Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1972, Síða 3

Muninn - 01.03.1972, Síða 3
HAUKUR HALLSSON: LEIÐARI Kosningar í raun eru það tvö kerfi, sem virka í þjóðfélagslífi okkar smáa samfélags, skólafélagsins. Annars vegar er það embættismanna- kerfið, sem við kjósum í á laugardag. Hins vegar er það hið starfandi kerfi, svo til alltaf á vinstri vængnum. Þessi kerfi eru auðvitað að nokkru samofin. í síðara kerfinu, þ. e. hinu starf- andi kerfi á vinstri væng, myndaðist sl. vetur vísir að undirmenn ingu (þegar talað er um undirmenningu er átt við menningu lítillar samfélagseiningar í samfélagsheildinni, sem er það ein- angruð, að sérstök menning, frábrugðin menningu samfélags- heildarinnar, getur þróast þar út af fyrir sig). Þessi undirmenning er hluti af sósíaliskri hugsun (eða hug- sjón). Vil ég freista þess að gera henni nokkur skil, þó plássins vegna verði það að vera takmarkað, enda kem ég inn á þessi mál öll betur síðar. Það er eitt af markmiðunum að breyta núverandi skipulagi þannig að allir verði sem virkastir. Verði ekki aðeins þiggjend- ur, viljalaus tannhjól eða þrælar kerfisins, heldur að samskipti þeirra verði á jafnréttisgrundvelli, þannig að samfélagið sé í raun þeirra en ekki aðeins þröngs hóps. (Starfs)hópurinn er tæki til að virkja menn og til að gera þátttakendur virka í sam- félaginu. Auk þess er það markmið að afnema píramídaupp- byggingu núverandi samfélags, þar sem ég geng út frá þeirri forsendu að einstaklingarnir séu svo jafnir, að eðli, að enginn raunverulegur grundvöllur sé fyrir þessari uppbyggingu, heldur eigi að jafna píramídann út. Samkvæmt þessu starfar (starfs)- hópurinn. Þar er enginn viðurkenndur foringi. (Frekari útlistun sleppt að sinni). Þannig miðar þessi hugmyndafræði, undirmenning vinstri manna, að því að gera öllum kleift að vera virkum í félagslíf- inu, án sérstakrar tilkvaðningar ofan frá og á annan hátt að færa valdið út til fólksins, þ. e. skapa raunverulegt lýðræði. Hvernig hefur svo tekizt til við framkvæmd þessa í vetur? Þá er fyrst að nefna, að við Muninn hafa starfað 30 — 50 manns í vetur. Sá kjarni, sem hefur verið fastur við útgáfustarfsemina og aðrar aðgerðir, hefur verið um 15 menn, en atls hafa komið þar við sögu yfir 50. Starfshóparnir, sem stofnaðir voru í haust, hafa aftur á móti lítið starfað. Hins vegar hafa margoft verið stofnaðir óformlegir starfshópar, sem unnið hafa að ákveðnu, takmörkuðu verkefni, en síðan leystir upp að starfi loknu. Á skólamálaþinginu var að síðustu fallist alveg á umrædda hugmyndafræði, og starfaði það á starfshópagrundvelli með ágætum árangri. Andi þessarar hugsunar var einnig ríkjandi við 1. des. undir- búning. Samt er það svo, að mun meiri alúð hefði mátt leggja við framkvæmd þessa hluta hugsjónarinnar. Allir frambjóðendur vinstri hreyfingarinnar eru einhuga um að halda áfram þróun umræddrar stefnu í félagslífi. Ég vil einnig minna á, að svo til ALLIR vinstri frambjóð- endur koma úr röðum þeirra, er unnið hafa hvað mest og bezt við útgáfustarfsemina í vetur. o Ef það sé vilji nemenda yfirleitt, að við höldum áfram að þróa með okkur háleita undirmenningu, þá er vænlegast að styðja vinstri frambjóðendurna, auk þess sem þeir eru þeir einu, sem sýnt hafa í verki dugnað í félagslífi. Sérstaklega vil ég minna á skólaráð og þjóðmáladeild. Við höfum möguleika á að koma títtnefndri undirmenningu yfir á skólann allan með því að beita áhrifum fulltrúa okkar í skólaráði. Eins og lesa má annars staðar í blaðinu, eru þeir Rúnar Sigþórsson og Ingibergur Guðmundsson, frambjððendur í skólaráð, þeir einu, sem beinlínis hafa lýst yfir vilja sínum í að koma málum áfram sem hníga í átt til lýðræðis og virkni nem- enda. Frambjóðendur vinstri manna í þjóðmáladeild eru: Þröstur Ásmundsson (formannsefni), Magnús Snædal, Sigurður Svav- arsson, Hrönn Pálsdóttir og Erlingur Ingvarsson. Allt þetta fólk hefur starfað ötullega í félagslífinu í vetur, og þá einkum að útgáfustarfseminni. Að endingu vil ég hvetja alla til að hugsa sig vendilega um áður en troðið er inn í kjörklefann. Otatotar svara Vegna skrifa þeirra, er birt- ust í 8. tbl. Litla-Munins, og snerta okkur undirritaða að miklu leyti, viljum við allra náðarsamlegast fá að íeggja nokkur orð í belg. Skal þá fyrst nefna grein- ina „Hugleiðingar um heima- vistarskrif, undirritaða af hin- um alkunnu snillingum Sigur- geiri Þorgierssyni og Pétri Guðmundarsyni. þetta fram- tak þeirra félaga er mjög lofs- vert, þar sem þeir virðast hafa margfalt meira vit á þessum málum en flestir aðrir, og ber okkur að þakka þeim fyrir að hafa miðlað okkur af sinni stórkostlegu speki, sem af- hjúpar greinilega staðreyndir málsins. Til marks um hina geysilegu þekkingu þeirra á þessu sviði, skal bent á nokk- ur dæmi, sem ótvírætt benda í þá átt að þeir séu manna kunnugastir í þessum efnum og hafi öðlast mjög yfirgrips- mikla þekkingu á þessum mál efnum. „! síðasta tbl. Litla-Munins var mikið og misjafnt skrifað um heimavistina og allvíða hallað réttu máli. Grein þess- ari er ætlað að leiðrétta þar nokkur atriði.“ (ATH! Allar leturbreytingar í tilvitnunum eru verk undirritaðra, og til þess gerðar að draga skýrt fram frábærar gáfur Péturs og Sigurgeirs). Á þessu má glögg- lega sjá, að grein þeirra er yfir alla gagnrýni hafin vegna óhrekjanlegra staðreynda málsins, sem ljóslega eru af- mörkuð. „í blaðinu birtist löng og ,,ítarleg“ grein um vistarráð, en höfundur virðist alls ekki vera málunum nógu kunnug- ur.“ Þetta hlýtur að koma mönnum í skilning um stór- kostlega yfirburði Péturs og Sigurgeirs yfir aðra nemendur skólans. „Sú hugmynd er alröng, sem sumir virðast hafa, að vistarráð eigi í einu og öllu að bera blak af brotlegum mönnum, heldur er því ætlað að tryggja, að öll mál fái sem réttlátlegasta afgreiðslu.“ Nú hefur því heyrzt fleygt, að meðlimir vistarráðs hafi verið undir áhrifum frá yfirvöldun- um á staðnum, en að halda slíku fram er hreinasta firra, því hver einasti hugsandi mað ur, sem þekkir þessi mál, hlýt- ur að viðurkenna, að vistar- ráðsmeðlimir eru, og hafa allt af verið, með öllu óháðir yfir- völdunum. fafnvel þótt vistar- ráð sé valið af stjórnendum vistarinnar, verður að játa það, að þeir hafa gætt fyllsta hlutleysis og valið fólk, sem þorað hefur að rísa upp á móti þeim með skoðanir sín- ar. „Nú liggur það ljóst fyrir, að húsbóndi verður að hafa lykla að öllum herbergjum og skápum, enda verður að treysta því, að maður í hans stöðu sé þess verður.“ Auðvit að liggur allt ljóst fyrir, sem Pétur og Sigurgeir segja. Og hver er kominn til að segja að núverandi húsbóndi sé ekki fyllilega starfi sínu vax- inn? Ekki vitum við betur en hann hafi rækt störf sín af gífurlegri elju, frábærri natni og stórkostlegum dugnaði. „í því sambandi má nefna, að húsbóndi heimavistar er oftast nær við, og til hans geta menn leitað, einn eða fleiri saman, með umkvartan- ir og úrbótatillögur, en það hefur sjaldan verið reynt.“ Þetta er sorgleg staðreynd. — Vistarbúar ættu að ræða meira við húsbónda en gert er, þar sem það er einstaklega fróðlegt, og maöurinn ekki að mikla sig af því, sem hann hefur unnið heimavistinni, og er það þó gífurlega margt. „T. d. er vart við því að bú- ast, að vistin verði opin um nætur, meðan ekki tekst að halda friði þar á daginn.“ — Nei, vistarbúar góðir! Þið skul uð reyna að sýna, að þið kunn ið að haga ykkur eins og mönnum sæmir; þá fyrst er von til að yfirvöldin, af sinni alkunnu miskunnsemi, veiti einhverjar tilslakanir. Hér kemur smá bréfkorn um 3. bekk D. deild (og þótt fyrr hefði verið!) í 3 .stofu í stofnun þessari heldur „Plágan“ til. Og skv. ummælum meistara mun þetta vera versti bekkur, sem í skól ann hefur komið í heil 90 ár!! þ. e. a. s. í sögu skólans. Til- gangur „Plágunnar“ er aug- Ijós. Ekki er „Hún“ hér til að læra. Nei. Það sýna vetrar- einkunnirnar. Meðaleinkunn um miðjan vetur var víst eitt- hvað um 5.00. En hver er þá tilgangur „Plágunnar“? Svar- ið er einfalt. Að fíflast. Og hvað er það, sem ,,Hún“ he'f- ur ekki afrekað? Helzta afrekaskrá: 1) Eitt sinn er einn af kenn urum ,,Hennar“ lauk upp dyr- unum að íverustað ,,Hennar“ féll ruslafata' í höfuð hans. Mildi að ekki hlauzt slys af. 2) Annað sinn var „Plág- an“ að fíflast með fótknött einn mikinn á göngum skól- ans. Allt í einu skýzt knött- „Er það greinilegt, að grein in (Hvar var húsbóndi heima- vistar? — innskot höf.) er skrifuð af einhverri þrá til að vekja úlfúð og sárindi.“ „Báðir þessir menn hafa sagt, að þeir vissu hvar hann var, en illkynjaðar hvatir ráku þá til þess.“ „Skal það svo verða endir- inn á grein þessari að ráð- leggja þeim Einari Steingríms- syni og Birni Garðarssyni að láta af þessum ofsa sínum.“ Þessar ábendingar og út- skýringar á sálarlífi okkar þökkum við af heilum hug, og lofum þeim Pétri og Sig- urgeiri, að við skulum vera góðir strákar í framtíðinni. Þeir Grétar Ingvarsson og Árni Steinsson, sem láta í sér heyra í 8. tbl., virðast á svip- uðu stigi og Pétur og Sigur- geir, en ekki eins langt komn- ir. Við þökkum þeim einnig góðar og réttlátar ábendingar, sem væntanlega verða vegvís- ar okkar á hinum hálu braut- um lífsins. Varðandi grein Sigbjörns Gunnarssonar í 8. tbl. viljum við aðeins segja, með tilliti til greinar Þorvaldar H. Þórðar- sonar, einnig í sama blaði, á- samt framburði sjónarvotta og annarra vitna: Hafa skal það, sem sannara reynizt! Bless (í bili)! urinn í höfuð á alsaldausum kennara, sem varð það á að gægjast út úr vari sínu, kenn- arakamesinu. 3) „Hún“ hefur auk þess gengið þannig frá dyrum stofu sinnar, að ómögulegt var fyr- ir kennarann að komast inn til kennslu, enda hefur hann vafalaust verið hæstánægður með það hlutskipti sitt. ,,Hún“ hefur einnig mölvað rúður, kennaraborð, stóla og sitthvað fleira. 4) Einslaklingum, sem vilja kynna sér nánar athæfi „Plág unnar“, er bent á að fræðast af leikfimikennara ,,Hennar“, en hann mun hafa öðlast miklá reynslu af viðskiptum sínum við „Hana“. Mun hann hafa mikið að gera við það eitt að þagga niður í „Henni“ og reka út. Hefur greinilega reynt mikið á talfæri hans, því að hann hefur aldrei ver- ið eins slæmur af hæsi og í ár. Allir kennarar, sem reyna að kenna „Plágunni“ eitthvað, Framhald á bls. 5. Einar Steingrímsson. Björn Garðarsson. Við birtum allt LITLI-MUNINN - 3

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.