Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1972, Qupperneq 1

Muninn - 01.03.1972, Qupperneq 1
LITLI-MUNIMM 10. tbl. 44. árg. 1972 Ritnefnd: F. Haukur Hallsson (að alritstj.), Eiríkur Baldursson, Þór- ólfur Matthíasson, Sumarliði Is- ieifsson, Björn Garðarsson. Ábm. Einar Kjartansson. KOSNINGABLAÐ Hægri menn Á nýafstöðnum aðalfundi Hugins höfðu hægri menn sig nokkuð í frammi og reyndu meðal annars að hindra stofn- un Þjóðmáladeildar og að kippa fjárhagsgrundvellinum undan skólablaðinu. Þetta kom ekki með öllu á óvart. Undanfarin tvö ár hef- ur aldrei mátt gera nokkurn hlut vel hér í félagslífinu, svo íhaldið væri ekki komið á stúf ana í mynd Steindórs, Sigur- geirs, „56“ o. s. frv., eða alls þessa. Oftast hefur atburða- rásin verið sú, að Steindór hefur gefið rásmerkið en síð- an hefur öll hersingin fylgt á eftir. Þessi ,,taktík“ íhaldsins sá fyrst dagsins ljós skömmu eft- ir stofnun Þjóðmáladeildar, þegar sýnt var, að hún ætlaði ekki að láta standa við orðin tóm og dreifði blaði, þar sem ýmis „skelfileg" áform — í augum íhaldsins — voru birt. Það átti að reyna að efna til virkrar þjóðmálaumræðu í skólanum, og það var fitjað upp á ýmsum nýjungum í starfsháttum, svo sem um- ræðuhópum og meiri dreif- ingu valds en áður hafði tíðk- Fréttatilkynning bráðabyrgðabyltingar* nefndarinnar í býtið 25. febrúar var dreift í Menntaskól- anum á Akureyri Skólablaðinu „Minnsta- munin“, þar sem settar voru fram helztu kröfur nemenda um úrbætur í skólamálum. Kl. hálf níu fóru svo allir nemendur úr kennslustund og héldu fund, þar sem kröf- urnar voru ræddar og skólamál almennt. Þátt tóku í umræðum skólameistari, kenn- arar og nemendur. Borin var upp eftirfarandi tillaga og sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta: „Fjölmennur fundur nemenda og kenn- ara í MA lýsir megnri andúð sinni á þeim seinagangi, sem orðið hefur á framkvæmd rgelugerðarinnar. Fundurinn vill leggja sérstaka áherzlu á eftirtaldar greinar reglugerðarinnar, sem hann telur að hafi verið freklega hundsað- ar: 14.-18. grein og 72. grein, sem fjalla um skyldur skólans við nemendur og rétt nem- enda. Fundurinn vill einnig leggja sérstaka á- herzlu á að raunverulegu lýðræði verði kom ið á í stjórnun skólans og einræðisaðstaða yfirvalda þar með afnumin. Fundurinn vill einnig minna á grundvall aratriði eins og þau, að nám sé vinna og skólinn sé vegna nemenda. Vill fundurinn að grundvallaratriði þessi verði viðurkennd af skólayfirvöldum í raun. Fundurinn vill ennfremur ítreka þær kröf ur vistarbúa, að vistarmál verði tekin til gagngerrar athugunar með hliðsjón af kröf unum.“ Verkfall þetta stóð fram yfir hádegi. í félagslífi ast. Eftir að Steindór hafði ráðist á stjórn deildarinnar á sal, lögðu hægri menn með Sigurgeir í broddi fylkingar allt kapp á að eyðileggja deild ina og svifust einskis í því efni. Ég ætla ekki að rekja þá sögu nánar, enda hefur það verið gert mjög vel af Þresti Ásmundssyni í blaði, sem deildin gaf út. - - BLAÐIÐ í fyrravetur var einnig farið inn á nýjar leiðir í útgáfu skólablaðsins. Steindór gerði sér þegar grein fyrir því, að þarna var ,,hætta“ á ferðum og réðist á ritnefnd blaðsins með rakalausum svívirðingum á sal og líkti henni meðal ann ars við 5. herdeild nazista. Að sjálfsögðu fylgdu hægri menn úr hópi nemenda á eftir og höfðu meðal annars við orð að láta ritnefnd borga blaðið. Ekki var gerð alvarleg til- raun til þess að framkvæma þetta þá, en hægri menn sýndu hug sinn til blaðsins með því að styðja til embættis ritstjóra mann, sem að vísu var ekki pólitískur skoðana- bróðir þeirra, en hafði annan miklu stærri kost í þeirra aug um, sem sé, það var vitað, að hann var alls ekki reiðubúinn að leggja á sig það mikla starf sem fylgir ritstjóraembættinu. Það kom því sannarlega ekki á óvart, að hægri menn sættu sig eklci við þá grósku, sem verið hefur í blaðaútgáfu hér í vetur. Þegar Steindór síðan gaf þeim rásmerkið — nú ekki á sal, heldur á kenn- arafundi og í Vísi, þar sem hann kallaði aðstandendur blaðsins rógbera, — var geng ið beint til verks.' Það kom fremur á óvart, að þeir skyldu vanmeta nemend- ur svo ferlega að leggja fram á aðalfundi Hugins aðra eins endemis dellu og tillögu Hjartar Gíslasonar og Sig- björns Gunnarssonar. Að vísu Framhald á bls. 4. Við atkvæðagreiðslu á tillögunni hér til vinstri á síðunni. Ljósmynd Sig. Jóh. Ávarp Björns Garðarssonar / verkfallinu Kæru skólasystkin. Nú í dag er stund mótmæl- anna. Við erum að mótmæla, mótmæla því, hve kröfur okk ar hafa verið troðnar í svað- ið. Mótmæla stöðnuðu menntakerfi, mótmæla stöðn- un í stjórn skólamála. Við höfum talað, skrifað í blöð og haldið þing, sem nefnd hafa verið Landsþing íslenzkra menntaskólanema. Alltaf settum við fram kröf- ur, alltaf hafa þær verið snið gengnar. Á landsþingi því, er síðast var haldið, hélt menntamála- ráðherra. Magnús T. Ólafs- son, ræðu, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni, að hann teldi að menntaskólanemar í dag stæðu fyllilega jafnfætis háskólastúdentum fyrir 10 til 20 árum hvað andlegan þroska snerti. Ég er mjög sammála þessari skoðun ráð- herra, að því þó undanskyldu að ég tel eklci að svo sé, held- ur er sannfærður um það. — Meðal menntamanna um all- an heim hefur orðið sú breyt- ing á síðustu árum, að þeir hafa gert sér betur og betur grein fyrir stöðu sinni innan þjóðfélagsins og þess réttar, ■sem þeir þar eiga. Þeir hafa séð, að ef lýðræði ætti að ríkja í einhverri mynd í skól- um, yrðu þeir að fá aukin völd í stjórnun þeirra. Mennta menn halda uppi víðtækri þjóðfélagslegri gagnrýni, því þeir gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að skólinn er að- eins hluti af þjóðfélaginu, og ef um verulegar breytingar verði að ræða í menntamál- um, verður þjóðfélágið einnig að breytast til muna. Nú er komið að okkur. Nú eru það við, sem höfum sett .fram kröfur til stjórnvalda og erum í dag að gera ítrekaðar tilraunir til að vekja á þeim verðskuldaða athygli. Að vísu hafa stjórnvöld sýnt viðleitni. Sú viðleitni birtist í formi fal- legrar reglugerðar og fallegra laga, gerð fyrir menntaskóla. Staðreyndin er hins vegar sú, að falleg reglug. og falleg lög duga skammt sé um jafn slæ- Framhald a* bls. 4.

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.