Muninn

Árgangur

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 7

Muninn - 20.01.1972, Blaðsíða 7
 Menntaskólinn á Akureyri, útihús. Ljósm. G.Þ. HÆLISBREF . Miðvikudagurinn 19. jan. . 1. des. Þær voru nokkrar, stelpu- gálurnar, sem vildu, að á 1. des.-hátíðinni góðu yrðu ein- tóm skemmtiatriði eins og það var kallað. Var þá átt við, að sagðir yrðu brandarar og grín á kennara o. s. frv. „Engin pólitík", var aðal-krafan. Auð vitað ljáði enginn svona tung- um eyra. Kröfur sem þessar byggjast á svo algjörum for- dómum og vitleysu, að flestir sjá í gegn. Eitt sinn var líka til fóllc, sem sagði, að engin pólitík mætti birtast í skóla- blaðinu. Það fólk er algjör- lega horfið. A. m. k. þessi skoðun þess. Það eru sífellt flciri að gera sér grein fyrir því, að pólitík er í öllu, og að ástæðulaust sé að bera kinn- roða fyrir stjórnmálum, því lífsafkoma oklcar byggist á pólitískri baráttu. Enda fór það svo, að við kusum heldur að helga 1. des. pólitískri baráttu. Ekki bar- áttu fyrir neinu sérstöku mál- efni, heldur almennt fyrir þol- anlegri heimi, bærilegra lífi. Framkvæmd dagskrárinnar, hrafnaþingsins, tókst með áí gætum að allra dómi. Svo mik il var ánægjan með hátíðina í heild, að hún virðist hafin yfir alla gagnrýni. Þeir sem mest hömuðust gegn 10 manna nefndinni og þeim breytingarmönnum hafa nú keppst við að lýsa ánægju sinni með fyrirtækið. Hefur það sýnt sig, að þetta fyrir- komulag sem upp var tekið er mjög heppilegt. Er því sjálf sagt að setja inn í lög Hug- ins þá tillögu, sem samþykkt var á Skólafundinum forðum, um 10 manna nefndina o. fl. Ég hygg, að enn fleiri nýj- ungar mætti taka upp í sam- bandi við framkvæmd hátíð- arinnar, svo sem að öllum verði frjálst að starfa í þeim undir-nefndum, sem þeir hafa áhuga á, í stað þess að ein- göngu sé valið í þær, eins og hefur verið, o. fl. breytingar mætti gera í þeim anda, sem markaður var með breyting- unum nú, þ. e. að gefa opnari leið öllu áhugafólki til starfa og áhrifa, í stað þess að loka öllum dyrum að félagslífinu með embættismönnum og of- stjórn að ofan. Qagnrýni Ef ég ætti að gagnrýna t. d. Hrafnaþingið, þá er aðallega eitt umtalsvert atriði, sem ég vil nefna. Mér þótti sú ádeila, sem fram kom, ekki nógu markviss og ákveðin. jafnvel engu líkara en að semjendur efnisins hefðu ekki gert sér fyllilega grein fyrir, hvaða öfl það eru, sem stjórna heimin- um, t. d. eru valdendur að stríði. Að vísu var tónverk þeirra Ella, Harðar og Svenna þar undanskilið. Það beindist mjög ákveðið að hernum á Vellinum, komma-fobíunni og stríðsrekstri Bandaríkjanna. Voru margir kaflar í þessu tónverki mjög góðir að minu viti, þó tæknilegir gallar spilltu fyrir. Að öðru leyti en þessu er ég í erfiðri aðstöðu til að gagnrýna hátíðina, og geri það ekki frekar. Hins vegar hvet ég til þess að hún verði óspart gagnrýnd. Ekki má fyrirkomu lagið staðna í þessu formi, þó að vel hafi tekizt til. Alltaf má gera betur. , Félagslif Það sem af er vetri var fé- lagslíf almennast og mest við sköpun 1. des;-hátíðarinnar. Nú liefur leikfélagið hafið æf- ingar og í byrjun febrúar hefst starf við Feita-Muninn. I sam bandi við þetta þrennt er fé- lagslífið í skólanum mest. Því það lcalla ég raunverulegt fé- lagslíf, þegar stór hópur manna hefur samvinnu og samskipti um sköpun ein- hvers, t. d. blaðs, leikflutn- ings o. þ. h. Gallinn við störf undirdeildanna er sá, að þar er yfirleitt mjög fámennur hópur (stjórnarlimir deild- anna), sem framleiða handa fjöldanum, sem einungis eru þiggjendur. B/oð/ð Svipaða sögu er að segja um Litla-Muninn, því af tæknilegum ástæðum geta varla fleiri en 5 —8 menn unn ið hvert blað. Til að gefa sem flestum kost á því félagslífi, sem Litli-Muninn býður upp á, höfum við reynt að leyfa sem mest nýjum mönnum að spreyta sig við hvert tölublað. Er meiningin að gera þetta í enn ríkara mæli í næstu blöð- um. Er einstaklingum og/eða klíkum bent á að hafa sam- band við ritstjórn, ef þeir hefðu áhuga á blaðaútgáfu. Kemur einnig sterklega til greina að ritstjóri Litla verði annar en einhver úr ritnefnd, eins og hingað til hefur verið. Taugatitringur i M.T. og í/M-Jb/ng/ð Ein af skemmtilegri uppá- komum í skammdeginu var heimsókn goðorðs-manna úr MT. En eins og menn rekur minni til líkaði þeim MT-ing- um ekki allskostar efni 4. tbl. Litla-Munins. Ekki er nema allt gott um það að segja að þeir skyldu reiðast skömmun- um — þeim er þá ekki alls varnað. En það, hvernig þeir brugðust við, er stórfurðulegt og skemmtilegt í senn. Þó allt illt megi segja um þá MT-inga og þeirra endemis íhaldspóli- tík, þá verður ekki af þeim skafið, að kímnigáfa er þeim í blóð borin. Þeirra ráð var nefnilega það, að senda Gunn laug nokkurn Stefánsson við annan mann hingað norður að rótum meinsins. Skyldu þeir leiðrétta þann ótætis „mis- skilning“, sem grasseraði svo mjög í Litla-Munin (LÍM- blaðinu). Að vísu var ferð þessi engin frægðarför né ár- angursrík, en samt ánægjulegt að fá svona gesti í heimsókn. Eitt var þó á þessu að græða. Nú veit þorri manna, hvursu fáránlegar forsendur voru fyrir brotthlaupi íhalds- fulltrúanna af LÍM-þinginu forðuin. Eins og allir vita, var það tillaga um stuðningsyfir- lýsingu við 1. des. hátíðahöld stúdenta, sem olli öllu fjaðra- fokinu. — íhaldsfulltrúarnir sögðu tillöguna flokkspóli- tískt mál og hlupu af þingi!! Gunnlaugur þessi Stefáns- son (einn af brotthlaupsmönn unum), var meðal annars spurður að því, hvernig þeir brotthlaupsmenn skilgreindu flokkspólitísk mál. Svaraði hann því til, að það væru þau mál, sem stjórnmálaflokkarnir hefðu á stefnuskrá sinni og hefðu ályktað um. Má öllum ljóst vera, að flokkarnir kappkosta að hafa öll mál og málaflokka á stefnuskrám sínum. M. a. hafa þeir allir ákveðna stefnu í skólamálum og málefnum menntaskólanna. Þannig er allt LlM-þingið á flokkspólitísku sviði, og þó sérstaklegá ályktanir í líkingu við námslaun, sem er rriikið grundvallaratriði í þjóðfélags- uppbyggingunni og umdeilt meðal stjórnmálaflokkanna. Málflutningur útgöngu- manna byggist á furðulegri notkun ýmissa hugtaka, svo sem: hagsmunapólitík, sérhags munapólitik, flokkapólitík o. s. frv. En þeir skilgreindu aldrei þessi hugtök. Þess vegna komu blekkingarnar í sambandi við hugtökin ekki nógu berlega í ljós. Sá munur, sem er á þessum hugtökum, er sáralítill. Póli- tík er í öllu. Hér er aðeins um ýmis blæbrigði að ræða, sem getur verið gott að hafa í handraðanum, þegar það á við. Fráleitt er að hafna viss- um málum á þeim forsendum, að þau séu flokkspólitísk og því ekki á sviði þingsins. Þetta er beinlínis hlálegt, enda sting andi mótsögn, eins og bent var á að framan. Auk þess sem þessi tillaga um 1. des. var sennilega ein af fáum, sem enginn stjórnmálaflokkur hef ur ályktað beint um. Það ger- ir brotthlaupið enn fáránlegra. Vil ég skora á brotthlaups- menn og áhangendur þeirra að setjast niður og skilgreina LÍM-þingið og stöðu þess. Skil greina þau hugtök um pólitík, sem þeir hafa hvað mest not- að og ég gat um hér að fram- an. Ábyrgbarleysi Það er mín skoðun, að þing ið eigi að álykta um öll þau mál, þar sem nemendur hafa einhvern boðskap að flytja. Enda útilokað að draga ein- hverja markalínu milli hags- muna nemenda annars vegar og hagsmuna þjóðarheildarinn ar hins vegar. Auk þess sem það er algjört ábyrgðarleysi gagnvart heildinni að neita að fjalla um þjóðfélagið á breið- um grundvelli. Framkoma brotthlaups- manna er þjónkun við valda- stétt þjóðfélagsins, því þeir sem neita að gagnrýna heildar þjóðfélagsstrúktúrinn stuðla að „status qou“ í þjóðfélag- inu. Þessir menn vilja aðeins berjast fyrir forréttindum sér og sínum til handa. Þetta er ábyrgðarleysi, sem. ber skil- yrðislaust að víta. Auk þess er það sérstakt ábyrgðarleysi af brotthlaupsmönnum að hlaupa af þingi, því þar með skópu þeir óeiningu og stuðl- uðu að klofnun Landssamb. íslenzkra menntaskólanema. Eða var það beinlínis ætlan þeirra, að koma með þessum hætti í veg fyrir fleiri vinstri- sinnuð þing? Naubsyn almennra umræðna Um það leyti, er skólinn var að byrja í haust, setti ég á pappír hugmynd um röð af einhvers konar hringborðsum ræðum með þátttöku kennara og nemenda. Ég hafði hugsað þessar umræður fyrst og fremst um skólann, en auð- vitað er ekki hægt að slíta skólakerfið úr samhengi við þjóðfélagið. Því yrði þjóðfé- lagskerfið einnig til umræðu. Eftir að LÍM-starfshóparn- ir voru búnir að starfa saman af kappi, bjóst ég við, að hægt yrði að koma þessum Umræð- um af stað. Ekki varð úr því Framhald á bls. 10. 7 - LITLI-MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.