Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1972, Blaðsíða 6

Muninn - 01.03.1972, Blaðsíða 6
Ingibergur Jón Hjörtur Magnús Arinbjörn Sigurður S. Kristinn Sigríður Stef. FRAMBJÓÐENDUR KYNNTIR Ritnefnd ákvað að gefa út blað til kynningar á frambjóð endum. Þessi síða er þeim til- gangi helguð. Við höfum geng ið á milli manna og reytt út úr þeim kosningaheit. Nú er það þitt, lesandi góður, að Ieggja mat á, að svo miklu leyti sem mælistiku prent- svertu verður við komið í mati á hæfileikum frambjóð- enda til að taka við embætt- um. Skólaráð Ingibergur Guðmundsson og Rúnar Sigþórsson bjóða sig fram sem fulltrúa nemenda í skólaráð. Með nýju menntaskólareglu gerðinni er nemendum veitt aukin hlutdeild í stjórnun skólanna. Þetta er .að vísu spor í rétta átt, en þó teljum við að kröfum menntaskóla- nema í þessu máli sé langt frá því fullnægt. Ekki verður sagt að langt sé gengið í þessa átt, þegar í skólastjórn sitja sex fulltrúar: Skólameistari, aðstoðarmeistari og tveir kennarar á móti tveim nem- endum. Við teljum eðlilegt að ákvæðum reglugerðarinnar verði breytt í átt til meira jafnræðis nemenda og kenn- ara í skólastjórn, þannig að þrír fulltrúar yrðu frá nem- endum og tveir frá kennurum, Framhald á bls. 4. Jón Sigurjónsson býður sig fram í skólaráð. LM: Hvaða hvatir liggja að baki framboði þínu? * Jón: Framatot, LM: Hver telur þú að sé tilgangur skólaráðs? Jón: Svo hnötturinn geti haldið áfram að snúast. LM: Hvernig ætlar þú að ná fram þessum tilgangi og með hvaða aðferðum? Jón: Hreinskilni. Hjörtur Gíslason býður sig fram í skólaráð og þjóðmála- deild. LM: Af hvaða hvötum býð- ur þú þig fram? Hjörtur: Til þess að fá sem mesta fjölbreytni og til þess að flestir taki þátt í félags- málum. Hjörtur taldi tilgang þjóð- máladeildar að efla þekkingu nemenda á þjóðmálum og ætl að að stuðla að því með því að halda sem flestar þjóð- málakynningar, gefa út blað og reyna að mesta megni að vanda val þeirra manna, sem fengnir verða til að kynna þjóðmálin. Hjörtur taldi skólaráð vera vísi að nemendadómstól. Enn- fremur taldi hann nauðsyn- legt að nemendur hafi hönd í bagga í stjórn skólans. Hann sagðist hafa hugsað sér að korna á starfshópi með- al nemenda til þess að fá fram kröfur þeirra og fylgja þeim svo eftir af hörku í ráðinu. Þjóðmáladeild Þröstur Ásmundsson býður sig fram í þjóðmáladeild. LM: Hvaða hvatir liggja að baki framboði þínu? Þröstur: Ertu að gera mér upp einhverjar livatir? Það korna engar hvatir til greina, nema þá eðlishvatir hins sanna vinstri mann, að bjarga heiminum. Annars hef ég ver- ið í þjóðmáladeild áður. Skrif aði sögu hennar, eins og frægt er orðið. LM: Til hvers er þjóðmála- deild? Þröstur: Við skulurn láta Ingólf H. svara þessu. Hann var eitt sinn mikill maður með oss (en setti ofan fyrir aldur fram.) Ingólfur spurði og svaraði,ef ég man rétt, eitt hvað á þennan veg: „Hvers vegna þjóðmáladeild?“ „Nem endur vilja gerast virkari og á byrgari gagnvart þjóðmálum, en það geta þeir ekki nema þekking sé fyrir hendi og að- staða í skólanum til að afla hennar. Þess vegna hefur þjóð máladeild Hugins verið stofn- uð.“ Og þessi orð eiga við enn í dag. LM: Hvað ætlið þið svo að gera, og hvernig? Þröstur: Ég býð mig fram ásamt öðrum. Þau hafa sínar hugmyndir og ég mínar. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að gefa út yfirlýsingar um áætlanir og aðferðir. En við erum svo hugmyndarík hérna megin, að það ‘verður lítill vandi að veita pólitískri starfsemi í góðan farveg og virkja hana — í þágu alþjóð- ar. Að lokum vil ég vara menn við að kjósa „hægfara og var kára“ menn í deildina, — þá getur hæglega orðið um nýja málfundadeild að ræða. Einar Steingrímsson býður sig fram í stjónr þjóðmála- deildar. Ástæðu fyrir framboði sínu lcvað Einar vera geysilegan á- huga á tilvonandi starfi þjóð- máladeildar. Tilgang þjóðmáladeildar kvað Einar vera að halda uppi pólitískri umræðu innan skól- ans og starfa á allan hátt af fullum krafti. Einar lofaði að lokum að starfa af gífurlegum krafti. Þórhallur Jósepsson býður sig fram í stjórn þjóðmála- deildar. Hann kvaðst bjóða sig fram í þjóðmáladeild vegná þess að hann langaði svo mikið til að sýna nemendum skólans ein- hverja aðra hlið á stjórnmál- um en þá, sem sýnir marxism ann sem hið eina rétta og USA sem helvíti á jörð. Hann sagði . tilgang þjóð- máladeildar að stuðla að um- ræðum og umhugsun nem- enda um allt sem við kemur þjóðmálum okkar og annarra. Þessum tilgangi vildi hann ná fram með alls lags kynn- ingum á-alls lags stjórnmála- skoðunum með þátttöku sem flestra nemenda í t. d. um- ræðuhópum, opnum fundum og blaðaútgáfu. Ritnefnd Þórhallur Jósepsson býður sig fram til ritnefndar. Hann kvaðst bjóða sig fram til að kynnast blaðaútgáfu, koma hugdettum sínum á framfæri og hleypa einhverju smávegis af hægrimennsku í okkar háverðuga skólablað. Tilgang ritnefndar sagði hann að starfa við blaðið, út- gáfu þess og efnissöfnun. Þessum tilgangi sagðist hann ætla að ná fram að sumu leyti eftir því kerfi, sem ritnefnd mun skapa sér, að öðru leyti kvaðst hann fara eftir sínum eigin aðferðum, sem eru ekki enn fullmótaðar, en fara mest eftir kenjum hans og dyntum. Kvikmyndad. Arinbjörn Jóhannsson býð- ur sig fram í stjórn kvik- myndadeildar. Hann kvaðst bjóða sig fram vegna áhuga á kvikmyndum. Tilgang kvikmyndadeildar taldi hann vera að gefa fólki kost á að sjá kvikmyndir, sem að efni og efnismeðferð eru utan víð hinn þrönga ramma kvikmyndahúsanna í kvik- myndavali. Styðjast við viður- kenndar bækur og tímarit um kvikmyndir við val mynd- anna. Hann sagðist ætla að ná þessum tilgangi fram með því að tryggja þau sambönd, sem kvikmyndadeild er nú þegar í og leita nýrra. Heiðdís Valdimarsdóttir og Rannveig Einarsdóttir eru í framboði í stjórn kvikmynda- deildar. Þær sögðust bjóða sig fram vegna þess að þær töldu sig hafa mikinn áhuga á kvik- myndalist. Þær töldu tilgang kvik- myndadeildar vera að þroska smekk nemenda á listrænum myndum á ódýran hátt. Þessum tilgangi ætla þær að ná fram með því að panta listrænar kvikmyndir. Raunvísindad. Við tókum tali Hrein Vil- hjálmsson og félaga, sem hafa boðið sig fram í stjórn Raun- vísindadeildar. LM: Af hvaða hvötum bjóð ið þið ykkur fram? Þeir: Við höfum allir áhuga á raunvísindalegum efnum, og okkur langar til að fá fleiri tækifæri til að starfa að þeim. LM: Hver teljið þið að sé tilgangur Raunvísindadeildar? Þeir: Tilgangur Raunvís- indadeildar er samkvæmt lög- um að glæða áhuga nemenda á raunvísindalegum efnum. Einnig finnst okkur að koma ætti upp aðstöðu fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna að ein- hverju sérstöku viðfangsefni. LM:Hvernig ætlið þið að ná fram þessum tilgangi og með hvaða aðferðum? Þeir: Við stefnum að því að gefa út að minnsta kosti eitt blað um raunvísindaleg efni, helzt fleiri, reyna að fá ein- hverja stofu til afnota eftir skólatíma fyrir áhugamenn um raunvísindi og reyna að skapa aðstöðu fyrir þá. Svo munum við sýna eins mikið af kvikmyndum og kostur er og reyna að fá einhverja góða menn til að halda fyrirlestra um raunvísindaleg efni. Tryggvi Líndal býður sig fram í Raunvísindadeild og Framhald á bls. 4. Jón Guðmiinz Mikið er undir oss! — Ég bauð mig fram í þrjú embætti í fyrra en fimm nú! Vitið þér enn, eða hvað? ■ * .. % f* ’ - % H fl Rúnar Sigurður G. Skúli Hörður Pálmar Tryggvi Form. kjörstjórnar

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.