Muninn

Árgangur

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 5

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 5
Vibtql við Jón - Framhald af bls. 6. hópstarfi. Fyrst og fremst höfðu menn fundið getu sína til að yfirstíga þessa almennu feimni, sem að margir fundu fyrir. Hópstarfið hefur hjá mörgum aukið sjálfstraust í félagslegum samskiptum, — mannlegum samskiptum. Einn ig var 'auðvitað árangur af þessari kennslu sem við veitt- um í fyrirlestrunum, þar sem menn lærðu að skilja hugtök með því að reyna að skynja þau hjá sjálfum sér. I loka- ritgerðunum kemur fram, að margir hafa öðlast réttan skiln ing á ýmsum grundvallarhiig- tökum í sálfræði. Og ekki nóg með það, það er ekki einvörð- ungu skilningur á hugtökun- um, heldur höfðu margir byrj að að skilja betur sína félags- legu stöðu, t. d. samskipti við fjölskylduna. Það voru marg- ir, sem sáu samskipti sín við fjölskylduna í nýju ljósi. Einn ig samskipti við skólafélaga og vini. Einnig fengum við út úr þessu hópstarfi viðurkenningu manna á sjálfum sér og til- finningum sínum. Margir gerðu upp við sig tilfinninga- lega tjáningu sína. Ot frá þessu uppgjöri á tilfinningum höfðu margir öðlast innsýn í hvernig og hvers vegna þeir tjáðu ekki vissar tilfinningar. Sem dæmi má nefna tilfinn- inguna sorg, sem er tjáð í gráti, það voru margir sem settu það í þjóðfélagslegt sam hengi: þetta vissa gildismat, sem veldur því að mönnum er innrætt að þeir eigi ekki að tjá sorg, sérstaklega gagnvart öðr um, sem sagt í félagsskap., LM: Voru ritgerðirnar eina árangursprófunin á kennsl- unni yfir veturinn? JÁS: Nei, við höfðum líka jólapróf, sem var að hluta til krossapróf, og að hluta skiln- ingskönnun á sálfræðihugtök um, og að hluta sjálfstj áning á sálrænu ástandi, á því augnabliki sem prófið var tek ið. Og þar kom fram, að meirihluti nemenda var í ein- hvers konar spennu, kvíðni, vegna prófsins sjálfs. Við töld um það slæmt, svo við ákváð- um að hafa lokaprófið ritgerð, sem menn unnu heima hjá sér. LM: Hver var útkoman úr þessum prófum, einkunnar- lega séð? JÁS: Á jólaprófinu gáfum við þrjár einkunni, 6.0, 7.5 og 9.0. Langflestir fengu níu, meðal annars vegna þess að við höfðum eitt uppbótarpróf, þar sem menn gátu unnið úr vissu verkefni, og bætt upp þá einkunn, sem þeir höfðu fengið á jólaprófinu. Jólapróf ið í heild, með þessum þrem einkunnum, 6,0, 7.5 og 9.0, var metið til helmings við lokaverkefnið. Lokaverkefnið ■ • • ■ I f I » " M 11" . I : í?::?íí‘:í ,.......................... . .............................................................. ' • - ‘ ■ ... ■ • "... ........... .............1. 111................ mmmMM Embættis- mannaskipti Slátrararnir Það er víðar slcipt um emb- ætti en innan skólafélagsins. Steindór Steindórsson frá Hlöðum er að hætta og nýr meistari verður tekinn við næsta haust. Þó ekki sé það fallegt, að láta í ljós gagnrýni á gömlum mönnum, er ekki hægt að hlaupa fram hjá því, að núverandi meistari hefur ekki verið góður stjórnandi. Einkunnir eru ætíð lágar fyrir lélega frammistöðu. Nemendur hafa aldrei feng ið að vera með í ráðum við val meistara, en nú er komið að því. Við skulum ekki kalla yfir okkur lélega stjórnendur. Því er það skylda oklcar að hafa áhrif á val næsta meist- ara. Steindór hættir seinni partinn í sumar (12. ágúst). Nokkru áður en það gerist, verður han nað vera búinn að segja upp stöðunni. Þó verður það ekki svo fljótt, að um- sólcnir verði komnar fram áð- ur en skóla lýkur. Það er því ljóst, að álit frá nemendum verður að koma fram í sum- ar. Meðlimir Hagsmunaróðs og yfirstjórnar, ásamt einhverj- var svo „Minn eiginn persónu leiki“, og samkvæmt áliti nemenda var talið mjög erfitt að meta persónuleika hvers og eins, svo að áður en rit- gerðunum var skilað, var á- kveðið, að allir þeir sem skil- uðu ritgerð, fengju einkunn- ina níu, og þeir sem ekki skil- uðu ritgerð fengju þrjá. Loka verkefnum skiluðu allir nem- endur, áttatíu og einn að tölu. LM: Gaf þetta sem sagt svo góða raun, að áframhald xerð ur á sálfræðikennslu í MT? JÁS: Já, á fundi með sál- fræðinemum gaf rektor þá yf- irlýsingu, að sálfræði yrði kennd aftur næsta vetur vegna eindreginna óska þeirra. um úr Þjóðmáladeild verða í grennd við Akureyri í sumar og eiga þeir því auðvelt með að ná sambandi hver við ann- an. Ég tel rnjög eðlilegl, að þessi hópur komi saman eftir að umsóknir hafa litið dags- ins ljós. Þeir fari síðan fram á að fá öll gögn varðandi um- sækjendur og taki afstöðu, þ. e. a. s. mæli með einum á- kveðnum sem næsta meistara. S. R. í. V/ð /yökkum ánægjuleg skipti við MAnemendur i vetur Prentstofa VARÐAR Miklir lukkunnar pamfílar erum við þriðju bekkingar. Við höfum meðal vor ein- hverja mestu slátrara skól- ans. Allir oldcar áhrifamestu menn hafa unnið kappsam- lega að því að koma allri okkar félagsstarfsemi á kné, hvað allvel hefur tekizt. Ekki skorti stór orð og fögur, þegar þessir menn ræddu sl. haust um allt, sem átti að gera. — Efndirnar eru svo slælegar, að hver þingmaður gæti verið hreykinn af. Skulu hér /akin nokkur hreystiverk þessara manna. Fyrst ber þar að telja morð- ið á Óðni, sem Einar Stein- grímsson yfirslátrari á heiður- inn af. Með þrúgandi mælsku hefur honum tekizt að sálga þessu ágæta félagi, án þess að jafnvel meðstjórnendur hans tækju eftir því. Sem dæmi um vinnubrögð hans má nefna síðasta ,,málfund“. Fyrst var hann auglýstur, svo sem lög gera ráð fyrir, en síðan frest- að sama dag og hann átti að vera, án þess þó að annar frummælenda væri látinn vita. Mætti hann svo þetta kvöld og varð heldur bilt við, er hann sá afgreiðslu mála og þótti hlut sínum heldur hall- að. Síðar var þessi fundur aug lýstur og nú átti að halda hann föstudaginn fyrir páska- frí, sem er augljóslega mjög ó- hentugur tími, enda mættu innan við tíu manns til leiks, svo Iítt varð af fundarsetu í það skiptið. Sem minnisvarða um þessa stjórnartíð sína, hef- ur Einar ritað lagábálk mik- inn fyrir félagið, og er hann svo langdreginn og fagurlega orðaður, að með fádæmum er. Lengi lifi yfirslátrari þriðja bekkjar. Haraldur Ingi Haraldsson sómdi sér vel í slátrarastöðu no. 2. Með mikilli elju og ein- stæðum dugnaði tókst honum að gera bekkjarkvöld okkar svo fá, að slíks munu vart dæmi nú í seinni tíð. Lof og dýrð sé hinum fráfarandi bekkjarstjóra, en óneitanlega verður það tilbreyting ef Ein- ar Pálsson dugar betur. I slátrarastöðu no. 3 var bekkjarráðið sáluga dyggðug- ur fylgisveinn . Haddús. — Blesuð sé minning þess. — Það, ásamt honum, ber ábyrgð á því, að ekki hefur verið gerð tilraun til að koma út blaði. Á málfundi fyrir jól var lítil- lega minnzt á þetta, og þá lof- aði Haddú að taka það til meðferðar í bekkjarráði. Sjálf ur kvaðst hann þessu mjög fylgjandi. Síðan hefur ekkert verið gert. Það virðist ekki þurfa stjórnskipaðar nefndir til þess að svæfa mál, heldur hefur sannazt að nemendur eru þar engu síðri. Vonandi mun hið nýkjörna bekkjarráð, undir stjórn Einsa, sofa aðeins laus- ar á verðinum, annars er fyllsta þörf á vekjaraldukku. Síðast ber frægan að telja Björn Garðarsson. Hann hef- ur gætt þess vandlega að þegja yfir öllum þessum hryðjuverk um, en hefði þó verið í lófa lagið, sökum áhrifa og stöðu sinnar, að vekja máls á þessu, enda margsannað að maður- inn er alls ófeiminn. Einnig hefði hann að skaðlausu mátt hvetja bekkjarsystkini sín að- eins betur til dáða á ritvell- inum, og þá e. t. v. hugsa að- eins minna um lands- og heimsmál, þótt vissulega sé það góðra gjalda vert. En oft leita menn langt yfir skammt, hvað* verkefni snertir, og því skora ég á þig, Bjössi, að fara nú að athuga, hvort ekki væri hægt að beita áhrifunum til þess að lífga aðeins upp á fé- lagslíf þriðja bekkjar. Að endingu vil ég hvetja alla þriðju bekkinga til þess að yrkja löng og fögur lof- kvæði um afreksverk slátrar- anna fjögurra, svo sem tíðk- aðist í fornöld. Hver veit nema betra félagslíf fáist að launum. 1401-5825. LITLI-MUNINN - 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.