Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1972, Blaðsíða 2

Muninn - 01.03.1972, Blaðsíða 2
SKÓLAMÁLAÞIIMG I MA (eftírhreyiur frá 9. tölublaði) • FRÁ HÓP UM FRAM- TÍÐARVERKEFNI Þingið ályktar að gefa skuli 6. bekk næsta vetur kost á valgreinum, ennfremur telur þingið að meiri rækt verði að leggja við valgreinar og hafa þær meira í huga við ráðning ar kennara en verið hefur. • II. ÁLYKTANIR UM REGLUGERÐ UM MENNTASICÓLA 1. Þingið leggur þunga á- herzlu á að 2. grein verði framfylgt í hvívetna og bend- ir sérstaldega á síðasta atrið- ið, þ. e. að búa nemendur undir þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins. 2. Þingið leggur til að at- hugað verði, hvort 10. gr. I a), sá hluti hennar sem varðar lengd meðalkennslu- stundar, eigi rétt á sér. 3. Þingið ályktar, að leik- fimi eigi að vera valgrein. 4. Þingið telur, að kapp- kosta beri að auka skiln- ing nemenda á listum og þeim á þann hátt gert auðveldara um vik að njóta þeirra. 5. Þingið telur, að taka eigi upp kennslu í hagfræði í kjarna. Rökstuðningur: Þar, sem ætlast er til að allir þegnar þjóðfélagsins séu færir um að taka pólitíska afstöðu og greiða atkvæði í alþingiskosn ingum, má augljóst vera, að nauðsynlegt er að allir þjóð- félagsþegnarnir hafi góða þekkingu á hagfræði. 6. Þingið vill vekja athygli á eftirfarandi málsgrein í reglugerðinni ‘10. gr.): .,Auk framangreindra kjörsviða koma m. a. til greina við- skiptakjörsvið, iðnaðar- og tæknikjörsvið, tónlistarkjör- svið og myndlistarkjörsvið.“ 7. Þingið vill vekja athygli kennara og nemenda á á 14. og 15. grein reglugerð- arinnar. 8. Þingið lýsir vanþóknun sinni á því, hve 17. grein hefur verið vanvirt. Með hlið- sjón af því vill þingið hvetja nemendur og kennara til að kynna sér 17., 18. og 72. gr. með tilliti til þess réttar, sem nemendur eiga. 9. Þingið leggur til, að við 16. gr. bætist: Nemendur skuli eftir því sem hægt er innan hverrar námsgreinar ráða stefnu í vali námsefnis. 10. Þingið Ieggur til, að b- liður 26. greinar falli nið ur og að önnur málsgrein 20. gr. verði svohljóðandi: Eink- unnin miðist við frammistöðu nemandans á önninni, en þeim sem þess óska skal gef- inn kostur á prófi, og gildir þá hærri einkunnin. 11. Þingið leggur til, að seinni málsgrein 25. gr. hljðði svo: Ef aðaleinkunn er undir lágmarki í fleiri en þremur greinum, telst nem- andinn óhæfur til að stunda nám á næsta námsáfanga, án tillits til fullnaðareinkunnar hans (sbr. þó 27. gr. um af- burðahæfileika). 12. Þingið leggur til, að 29. grein verði svohljóðandi: Próf í lok námsáfanga eru skrifleg þar sem því verður við komið. 13. Þingið lýsir yfir ánægju sinni með framtak Gísla Jónssonar til framdráttar annakerfi í MA. Sbr. próftil- högun í íslenzku og sögu. 14. Með tilvísun til 17. gr. telur þingið, að fella beri niður seinni málsgrein 45. gr. 15. Þingið telur, að þær kröf ur, sem 50. gr. gerir ráð fyrir til menntaskólaprófs, séu of miklar miðað við þau rétt- indi sem það veitir. 9 16. Þingið leggur til, að 4. grein 3. liðar A kafla 53. gr. hljóði svo: Deildarstjóri velur kennslubækur og ákveð ur yfirferð námsefnis í hverj- um námsáfanga í samráði við aðra kennara í námsgreininni og nemendur, og sker úr, er ágreiningur verður. Hann hef- ur eftirlit með prófgerð í sinni grein og samræmir einkunna- gjöf o. s. frv. Sú breyting, sem þarna er um að ræða, er að nemendur verði hafðir með í ráðum við val námsefnis og ákvörðun á yfirferð. 17. Þingið leggur til, að á á- kvæðum um námsráðu- naut verði gerðar þessar breyt ingar: Menntaskóli með 500 nemendur skal hafa námsráðu naut í fullu starfi, er mennt- aður sé sem uppeldisfræðing- ur, sálfræðingur eða félagsráð gjafi. (Alls ekki uppgjafakenn ari). Þessi ályktun er efnislega samhljóða ályktun sem gerð var á síðasta Landsþingi menntaskólanema. 18. Þingið er andvígt ákvæð- unum um félagsráðunaut og telur þau vítaverða skerð- ingu á félagslegu athafna- frelsi nemenda. 19. Þingið ályktar, að tveir áheyrnarfulltrúar nem- enda eigi að hafa rétt til að sitja kennarafundi. 20. Þingið ályktar, að fella beri niður 66. gr.. Þingið lítur svo á, að óviðeigandi sé að menntamálaráðuneytið skipi fyrir um tilhögun félags- mála í skólanum. • FRÁ HÓP UM KENNSLU GREINAR Franska Við teljum, að kennslubók í fönsku, sem kennd er í 5. bekk, sé úrelt. Við höfum samt komizt að þeirri niður- stöðu, að ekki sé ráðlegt að skipta um bók á miðjum vetri, heldur halda áfram með þá bók, sem byrjað var á, en hafa einfaldari stíla og fara hægar yfir efnið og nota nokkra tíma í lok vetrarins til að rifja upp, þar sem yfirferðin hefur verið of ströng það sem af er vetrar. Hópurinn telur að ó- eðlilegt sé, að tvær gjörólík- ar aðferðir séu notaðar til frönskukennslu innan skól- ans, og beri því að samræma þær. Við höfum rætt við frönskukennarann og komizt að samkomulagi um mörg framangreind atriði. Enska í máladeild Samræma ber kennsluað- ferðir í ensku milli máladeilda 5. og 6. bekkjar. í 6. bekk verði hæt tvið að þýða enska texta nákvæmlega yfir á ís- lenzku, heldur verði þeir út- skýrðir á ensku eins og gert er í 5. bekk. Skipta um bók í 6. belck og fá bók, sem stend- ur nær nútímanum. Afnumnd ar verði réttritunaræfingar í 6. bekk og fækka stílum til muna. Nemendum verði gef- inn meiri kostur á að túlka sögurnar sem lesnar eru eftir sínu höfði. Ekki þykir ástæða til að gera neinar athugasemdir við enskukennslu í 5. bekk. Þýzka í máladeild Þjálfa nemendur meira í að tjá sig á málinu. Farið verði yfir málfræðina í heild einu sinni á vetri í öllum bekkjum. Þess er einnig vænzt, að nem- endur í 5. bekk sýni þann þroska að vera til friðs í tím- um og trufli ekki kennsluna með óþarfa kjaftavaðli. Náttúrufræði Líffræðibókin er of lang- orð, leiðinleg og ruglingslega uppsett. Einkum þó fyrri hluti Líffræði I. Leggjum við til, að reynt verði að afla nýrrar kennslubókar. Lífga mætti upp á kennsluna með meiri verklegum athugunum. Latína Meira heildarskipulag á lat ínukennslu í 6. bekk. Ekki þykir ástæða tii að gera at- hugasemdir við latínukennslu í 5. bekk. íslenzka Taka þyrfti bókina Þættir úr íslenzkri bókmenntasögu, til rækilegrar endurskoðunar. í henni er of mikið af ná- kvæmum ártölum og smáatr- iðum urn höfundana sjálfa og ætt þeirra. Meira verði skrif- að um verk þeirra, þannig að gefist betri umræðugrundvöll ur um þau. Islenzk málfræði eftir Hall- dór Halldórsson er of ítarleg til að kenna á þessu skóla- stigi, aulc þess er bókin mjög þurr og óaðgengileg. Lesa meira af bókmenntum nýrri höfunda. Æskilegt væri, að veita mönnum tilsögn í fram- sögn, t. d. hafa æfingatíma í því einu sinni í mánuði. Saga Endurbætur á kennslufyr- irkomulagi: Þingið telur, að ef miðað er við 3 tíma á viku, þá mætti nota 2 til fyrirlestra halds, þar sem kennarinn kæmi með undirbúna fyrir- lestra, það sem hann setji efn ið skýrt fram, dragi fram rnilc ilvægustu atriðin, í tímanum sem eftir er yrði bekknum skipt í hópa, sem veldu sér efni í samráði við kennarann og ræddu um það. Hraðar verði farið yfir fornaldarsögu en mun meiri áherzla lögð á kennslu í nútímasögu. I. — Stærðfræði Þingið var sammála um það að stærðfræðikennsla væri yf irleitt í allgóðu lagi, en helzt virðist ábótavant að dæmatím ar fyrir teoríunni eftir í 4. og 5. bekk, og þarf þar einhvers konar samræmingar við. Þing ið telur, að meiri áherzlu þyrfti að leggja á dæmareikn- ing, a. m. k. í náttúrufræði- deild. II. - Eðlisfræði Þingið er sammála um mikla þýðingu tækja við kennslu og telur, að ekki sé nóg gert af notkun þeirra tækja, sem til eru, í almenn- um kennsiutímum, þar sem ýmsar tilraunir auðvelda nem endum mjög skilning á við- komandi verkefnum. í því sambandi vékur þing- ið athygli á þörf fyrir aukinn tækjabúnað á sviði eðlisfræð- innar og hvetur til að þeirra verði aflað - eftir fremsta megni. Áherzlu þarf að leggja á samræmingu stærðfræðinnar og eðlisfræðinnar, þannig að vanþekking á stærðfræði standi ekki eðlisfræðinámi fyr ir þrifum eins og borið hefur á. Þingið var sammála um, að heimaverkefni þau í eðlis- og stærðfræði, sem tíðkast í vet- ur, séu gagnleg en verði þó að miðast við tíma nemenda hverju sinni. Tölvuþáttur Þingið leggur áherzlu á, að með vaxandi vélmenningu í þjóðfélaginu verði stöðugt meiri þörf almennrar kunn- áttu í meðferð rafreikna og talva, og því sé full ástæða til að auka kennslu í meðferð slíkra verkfæra, eftir því sem tök eru á. Sú tölva, sem þegar er til staðar, er rétt spor í þessa átt. III. — Náttúrufræði Þignið álítur, að fyrra hefti Líffræðinnar sé með fádæm- um ruglingslegt, leiðinlegt og langdregið. Kennslan mætti vera meira lifandi. Nokkuð á- berandi má telja, að efni líf- fræðinnar og lífefnafræðinnar er næsta lítið eða ekki að- greint, og er sá samkrullingur víða mjög til baga; verið.er jafnvel að fara í nákvæmlega sama efnið samtímis í báðum fögum, og þarf þar að koma til meiri samræming milli fag anna. (Ath. þetta á auðvitað einungis við um 6. N.). IV. — Atvinnulandafræði Fag, sem full ástæða ér til að leggja rækt við, en það er fyrir neðan allar hellur að kenna nær 20 ára gamla bók í grein þar sem afar mikið veltur á að fylgst sé nákvæm- lega með öllum breytingum frá ári til árs. V. — Saga Þingið er sammála um, að alrangt sé að leggja svo mikla áherzlu á fornaldarsögu sem gert er og telur, að mun meiri ástæða sé til að leggja rækt við sögu síðustu alda. Þá er þingið sammála um, að ríkjandi kennslufyrirkomu- )ag í sögu missi verulega marks þar sem nemendur veita ekki nægilega athygli því sem kennarinn segir. I þessu sambandi væri mun heppilegra að kennarinn varp aði spurningum til nemenda Framhald á bls. 5. 2 - LITLI-MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.