Muninn

Árgangur

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 3

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 3
Hvernig líkar „BLAÐIГ? Sólveig Hallgrímsdótlir 4b: Sp.: Hvernig hefur þér fundist skólablaðið í vetur? Sv.: Ég hef ekki alltaf les- ið það, en það sem ég hef séð hefur náttúrlega verið mis- jafnt eins og eðlilegt er. Að mínu mati er andinn í blað- inu betri en í fyrra. Sp.: Hvað með annað fé- lagslíf í skólanum? Sv.: Ég hef lítið fylgst með því og get þess vegna fátt um það sagt. Sigvaldi Júlíusson 6b: Sp.: Hefur blaðaútgáfa gengið vel í skólanum í vetur að þínu mati? Sv.: Já, hún hefur gengið alveg sæmilega. Otgefendur hafa verið alveg sérstaklega duglegir, miðað við það sem áður var og það hefur gengið lang bezt með blaðið af öllu félagslífi hér. Að vísu er einn ljóður á ráði ykkar. Blaðið er of einstrengingslegt og mér hefur líkað sérlega illa, þeg- ar greinum hefur verið svar- að í sama blaði. Arinbjörn Jóhannesson 5b.: Sp.: Hvernig hefur gengið með blaðið að þínu mati? Sv.: Mér finnst það hafa gengið ágætlega. Að vísu hef- ur verið fullmikið af dægur- málum og alls konar þrasi, en það er ágætt út af fyrir sig. Það væri gott að fá klassískar greinar svona í og með. Sp.: Hvað með starfið í öðr um deildum? Sv.: Yfirleitt hefur það ver- ið Iélegt. , Páil Yngvarsson 3b: Sp.: Hvernig hefur þér fund ist blaðið vera? Sv.: Ég hef nú ekki lesið það með mikilli athygli, en fundizt þau alveg sæmileg. Sp.: Það eru mest róttækir menn, sem skrifa í blaðið. — Hver heldurðu að sé ástæðan? Sv.: Ja, ætli það sé ekki meiri hlutinn, sem er róttæk- ur. Benedikt Bragason 4. bekk: Sp.: Hvernig finnst þér blaðið hafa verið? Sv.: Mér finnst það hafa tekist vel. Þó vantar ýmislegt á þetta, t. d. kveðskapinn, en hann er bæði lítill og lélegur. Hefðbundin ljóðagerð er eng- in. Það væri t. d. fínt að fá nokkrar stökur í þingeyskum stíl. Annars hefur mér líkað þetta vel, þarna hafa verið bæði margar og góðar hug- vekjur. Ólöf Ólafsdóttir 3. bekk: Sp.: Hvernig hefur þér lit- ist á skólablaðið í vetur? Sv.: Mér finnst það hafa verið dálítið einhæft. Það er alltaf það sama og alltaf sömu mennirnir, sem skrifa í það. Að öðru leyti finnst mér það ágætt. Sp.: Hvers vegna skrifa svo til eingöngu vinstri menn í það? Sv.: Hinir hafa líklega bara engan áhuga. Sp.: Hvað um félagsstarfið í vetur? Sv.: Það hefur verið ágætt, a. m. k. miðað við þar sem ég var áður. Heiðar Skúlason 6. bekk: Sp.: Hvernig hefur þér lík- að Muninn? Sv.: Það er mikill kraftur í útgáfunni og mörg eintök hafa komið út, en það er of einhæft að efni til, of mikil pólitík í því og ekki allir penn ar góðir, sem þar hafa komið fram. Sp.: Hvaða leiðir eru til úr- bóta? Sv.: Mikil bót væri að taka eitthvað ,,léttmeti,“ þó það sé kannski ekki alltaf menning- arlegt. Áskell Kárason 6. bekk: Sp.: Hvernig finnst þér blaðið hafa verið í vetur? Sv.: Mér finnst þetta ágætt með L-M, en hins vegar hafið þið ekki verið duglegir með þann feita. Sp.: Hvernig finnst þér and inn yfir skólalífinu? Sv.: Mér finnst meira hress andi blær yfir nemendum nú í ár en undanfarið, byltingin er í miklum uppgangi. Sp.: Hefur þér líkað efnið í Litla-Muninn? Sv.: Það hefur verið gott, góðar greinar frá vinstri mönn um, en ofsalega hlægilegar frá hægri mönnum. Sp.: Það hefur mildð verið talað um „þungt“ efni í blað- inu, vanti ,,djók“. Sv.: Nei, mér finnst þetta allt í lagi. Það skemmdi nátt- úrlega ekki að hafa eitthvað smávegis fyrir Þórhall Páls- son. í fáu morðum sagt: Mér finnst þetta langbezta skóla- blaðið, bæði miðað við aðra skóla, nú, og eins við blaða- útgáfu hér á undanförnum ár- um. STOPP. SRl og ST á göngu með hljóðnemann. Rýni á 5:tbl. Litla-Munins Það fyrsta, sem fyrir verð- ur, er greinin „Hernaðarbanda lögin og 56“. Takmark grein- arinnar er að sýna fram á til- gangsleysi og heimsku hern- aðarbandalaga. Það tekst mætavel með nokkrum al- kunnum dæmurn. Fer vel á því að feitletra síðustu máls- greinina: „Niður með hernað- arbandalög og þá, sem leggj- ast svo lágt að mæla, þó ekki sé nema öðru þeirra, bót.“ — Ég þakka góða grein, Bjössi. Þar sem ég hef nú gefið það greinilega í slcyn, að ég er sammála því, sem sett er fram í fyrrnefndri grein, þá verð ég að játa það, að ég er al- gjörlega andvígur þvi, sem sett er fram í greinunum „Um skólablað“, „Skoðanakönn- un“ og „Eigum við að helga 1. des. baráttunni fyrir brott- flutningi varnarliðsins?” Og ég treysti mér elcki til að meta þessar þrjár greinar eftir því, hvernig þær eru stílaðar, þ. e. eins og íslenzkukennari." Ég verð því að láta mér nægja að segja nokkur orð um innihald ið, skoðanirnar, og reyna að sjá á hverju þær byggjast og hvernig þæ reru útleiddar. „Um skólablað“ er mis- heppnuð gagnrýni á skólablað ið og útúrsnúningur, sem ber einkennilegan Morgunblaðs- Mein- hornið Tilgangurinn og meðalið Nærtækasta dæmi um ósam ræmi „tilgangs og meðals“ eru verzlunarhættir hér í skólan- um, sú fjárplógsstarfsemi sem fimmti bekkur rekur. Það er kannski of seint að gera veður út af þessum mál- um núna, þegar svo langt er liðið á veturinn, og líka búið að fjalla um málið hér í blað- inu. En þó er eins og ekki sé nógu oft minnt á þá vitleysu, sem viðgengst meðal nem- enda sjálfra. A. m. k. gerist ekki neitt. I stað þess að stefna að því að útvega nemendum öl, gos- drykki, sígarettur o. þ. h. varn ing við sem vægustu verði, er það opinber stefna hagsmuna aðila, sem hefur einokun á verzluninni, að græða sem keim, til að bera blak af SUS vegna leyniskjalanna. „Skoðanakönnun“ er væg- ast sagt léttvæg grein, þar sem Gunnlaugur Eiðsson reynir að gagnrýna skoðanakönnunina, sem gerð var fyrir jólin, og sýna fram á tilverurétt NATO og þar með varnarliðsins. — Greinin er uppfull af mót- sögnum, sérstaklega ef hafðir eru í huga „nætureinblöðung- arnir“. T. d. segir í greininni, að NATO eigi „ekki að standa vörð um eitt eða annað í öll- um heimnium.“ Kemur þessi setning fyrir í þeim kafla, þeg ar Gunnlaugur mótmælir þess ari spurningu í skoðanakönn- uninni: „Telurðu að NATO standi vörð um frelsi og lýð- ræði í heiminum, eins og er yfirlýst markmið NATO?“ — Þrátt fyrir þetta hlutverks- og ábyrgðarleysi NATO hefur það frjálsa Evrópu sem eitt af þremur aðalstefnumálum, eins og fram kemur í „nætur- einblöðungnum“, „NATO er varnarbandalag . . . . “ — Af þessu mætti álykta sem svo, að innan vébanda NATO væri ekkert frjálst ríki og þarna er- um við ef til vill komin að kjarna málsins: ekkert ríki, sem þátt tekur í hernaðar- bandalagi, er frjálst. Hafi það verið ætlun höfundar að leiða þessi sannindi í ljós, þá er það vel, en ég efa að það hafi ver- ið hans vilji, heldur þvert á móti held ég, að hann hafi vilj að sýna fram á hið gagnstæða. Því verður þessi mótsögn æði skopleg. rnest, þ. e. féfletta fátækt fólk í eiginhagsmunaskyni. Þetta er siðleysi, siðlaust hugarfar. Sá aðili sem á hverjum tíma hefur hagsmuna að gæta er fimmti bekkur. Ef einhverjir mótmæla, er einfaldlega stung ið upp í þá með því að þeir sjálfir, t. d. sjöttu bekkingar, hafi leikið sama leikinn, eða fjórðu bekkingar fái kerfið til afnota næsta vetur o. s. frv., eftir því hvað við á. Og spari- rökin eru svo þau, að það sé fimmtu bekkingum hinn mesti menningarauki að fara út í lönd, og eigi fátækir fimmtu- bekkingar erfitt með að „kljúfa“ kostnaðinn ella. — Margt er rétt í þessu. Það er án efa fróðlegt að sækja heim aðrar þjóðir, en misfróðlegt. Ég hygg líka að staðarval sé ekki hugsað með „menning- una“ í huga, heldur ráði þar önnur sjónarmið, að vísu góð og gild út af fyrir sig, en hæp- in til að brjóta sig í mola fyr- ir. — Því mættu menn að ó- sekju leiða hugann að því mitt í sólskininu t. d. á Moll- orku, að þar er ekki „sól fyr- ir alla.“ Menn mættu spyrja sjálfa sig: „Af hverju er verð- lag svona lágt? Verkalýðurinn skyldi þó ekki vera kúgaður Sííðasta greinin í þessari tríólógíu er unr 1. des. og brott för vamarliðsins. Þessi grein er þeirra læsilegust og „á- nægjulegust“, séu hátíðarhöld in 30. nóv. höfð í huga. Því að nemendur sýndu þá þann þroska, sem Gunnlaugur Eiðs son vonar augljóslega, að þeir hafi eklci, að þeir sátu kyrrir á meðan dagskráin var flutt, þó að þá væri deilt tæpitungu laust á herinn. Að síðustu vildi ég geta þeirrar ritsmíðar, sem mér finnst af bera í þessu blaði: Vöku. Vildi ég hvetja alla til að lesa hana, því að hún er „góður texti“ eins og einn á- gætur maður sagði. Það færi betur, ef fleiri ritsmíðar bæru þennan blæ. Þá yrði skólablað ið ánægjulegri lesning. ó.tbl. Litla-Munins Um Litla-Muninn er ágætt, var til tveggja GunnLAUGa. í tilefni 11 ára afmælis.... er vel þýdd afmælisgrein og góð jólahugvekja. Um skólablaðið: „Ekki kemstu alveg uppá krambúð- arloftið, Eiki.“ Jólasaga: Þegar inntelli- gentsía Menntaskólans á Ak- ureyri leggur saman sína and- legu krafta og beinir þeim í einn farveg, getur útkoman ekki orðið önnur en . . .. ? - , zgngm ' I Guðm. Heiðar. og píndur? Ég er þó varla að færa mér eymd hans í nyt?“ Því aðeins eru ferðalög gagnleg að svona sé spurt, en ekki hvort rommið sé skenkt ómælt. Það verður að leysa ferða- málavandræði 5. bekkjar á annan hátt en með því að leggja þungan söluskatt á helztu nauðsynjavörur, — sem kemur þyngst niður á hin um efnaminni. — Ef ekki verð ur lát á þessari féflettingu a. m. k. næsta vetur, ættu fé- lagshyggjumenn að sýna hug- myndir sínar í verki: Stofna pöntunarfélag til að útvega fé lagsmönnum „sem bezta vöru á-sem vægustu verði.“ Þar með yrði grundvellin- um kippt undan þessum gróða bisness. Leita yrði eftir fjár- munum utan skólans, — eða það sem bezt væri: fá ríkið til að styrkja þá sem lokið hafa 5. bekkjarprófi eða sam- bærilegu prófi til utanferðar, og yrði það talinn ómissandi liður í menntun þeirra. Eins gæti hér orðið um lán að ræða. Er það öllu eðlilegra,— Sem sagt: niður með allan gróðabisness í skólanum, nið- ur með íhaldsmengun andans. Spect. 3 LITLI-MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.