Muninn

Árgangur

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 6

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 6
Litli-Muninn Útgefandi hf. Skólafélagið Huginn, Akureyri. Framkvæmdastjóri Sumarliði R. Vagl. Ritstjórar Jón Guðmunz, 2455-0109. Aðstoðarritstjórar Spectator Ásmundsson, Tóti Matt. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjórar Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Samband frá skiptiborði. Auglýsingar Áskriftargjald kr. 225.00 á í lausasölu Maggi Snædal. Stebbi Stef. Bjössi Garðars. Eiki Bald. Stofa 8, Terían o. fl. Sími 12481 (5 línur). Norðurbyggð, sími 21767. mánuði innanlands. — ókeypis — eintakið. TANNHJÓL OG TÖLVUR, - EÐA HVAÐ? Hingað í skólann er kom- ið merkilegt tæki, Canon reiknivél eða smátalva. Hún hefur allmörg minni og á ein um stað á ásláttarborðinu stendur „Programm" og á þessum fleti er takki sem á stendur „on“ og „off“ og annar þar sem á stendur „operate“ og „learn.“ Stundum finnst mér sem bekkurinn sem ég er í sé eintómar Canon-smátölvur. í upphafi tímans stillir kenn- arinn allar á „on“ og hinn takann á „learn“, síðan spil- ar hann tólfhent á allt sam- an. Og þessar smátölvur inn byrgða formúlur og kvaðrat- rætur, funktionir og formúl- ur af mikilli áfergju og mala og suða af eintómri ánægju. Síðan allt í einu tekur kenn- arinn eina af þessum mask- ínum upp að tflunni. Hann gætir þess að stilla af „learn“ yfir á „operate" og pikkar makindalega á skíf- una hvað eigi að ópereita (sem hann reyndar les upp úr dæmaheftinu. Kennarinn er líka talva, hann er stór IBM-talva). Nú, allt gengur ljómandi vell. Canon-smá- talva innbyrðir rétt og óper- eitar frábærlega. Sumar bera af, aðrar slak- ari, eins og gengur. Ein t. d. er áreiðanlega með þræði og transitora vitlaust saman tengda. Stundum þegar hún er stillt á ,,learn“, fer hún að ópereita, sem er nú ekki svo voðalegt. En verst er að hún ópereitar ekki kvaðrat- rætur og tölur, sem væri þó eðlilegt. Hún tekur upp á því að ópereita sjálfstætt með alls kyns orð og það meira að segja djöfulleg orð. Slíkri tölvu er ekki hægt að gefa hátt á prófi. Það er augljóst mál. Hún er raunar engin Canon-smátalva. Hún er því þarna á röngum forsendum. En það er orðið full seint að gera nokkuð í málinu, svo ætli hún fái ekki að vera með, bölvuð. Tölvu-lífið gengur sinn vanagang. í vor verður sett- ur gæðastimpill á allar smá- tölvurnar. Hvítur stimpill með stjörnu í — allar sam- an eins. Þó þetta sé lýsing á þeirri deild sem ég er í, þá er ekki þar með sagt að hún sé neitt sérstök hvað fag-idjótisma við kemur. — Síður en svo, síður en svo. Þetta er svona alls staðar. Enda ekki nema von. Skólinn og öll þjóðfé- lagsuppbyggingin stefnir ó- trufluð að þessu göfuga markmiði. Til að auka hag- vöxtinn, velferð og framfar- ir — mikil óslcöp. öll vel- sældin hefur mikil dásamleg heit í för með sér, því við er- um eins og tannhjól í einni risavaxinni og ógeðslegri vélasamstæðu, eða eins og talva, sem er mótuð í gata- spjöldum með okkar á- kveðna ferli götuðum þar á — og drullu. Hvað er þá til ráða? Það er til lítils að krjúpa á knjánum og biðja hvísl- andi röddu: „frið, frið.“ Á meðan argandi, gargandi, — tryllitæki og blikkbeljur, — geysa og þeysa allt í kring. Slíkt er rammasta óraunsæi. Við verðum að spyrja. Hví er lögmál ofbeldisins ríkj- andi, þegar allir (svo til) vilja æðra lögmál kærleika og réttlætis? Og við verðum að svara og leita skýringa. Þá komumst við brátt að raun um að það stoðar lítt að krjúpa og biðja. Þau öfl sem standa að baki þessu kerfi, stríðs og hörmunga, þ. e. valdahópurinn, auðmenn allra landa, þeir gefa sig ekki við vænir einar. Okkur ber að hafna al- gjörlega þeirra hugmynda- fræði, sem byggist á kapp- hlaupi eftir efnislegum gæð- um og lífsþægindum. — Af erlendum vettvangi — - - SÉRSTÆTT ANDRÍKI Nýlega barst í vorar hend- ur skólablað þeirra MT-inga, — Andríki. Ber nafngiftin ó- neitanlega vott um þann sér- stæða húmor, sem þrífst sunn an heiða — og reyndar sér víða stað í þessu blaði. Hér er ekki. ætlunin að halda uppi ,,gagnrýni“ á blað þetta í venjulegum skilningi, fremur en önnur blöð, sem oss berast. En fyrir undarlega rás eða hnyttni sögunnar, hafa skapast nokkuð sérkennileg — í aðra röndina skemmtileg — tengsl milli MA og MT. Ber þar vitaskuld hæst heimsókn Gunnlaugs Stefánssonar til vor, og í annan stað hið klass- íska verk Einars Brunnæings, „Skömm MT“ — sem e. t. v. hratt skriðunni af stað. — Vegna þessara samskipta og svo hins, að 3. tbl. Andríkis er að miklu leyti helgað vík- ing Gunnlaugs kratakappa í norðurveg (vona ég að engum þyki, þólt vér notum íslend- ingasagna stíl um dramatísk- ustu atburðina) — báðu rit- stjórar „Litla Munins“ undir- ritaðan að fara um Andríki nokkrum orðum, — eins kon- ar móttökukvittun. Það sem fyrst vekur at- hygli vora í MT-blaðinu er drungaleg mynd af Magnúsi Snædal í andlátsramma — og þar fyrir neðan standa orðin: Grýla gengur aftur. (Afar and- ríkt). En með því að fikra sig niður síðuna, getur þar að líta grein, sem einhver Þórhallur Þröstur Ásmundsson, sem skrifar þessa grein, þreifaði fyrst fyrir sér í skáldskap, en hafði ekld hæfi- leika. Nam byltingarhagfræði í AI- sír í tvö ár, tök þriggja mánaða moldvörpukúrsus í Kína, en sneri sér að hreppapólitík og bókmennta gagnrýni þegar heim kom. Kennir nú kristnifræði við barnaskóla á Raufarhöfn. — Helztu rit hans eru nokkrar hjartnæmar minningar- greinar um Framsóknarflokkinn. — Myndin er tekin eftir 10 ár. Tr. Tryggvason hefur saman setta. Hún er stórbrotið lista- verk. Er það undarlegt, að vér höfum eigi heyrt manns þessa getið, slíkur húmoristi sem hann er. Þarf ekki að hafa um það fleiri orð, en með þessari grein er allt starf hernámsand stæðinga í sex hundruð sum- ur hrunið niður í grunn. — Mest hrifumst vér þó af stíl- brögðum höf. — og höfum af veikum mætti reynt að beita aðferð hans hér. - - VEITZT AÐ MT-MÖNNUM „Bæði er nú, at mikit er sagt frá fíflinu Ingjalds, enda deilisk þat nú h'eldur víðara en ek hugða.“ — í næstu grein er Litli-Muninn (LÍM- blaðið) heldur ósmekklega orð um barinn. Sagt er, að þar sé „mikið hallað réttu máli“, „veitzt að MT-mönnum“, „svívirðilegar árásir" á GS, og „allt gert til að misskilja orð manna“; blaðið „braut í bága við þá almennu skoðun“, að blaðamenn Litla-Munins ættu að segja frá þinginu og skoð- unum þingfulltrúa, en ekki „sóa peningum“ til að „koma sínum persónulegu skoðunum á framfæri." — Sem sagt í- haldssturta. Ekki nennum vér Framhald á bls. 10. Skólinn og hans uppbygging er hluti af heildarkerfinu. Hann er okkur næstur, því er eðli- legt að einbeita sér að honum. Skólinn okkar er spegilmynd þjóðfélagsins eins og það var fyrir tíu árum. Þau tálcn, sem nú eru efst á lofti og dæma um- rædda hugmyndafræði til dauða, eru ekki enn farin að hafa áhrif á spilverk skólakerf- isins. Tákn eins og mengunin sem kerfið er ófært að leysa vegna innri mótsagna sinna. — Streitan sem skapast líklega af hinni ónáttúrulegu samkeppni og áreitni borgarlífsins. Offjölg unin sem er m. a. afleiðing mið- sækni auðmagnsins og þeim gíf urlega ójöfnuði sem skapast af því. Og svona mætti lengi þylja upp nánast óleysanleg vanda- mál heimsins. Það þarf enga sérstaka skarpskyggni til að sjá hvert stefnir. Er ekki kominn tími til að öskra? Hætta að heimskast sem viljalaust verkfæri í sínum af- markaða kassa (eða fagi). — Hætta að krjúpa og biðja, held- ur öskra. Ryðja þessum rudda- skap gróðahyggjunnar úr vegi með öllum sínum sundurétnu blekkingum. Hætta að miða allt okkar starf við steinkassa og blikkbeljur. Gefa skít í kerfið. Skólinn okkar, stofnunin sú er sálarlaus og hugsar ekkert. Hún er önnum kafin við að framleiða fagidjóta handa kerf inu. Og kerfið hóstar og stynur undan öllum gagnrýnum þjóð- fðlagsverum. Það vill ekkert nema fagidjóta. Atvinnuvegirn- ir krefjast þess. Skólinn á ein- göngu að fullnægja þörfum at- vinnulífsins eins og prófessor Ólafur Björnsson sagði eitt sinn en hann var einn helzti áhrifa- maður um stjórn efnahagslífs- ins um árabil. Nú fyrir nokkrum árum var samin reglugerð, sem hafði fag- idjótisma náttúrlega ofarlega ofarlega á blaði, — en, samt bólaði þar á ýmsu sem gott er. Manngildi, sjaldgæft orð í öllu lífsgæðakapphlaupinu, — það hlaut nokkra meðferð og má finna eina og eina grein í reglu gerðinni, sem setur manngildi á oddinn. En reglugerð er bara reglu- gerð og vinstri sinnaður ráð- herra er bara vinstri sinnaður ráðherra. í menntaskólunum sitja enn á sínum rössum íhalds samir ráðamenn og framkvæma helzt ekkert af því sem reglu- gerðin vill. Þeir eru bara íhalds samir og það er okkar vanda- mál fyrst og fremst. Það erum við, þolendur ósómans, kenn- arar og nemendur, sem verðum að sjá svo um að breytingarnar komist í framkvæmd. Hér dugir ekkert „elsku mamma". Það má ljóst vera, að vinur okkar, krjúpandi og hvísl andi sínar bænir út af fyrir sig, í sínum ldefa, hann knýr ekkert á og kemur engum til að hugsa. Hér er ærið verk að vinna og krefst aðgerða sem knýja á. Hér er enginn kommúnismi á ferð, það er rétt að vekja athygli á því. Hér er aðeins um það að ræða, hvort yfirvöldum skól- anna eigi að lýðast að sitja á nýju lögunum um menntaskóla og reglugerðinni. Fremja Iög- brot. Hér þarf algjöra samstöðu. Fyrr eða síðar verður hver og einn knúinn til að taka afstöðu til umhverfisins, afstöðu til skólans. Þegar til kastanna kem ur, er enginn hlutlaus í þeim leik. Þeir, sem ekki eru með okkur í umbreytingum þjóðfé- lagsins, þeir eru á móti okkur. Það ,er ekkert til sem heitir hlutleysi. Minnumst þess. Haukur. LITLI-MUNINN - 6

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.