og því leiðin- Hgri þar sem ritstjóri gerði Gunn’augi sérstaklega grein fvrir fvrirkomulasi þessa blaðs (4. tbl.) og skýrði honum frá ásætðum bess að greinin gæti ekki komið í blaðinu. Er erfitt að skilja hugsana- gang þeirra manna, sem svona haga sér. Óþarft er að taka fram, að aldrei hefur hvarflað rð okkur að neita að taka við grein þessari. Enda yfirlýst stefry blaðsins að birta allt, sem er birtingarhæft. Og grein Gunnlaugs verður að teljast birtingarhæf, þó hann sé e. t. v. vantrúaður á það sjálfur. með það. Þegar við létum ekki undan þrýstingi Hæstvirts meistara, og gáfumst upp, — sleppti hann sér alveg og sagði að okkur stoðaði ekkert að mótmæla; svona menn reyndu alltaf að finna upp einhverjar afsakanir. En við gáfumst ekki upp, heldur lýstum þetta ólýðræðislegar aðfarir. Þegar þessi síðasta tilraun Háttvirts Meistara til að brjóta niður andlegt þrek okkar mistókst svo herfilega, vísaði hann okk ur umsvifalaust á dyr og árétt- aði það með því að stjaka okk- ur út (ótvírætt dæmi um það að valdbeiting er oft heppileg þegar andstæðingurinn hefur unnið málefnalegan sigur). Svona lagað athæfi líðst meistara án nokkurra veru- legra mótmæla nemenda. Það erum við, sem eigum sök á því að Steindór veður upp með alls konar yfirgang og tilhæfu- litlar ásakanir, jafnframt því að halda skólanum í helgreip- um ótta með sínum miður heið arlegu vinnubrögðum. Við eigum ekki að láta Stein dór komast upp með að traðka á skoðanafrelsi nemenda, enda er það skýlaust brot á 19. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna, sem við ís- lendingar erum aðilar að, — hvort sem Steindóri líkar bet- ur eða verr. Munið það, að vilj'ð þið reyna að komast hjá ofsóknum meistara, skuluð þið skipa ykk ur í flokk þeirra nemenda, sem leitast við að fremsta megni að vera ávallt á sömu skoðun og skólayfirvöld (Steindór) og reyna ekki að bera við neinum skynsamlegum röksemdafærsl um né heldur láta vafasam- ar (vinstri sinnaðar) skoðanir í Ijós. Við undirritaðir erum tílbún ir að ræða þessi mál við meist ara, hvar og hvenær sein hon- um hentar, með þeim sk'Imál- um þó, að við fáum að láta skoðanir okkar í ljós á þeim fundi. EtlVar Steingrímsson Björn Garðarsson. SKÖMM M.T. Á 4. landsþingi menntaskóla nema, sem haldið var i MA í fvrra, stóð upp einn sjálfum- glaður fulltrúi MT og bauðst til þess fyrir hönd skóla síns að halda næsta landsþing. Síð- an vildi svo einkennilega til, að þessi sami maður varð, að því er bezt er vitað, sjálfskip- aður forseti framkvæmdaráðs LÍM. Hafði þessi maöur því allan veg og vanda af undir- búningi þessa landsþings, sem nýlokið er. Er það vcr.gt til orða tekið, þegar fullyrt cr, að framkvæmd þessa þings hafi verið öllum, er að því stóðu, til háborinnar skamma'-. Ber þar margt til og ætla ég hér að nefna nokkur þau atriði, sem mér þóttu fráleitust. Fyrst er þar að nefna, að næstum öllum fundartíma fyrsta dags var sóað í þingsetningu. Þrátt fyrir það var þó ekki séð fyrir því að skipa fundarritajn og var því enginn fundarritari á þinginu, en hins vegar voru skipaðir tveir forsetar, enda var fundarsköpum ákaflega slælega framfylgt. Er þingsetn ingu var loksins lokið, áttu að hefjast nefndarstörf, en þá kom í Ijós, að hinn mesti slóða skapur ríkti í sambandi við húsnæðismál nefndanna. Var þeim holað niður í smákomp- ur, flestar húsgagnalausar, ein var Ijóslaus og í annarri var yfirstandandi læknisskoðun á nokkrum fulltrúum hins fagra kyns í MT. Við þetta bættist það, að nefndarfundir voru sjaldnast haldnir tvisvar í röð í sömu kompunni. Þá kórón- uðu MT-ingar skömm sína þeg ar forsprakki þeirra, Gunnlaug ur Stefánsson, forseti fram- kvæmdaráðs LÍM, sagði af sér í lok þingsins, vegna þess að hann þoldi ekki að verða undir í atkvæðagreiðslu um 1. des. hátíðina í Háskólanum og varn arliðið. Eltu þá aðrir fi lltrúar MT foringja sinn og sömuleið- is starfsmenn þingsins og nokkrir fulltrúar annarra skóla. Báru þessir fulltrúar því við, að þeir hefðu ekki verið kosnir til þess að samþykkja ,,flokkspólitísk“ mál. Eins og hverjum má vera Ijóst, er þetta hreinn fyrir- sláttur, því þeir þurfa ekki að hlaupa af fundi, bótt þeir séu andvígir þeim málum, sem til afgreiðslu eru. Það er hægt að greiða atkvæði á móti þeim og það er mun raunhæfara. Hvar er hin margumtalaða lýð ræðisást þessarra manna, þeg- ar þeir þola ekki að lenda í minni hluta við atkvæða- greiðslu? Hitt er sönmi nær, að það sem lá á bak við hjá Gunnlaugi, hafi verið flokks- pólitískir einkahagsmunir hans, en aðaláhugamál hans virðist vera að afla sér frama í samtökum ungra jafnaðar- manna. Það hefur sennilega verið rétt ályktað hjá honum, að það gæti orðið honum til framdráttar í hans klif.'i inn- an krataflokksins að lýsa þann ig frati á alla hagsmunabar- áttu menntaskó'anema eins og hann gerði. Þetta skýrir hins vegar tæplega afstöðu annarra fulltrúa, en heyrzt hefur, að þeir hafi borið við einhverri furðulegri skólafundarályktun sem sennilega hefur verið gerð að undirlagi einhvers l'eirra Jón Guðmií’nz form. Félags lýðræðissinna: Helvítis kommarnir hleyptu upp landsþingi menntaskóla- nema. Vitið þér enn eða hvað? framafóla, sem stóðu að lands- þingsundirbúningi, með fyrr- greindum árangri. Ég vil því beina því til næstu stjórnar LlM, að láta sér víti þeirrar fráfarandi að varnaði verða, og fela einhverjum öðrum en þeim, sem sýnt hafa að þeir eru vísir til þess að hlaupa burt í fýlu, eins og aliir full- trúar MT og meiri hluti full- trúa MR og Mí gerðu nú, fram kvæmd næsta landsþings. Einar Kjartansson, MA. FréHafilkynning SLIM til fjöímiBla Fimmta landsþing íslenzkra menntaskólanema var haldið í MT dagana 12. —14. nóv. Á þinginu voru samþvkktar marg ar ályktanir. I þinglok reis upp ágrcining ur vegna afgreiðsíu einnar til- lögunnar, þar sem lýst var yfir stuðningi við framkvæmd 1. des. hátíðahalda stúdenta, — vegna þessa ágreinings sögðu forseti og gjaldkeri stjórnar af sér. Við atkvæðagreiðslu til- lögunnar féllu 25 atkvæði með o gl á móti, en fulltrúar voru alis 46. Að öðru leyli vísast til ályktana þingsins. F. h. stjórnar Magnús Guðmundsscn rit. STUTT FRÉTT Á landsþinginu voru eftir- farandi menn kosnir í fulltrúa ráð ÆSÍ: Aðalfulltrúar: Gísli Gunnlaugsson. Magnús SnædaL Leifur Hákonarson. Varafulltrúar: Kjartan Gunnarsson. Eysteinn Haraldsson. Már Guðmundsson. „Hinn helgi kosningaréltur44 Landsþingi íslenzkra menntaskólanema er lokið. Þingið endaði í algerri upplausn, þar sem stór hluti þingfulltrúa gekk af fundi, er síðasta ályktunin var samþykkt; sú er fjallaði um stuðning við 1. des. hátíðarnefnd, að helga daginn brottvikningu herliðs ins. Flestir þóttust þessir menn vera hernámsand- stæðingar, en ekki geta greitt tillögunni atkvæði vegna þess að hún ætti ekki heima á þinginu og kæmi hagsmunamálum nemenda ekkert við. Þeir treysta því ekki hinum helga kosningarétti nemenda til að kjósa á þingið þá menn, sem verja munu sín- íum helga kosningarétti samkvæmt sannfæringu einni. („Samanber orð Gunnlaugs Stefánssonar á I þinginu um hinn helga kosningarétt nemenda“). Þeir kusu því þá leið að ganga af fundi, leysa upp þingið og segja af sér ábyrgðarstöðum innan landssambandsins. Slíkt ábyrgðarleysi er ófyrirgef- anlegt. Þessir menn kunna sýnilega ekki að taka ó- sigri. Á þinginu fóru þessir menn mörgum fögrum orðum um nauðsyn þess að menn stæðu sameinaðir í hagsmunabaráttu sinni, nauðsyn hagsmunasamtaka þeirra og kröfðust aukins frelsis þeim til handa. En þegar upp kemur tillaga um stuðning við bar- áttu fyrir frelsi íslenzku þjóðarinnar, þá rjúka þeir upp eins og hlandfroða og segja þau mál ekki koma menntaskólanemum við. Að þeirra áliti eigum við einungis að berjast fyrir eigin hagsmunum án til- lits til hagsmuna þjóðarheildarinnar. Við eigum sem sagt að reka algera eiginhagsmunapólitík, pólitík, vel á minnzt, þeir töluðu mikið um að ekki mætti blanda pólitík í okkar mál. Þeir virðast ekki hafa tekið eftir því, að flestallar samþykktir þingsins eru að meira eða minna leyti pólitískar, auk þess sem öll hagsmunabarátta hlýtur að vera pólitísk. Að þessu athuguðu er engum blöðum um það að fletta, að menn þessir sýndu þarna svo mikinn aumingjaskap, ósjálfstæði og ábyrgðarleysi, að þeir eiga sér varla viðreisnarvon í augum margra þing- fulltrúa. Magnús Snædal, MA.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.