Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1972, Blaðsíða 4

Muninn - 01.03.1972, Blaðsíða 4
Framboð Framhald af bls. §. varð góðfúslega við þeirri beiðni okkar að gera nokkra grein fyrir framboði 6Ínu og tilgangi Raunvísindadeildar. „Ég tel, að Raunvísinda- deild fullnýti engan veginn fræðslumiðia sína. Ég vil að nemendur standi sjálfir fyrir fyrirlestrum um raunvísinda- leg efni, og veki ahuga manna með því að setja þau í sem skýrast samband við stjórn- mal, almennar þjóðfélagsað- stæður og hugvísindi. I ræðu og riti má færa raunvísindin miklu lengra út. Bókmenntad. Pálmar Anarson býður sig fram j bókmenntadeild. , Hann sagðist bjóða sig fram vegna starfsáhuga í hest aflavís. Hann taldi tilgang bók- menntadeildar vera kynningu á verkum meistaranna, svo og kynningar á ungum og efni- legum höfundum. Það sagði hann að tryggði fjölbreytt verkefnaval. Framatotafélagið (Saltator- ar, til aðgreiningar frá öðrum framatotum) býður fram í bók menntadeild, raunvísinda- deild og málfundadeild. Hvatirnar að framboðinu sögðu þeir, að væru Estrogen um. LM: Hvern teljið þið til- gang þeirra embætta sem þið bjóðið ykkur fram í? Þeir: Það fer eftir því í hvaða deild það er. Um það hyernig þeir ætl- uðu að ná fram þessutn tU« gangi, svöruðu þeir á eftirfar* andi hátt: „I málefnasamningi vorum eru skýr ákvæði þess efnis, hvurt mat vér leggjum á mál- in hvurju sinni," Ingibergur - Framhald a bls. 6. auk skólameistara, og hafi þeir allir jafnan atkvæðisrétt (sbr. ályktanir LÍM-þings og skólamálaþings MA). Stærsta hlutverk fulltrúa nemenda í skólaráði teljum við vera að gæta hagsmuna nemenda og sjá um að álykt- anir þeirra og tillögur verði teknar til greina og komið í framkvæmd eftir föngum, en ekki hundsaðar eins og borið hefur við. Einnig viljum við benda á 7. kafla reglugerðar- innar, sem fjallar um stjórn skólanna. Við bjóðum okkur fram vegna þess að við höf- um áhuga á, að þessa réttar nemenda verði gætt í hvívetna og ef við náum kosningu mun um við reyna að sjá til þess að svo verði. Við lýsum yfir stuðningi við ályktanir skólamálaþings MA og viljum leggja sérstaka áherzlu á nokkur atriði í því sambandi: Gaumgæfileg athugun verði gerð á framkvæmd stiga- og punktakerfis og hvernig henni myndi verða bezt hagað hér í skóla. Stefnt verði að því að koma á félagsfræðikennslu í skólanum. 72. gr. reglugerð- arinnar verði framfylgt. I sam ræmi við 80. gr. reglugerðar og ályktunar skólamálaþings verði nefnd kosin af nemend- um og kennurum. er skrái sér reglur MA í samráði við skóla stjórn. Skuli þær bornar und- ir skólafund og gefna.r út. — Heimavistin og skólinn verði tvær aðskildar stofnanir. Á- lyktanir gkólamálaþings verði teknar til athugunar og reynt af fremsta megni að taka þær til greina. Reglugerðinni verði framfylgt eftir því sem við á hér, en tekjð tillit til vilja LÍM-þings og títtnefnds skóla Fálmaunnendur afhugið! Félag áhugaljósmyndara í MA óskar eftir myndum í albúm félagsins. — Myndum skal skilað til stjórnar- innar fyrir vorið. Stjérnin. Nemendasýning Myndlistardeild Hugins og Fálma áætla sarneiginlega sýningu á verkum nemenda um miðjan marz. Menn eru vinsamlega beðnir um að veita sköpunar- hæfileikum sínum útrás, og byrja nú þegar. Verkunum má skila til stjórnarmeðlima félaganna. Myndlislardcild. l'áhna. málaþings. Síðast en ekki sízt viljum við leggja áherzlu á nauðsyn náíns sambands skóla ráðsfulltrúanna við hagsmuna ráð og skólablaðið, því á þann hátt verða þeir bezt í góðri snertingu við nemendur og hagsmuni þeirra. Einnig er at- hugandi að hafa viðtalstíma fyrir þá, sem erindi eiga við skólastjórn. Skólafélagar, við skorum á ykkur að veita okkur brautar- gengi í þessum kosningum. — íngibergur Guðmundsson og Rúnar Sigþórsson. Ávarp m Framhald af bls. 1. lega framfylgd þeirra að ræða og raun ber vitni, Við mennta skólanemar höfum, eins og áður segir, sett fram kröfur og tillögur til úrbóta, varð- andi reglugerð þessa, en við erum þar látnir lönd og leið, stjórnvöld margsnúa reglu- gerðinni og ef það dugir ekki þegar að efndum kemur, þá er einfaldlega flúið út um ein- ar af bakdyrum hennar. Við slíkt má ekki sitja!!! Menntskælíngar sæta hér freklegri átroðslu og sem full- gildir þegnar lýðveldisins Is- lands getum við ekki látið slíkt viðgangast, svo framar- lega sem við berum snefil af lýðræðislegum tilfinningum í brjósti, Kröfur okkar um endurbæt ur á reglugerð eru aðeins kröf ur dagsins í dag. Við hljótum að stefna hærra, því reglugerð in í sjálfu sér er hlægileg. Það sem ísl. menntafólk þarfnast er umsköpun menntakerfisins. Ég geri mér grein fyrir því, að umsköpun menntakerfisins er mikið fyrirtæki, en þetta er ekki draumsýn, og því hljót um við að setja markið þar og stefna ótrauð að því. Skólinn á ekki að vera í- troðslustofnun, þar sem nem- endur eru eingöngu þiggjend- ur, en kennarar yfirvaldið, sem hefur það hlutverk að troða fróðleiksmolum í nem- endur, sem með sínu „pass- íva" ástandi nýta ekki hæfi- leika sína að neinu verulegu marki. Skólinn á að vera starfsvettvangur, þar sem nemendur og kennarar eru jafnir og vinna saman að hin- um ýmsu verkefnum. Skólinn þarf að færast mun nær þjóð- félaginu, svo að það fólk sem kemur úr skólum sé ekki eins og skynlausar skepnur, þegar það þarf að takast á við þjóð- félagsíeg vandamál. Þetta eru aðeins tvö atriði, sem ég tel þó sýna glöggt að mikiila um- bóta er þörf og þar dugir okkur engin reglugerð. Við þörfnumst algerlega nýrrar stefnu, nýs kerfis, sem að öllu leyti myndi takast betur að aðlaga sig að nútíma þjóðfé- lam. Hins vegar verðum við rð gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd, að við fá- um ekki slíkar tillögur sam- þykktar af stjórnvöldum, ef við ætlum aðeins að halda fundi og skrifa í blöð. Það sem við þörfnumst er völd. En hvernig eigum við að öðl- ast þessi völd? Jú, hér tel ég að komi til kasta Landssam- bands ísl. menntaskólanema. Ef við menntskælingar stönd- um einhuga að baki þessara samtaka, munum við þar í framtíðinni eignast öflug bar- áttusamtök, sem gætu komið því til leiðar áð við fengjum fulltrúa í öllum þeim opin- beru nefndum, sem snerta okkur hið minnsta. Það myndi því leiða af sjálfu sér, að við fengjum ekki aðeins aukna hlutdeild í stjórnun skólanna, heldur og í stjórnun alls menntakerfisins. Þá fyrst verður möguleiki á frjóum hugsunum í skólamálum! Þá fyrst megu mvið vera viss um viðunandi úrbætur! Það hlýt- ur því að vera sjálfsögð krafa okkar, að fá mjög aukin völd í stjórnun þess kerfis, sem við erum neydd til að vera hluti af. Þær kröfur, sem við erum að leggja áherzlu á, í þessari baráttu okkar í dag, eru að- eins áfangi á þessari leið, en þessi áfangi er mikilvægt skref, og því vil ég ljúka þessu með því að leggja þunga á- herzlu á þær kröfur, sem sett- ar hafa verið fram um end- urbætur á reglugerð. Við höfum mótmælt mikið. Nú viljum við sjá árangur af öllum okkar mótmælum! Við látum ekki hundsa okkur enn einu sinni!! Nemendur MA, í dag munum við breyta!!! HÆGRI MEIMIM - Framhald af bls. 1. má segja þeim það til afsök- unar, að í fyrra tókst íhaldinu að spila með nægilega stóran hóp nemenda til að það fengi sumum áhugamálum sínum framgengt. En síðan hefur mik ið vatn runnið til sjávar, enda fékk tillagan verðskuldaða af greiðslu. Þessi stefna íhaldsins, að reyna alls staðar að drepa nið ur alla starfsemi, sem er eitt- hvað meira en nafnið tómt, hefur birzt í fleiri myndum. Nægir þar að minna á 1. des. málið, og ef farið er út fyrir veggi skólans, tilraunir hægri manna til þess að eyðileggja LlM. - - SJÁLFUM SÉR SAMKVÆMIR Af þeim dæmum, sem nefnd hafa verið, er það ljóst, að hægri menn eru í verki á móti öllu því félagslífi, sem beinist að háleitari verkefnum en skrítlusöfnun, sjoppu- rekstri og skemmtanahaldi. -Þða breytir hér engu um, þó einstakir liðsmenn þeirra skor ist undan merkjum í einstök- um málum (svo sem Vilhjálm ur Egilsson varðandi skóla- blaðið). Enda er þetta í full- komlega rökréttu samhengi við grundvallarstefnu þeirra. Forsendur allrar hægri stefnu eru sofandaháttur og undir- gefni við ríkjandi vald. Það er í samræmi við þessa stefnu, að á meðan annar full trúi skólans í SLÍM, Björn Garðarsson, lá veikur, gerði hinn, Hjörtur Gíslason, ekk- ert til þess að undirbúa nýaf- staðið skólaverkfall, sem þó hafði verið full eining um (í orði) á LÍM-þinginu í haust. Það var ekkert gert í málinu fyrr en Björn komst á fætur daginn áður, og ritnefnd og vinstri menn í skólanum tóku málið í sínar hendur. Þ°tt þá væri ekki nema tæpur hálfur sólarhringur til stefnu, var gefið út blað, sem var tilbúið 4 klukkustundum eftir að á- kvörðun var tekin um útgáf- una, og sem að mínum dómi var mun betra en það sem hægri menn í stjórn LÍM stóðu að, og ekki var gefið út án þess að hafa ritstjóra á launum. - - FRAMBOÐ Með hliðsjón af dagskipun- um ungra íhaldsmanna frá SUS-þinginu í haust — „Efla þarf starf ungra Sjálfstæðis- manna og félög þeirra þurfa að leita eftir áhrifum i skól- um, á vinnustöðum og hinum ýmsu ýmsu samtökum ungs fólks," — verður það að telj- ast sýnilegt, að hægri menn reyni að bjóða fram í einhver embætti við sk6lafélagskosn- ingarnar, enda þótt ekki sé um auðugan garð að gresja í liði þeirra. Með hliðsjón af reynslunni frá í fyrra, má reikna með því að þeir muni ekki leggja neitt upp úr því að komast í þau embætti, sem gefa möguleika til starfs, held ur leggja aðaláherzluna á að komast í þau embætti, sem gefa mesta möguleika til þess að hindra starf. Það væri al- veg eftir þeim að bjóða sömu mennina fram til margra emb ætta, þar sem þeir eru ákaf- lega liðfáir, en embættin mörg, sem gera þarf óvirk. — Væri vissulega ósk- andi, að nemendur notuðu tækifærið í kosningunum, og sýndu svo rækilega, að jafn- vel íhaldið skildi, hvað um væri að vera, að þeir eru að vakna og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Einar Kjartansson. LITH MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.