Muninn

Árgangur

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 6

Muninn - 21.04.1972, Blaðsíða 6
Viðtal við Jón Ásgeir Sigurðsson formann SÍME og sálfræðikennara ■ LM: Á hvaða sjónarmiðum byggðist sálfræðikennslan hjá þér í MT? JÁS: Hún byggðist aðallega á einu sjónarmiði, þess að sameina upplifun og kenning- ar. Sálfræðinámskeiðið fór fram á þann hátt, að í fyrsta lagi var áttatíu manna hóp skipt í átta litla hópa, tíu manna að meðaltali, sem kornu saman einu sinni í viku, og var þar fjallað um nokkur grundvallarhugtök hópsál- fræði. Og þá var fyrst og fremst fjallað um fjögur aðal- hugtök sem fólk reyndi að upp lifa, þ. e. a. s. traust, sjálfsá- byrgð, heiðarleika og sam- skipti. Það fyrsta sem maður verður var við þegar hópur af fólki kemur saman, er- visst vantraust sem allir einstakling ar tjá, þ. e. a. s. þeir treysta ekki hinum, þessum ókunn- ugu í hópnum fyrir sjálfum sér, eigin persónuleika. Þess vegna gerðum við ýmsar traustsæfingar, til að reyna að byggja upp traust hjá mönn- um á hvor öðrum. I öðru lagi Þótt langt sé um liðið síð- an aðalfundir skólafélagsins voru haldnir, er ekki úr vegi að rifja aðeins upp það, sem á þeim fór fram og reyna að draga af þeim nokkurn lær- dóm. AÐALFUNDUR I 1. Hagsmunaráð Þær lagabreytingar, sem fyr ir lágu, stefndu flestar að því að dreifa valdi, sem ákvarðast af lögunum, á fleiri hendur. Þannig voru til komnar breyt- ingar á kjöri hagsmimaráðs- fulltrúa. Eins og flestir munu kannast við, voru það bekkjar ráðsformenn, sem skipaðir voru til að sitja í hagsmuna- ráði. Það kom fram sem rök- stuðningur við að fella þá skip an niður, að starfssvið bekkj- arráðsformanna og hagsmuna ráðsfulltrúa eru sitthvað. — Enda munu frambjóðendur til bekkjarráðsformanna lítt hafa hampað hæfileikum sínum eða löngunum til afskipta af hagsmunamálum nemenda. — Verður þessi tilhögun því að teljast beinlínis nauðsynleg, ef hagsmunaráð á á einhvern hátt að standa undir nafni. 2. Skólaráð Lagabreytingin, sem gerð var varðandi skólaráð, miðaði að sama markmiði og breyt- sjálfsábyrgð, en hún er fyrst og fremst það að taka ábyrgð á eigin tjáningu. Það vill oft brenna við að menn koma svona í hóp, eða bara að tjá sig almennt, án þess að taka ábyrgð á eigin tjáningu, menn segja til dæmis: Maður fór nú þetta, maður gerði nú hitt, gera sig nokkurn veginn nafn lausa. Þriðja hugtakið var heiðarleiki. Heiðarleiki var fyrst og fremst að tjá það sem menn upplifðu á hverjum 'tíma, hverri stundu í hópn- um. ! byrjun upplifðu flestir, eins og við gerum yfirleitt, spennu, og sumir skynjuðu þessa spennu sem feimni, og voru hræddir við að tjá sig. Þetta tengist eðlilega hugtak- inu traust, að treysta öðrum fyrir eigin tjáningu og persónu leika. Fjórða hugtakið sem við studdumst við voru sam- skipti, sem eiginlega koma af sjálfu sér, þegar menn eru farnir að treysta hver öðrum í hópnum, þeir eru farnir að taka ábyrgð á sjálfum sér, þeir eru heiðarlegir í tjáningu og ingin á hagsmunaráði, þ. e. að láta kjósa fulltrúa nemenda í skólaráð sérstaklega. Ákvæði fyrri laga sögðu svo fyrir, að formaðúr Hugins skyldi vera sjálfkjörinn fulltrúi nemenda í skólaráð. Það verður að telj- ast í hæsta máta óeðlilegt, að formaður Hugins, sem á að vera nokkurs konar umsjón- armaður deilda og ráða Hug- ins, sé skikkaður til að sitja í skólaráði. 3. Þjóðmáladeild Einhver ánægjulegasti at- burður í skólalífinu, síðan 1. des. tillagan var samþykkt forðum. Enda tel ég áð vinstri mönnum hafi svo sannarlega leyfzt að ganga rældlega upp- réttir eftir samþykkt tillögunn ar. Annars sannar morðið á þjóðmáladeild á sínum tíma glámskyggni hægri manna hér í skólanum. Þeir töldu sig geta drepið niður aktivitet vinstri manna með því að slátra þeirri deild, er vinstri menn sýndu mestan áhuga. En hvað varð? Jú, vinstri menn fundu sér annan starfsgrundvöll, en deyfð og leti hægri manna var söm. 4. Skólablaðið Ef til vill var það í réttu samhengi við það, sem fyrr var orðið, að gerð var tilraun til að drepa blaðið. (Ég álít verða því af sjálfu sér eðlileg mannleg samskipti. LM: Hvað meinarðu með heiðarleika? JÁS: Það er heiðarleiki gagnvart sjálfum sér og gagn- vart öðrum. Ef menn hafa eitt hvað út á aðra að setja, eða hafa einhverjar jákvæðar til- finningar gagnvart öðrum, þá reyndum við að leggja áherzlu á þannig heiðarleika í tján- ingu. í fyrstu komu fram nei- kvæðar tilfinningar, gagnrýni eða illska. kannski gagnvart sjálfum sér, en síðan þróuð- ust meira jákvæðar tilfinning- ar og jákvæð tjáning. LM: Lögðuð þið mikla á- herzlu á, að þessar neikvæðu tilfinningar kæmu fram og fengju útrás? JÁS: Gagnrýni er ekki nei- kvæð tilfinning, en við lögð- um áherzlu á hana með vissri uppbyggingu í hópnum. Þegar menn finna hjá sér þessa spennu, sem myndast í upplif un í svona hópsamskiptum, þá eru þeir gjarnir á að tjá þessa neikvæðu afstöðu, vegna þess að minnsta kosti að sá hafi verið tilgangur þeirra manna,, er greiddu fjárniðurfellingartil lögunni atkvæði sitt, hvað svo sem vakti fyrir flutnings- mönnum tillögunnar). Þeirri staðreynd verður ekki á móti mælt, að vinstri menn hafa starfað hvað mest við blaðið. Ef ætti að bola þeim út úr félagslífinu (skv. fordæminu frá Þjóðmáladeildarmorðinu í fyrra), þá var ekki óeðlilegt að ráðast næst á blaðið og taka frá því fjárstyrkinn. Það mætti nokkurn lærdóm draga af þessum tveim tilræð- um. Hægri menn hafa ekki nennu í sér til að starfa að fé- lagsmálum í skólanum. Það lendir því á vinstri mönnum að halda uppi félagslífinu. (Þjóðmálad. í fyrra, blaðið í vetur). Eins og eðlilegt er, lit- ast félagslífið af skoðunum og áhugamálum vinstri manna. Þetta virðist hægri mönnum leiðast — nenna þó ekki að keppa um áhrif við vinstri menn á jafnréttisgrund velli, með störfum að félags- málum. Heldur grípa þeir til þeirra aðferða, sem aðeins eru viðurkenndar þar sem fas- istar hafa ráðið og ráða ríkj- um, þ. e. ef einhver er á móti þér, þá dreptu hann. Undir þessu boðorði beindu þeir böðlum sínum fyrst að Þjóð- Framhald á bls. 4. M.T. að það er auðveldara að taka ábyrgð á slíku. Það eru marg- ir sem eru hræddir við að tjá jákvæða afstöðu, vegna þess að þeir eru hræddir um að þeim verði afneitað. Margir skilgreina feimni meira að segja þannig, að þeir séu hræddir við að segja eitthvað, vegna þess að þeir séu hrædd- ir um að það verði illa tekið upp. LM: Hvaða sálfræðikenn- ingar voru meðhöndlaðar, og á hvaða hátt einna helzt? JÁS: Kenningarnar með- höndluðum við aðallega í fyr- irlestrum, og við skiptumst á, Geir Vilhjálmsson og ég, að halda fyrirlestra. Við fjölluð- um um sögu sálfræðinnar, og helztu kenningar Freud, og síð an í framhaldi af Freud, um kenningar um Egoið, og þró- un einstaklingsins í félagslegu umhverfi, og síðan fórum við út í gagnrýni á Freud. Annar þáttur í meðhöndlun kenn- ingarinnar voru beinir tímar, þar sem var framin hugleiðsla, og þar var stuðzt við yoga- kenningar. Þriðja tegund með höndlunar á kenningum var, að þær voru tegndar upplifun í hópum, og þá sérstaklega í myndsegulbandstímum, sem við höfðum eftir jólin. Þeir tímar voru til þess ætlaðir, að einstaklingarnir gætu séð sjálfa sig og skynjað frá sjón- armiði einhverS annars. í þessu tilfelli, myndavélarinn- ar, sem auðvitað ýtti undir leik í tjáningu í hópnum. — Menn vissu, að þeir voru í upptöku, og vildu þá kannski bera fram persónuleika sem kæmi vel út á mynd, en það er ómögulegt. í þessu tilfelli studdumst við við kenningar Ervin Goffmann, bókina, ,The Presintation of Self in Everyday Life“, eða „Flutn- ingur sjálfsins í hversdagslíf- inu“, og einnig við kenningar Eric Burn, sem skrifaði bók- ina „Games People Play“. Að alinntakið í þessum kenning- um er, að persónuleiki sem menn bera á borð fyrir aðra, sé mismunandi eftir því hvern ig félagsumhverfi menn eru í, og við reyndum að leggja þnrna aftur áherzlu á heiðar- leika, auðvitað sjálfstjáningu frekar en einhvern leik. LM: Hvert var hlutfallið á milli fyrirIestra annars vegar og umræðuhópatíma hins veg ar? JÁS: Hóparnir komu saman einu sinni í viku, 90 mínút- ur í hvert skipti, 10 manns í hverjum hóp. Auk þess höfð- um við fram að jólum einn fyrirlestur í viku. Eftir jól bættum við svo við, og höfð- um tvo fyrirlestra í viku um tíma. , LM: Hvernig líkaði nem- endum umræðuformið, og hver telur þú að sé árangur- inn af þessu kennsluformi? JÁS: Það er líklega mis- munandi hvernig nemendum líkaði við umræðuhópana, það voru einstaka manneskj- ur sem fundu til of mikillar spennu, þannig að þær treystu sér ekki í alla tímana, en flest um líkaði vel við þá. Árang- urinn af kennslufyrirkomulag inu í heild var mjög jákvæð- ur, og það er auðveldast að dæma hann af ritgerðum, sem voru lokaverkefni í sálfræði- kennslunni. Þar var verkefn- ið: „Minn eigin persónuleiki“, og yfirleitt kom það fram hjá langflestum, að þeir höfðu haft mjög mikið gagn af þessu Framhald á bls. 5. Jón Guðmunz er látinn t Þau hörmulegu tíðindi spurð ust niður á Prentstofu Varðar miðvikud. 18. apríl, að einn helzti forvígismaður lýðræðis og frelsis í þessu landi, Jón Guðmunz, form. fél. lýðræðis sinna, væri látinn. Þessi vá- legu tíðindi snurtu viðkvæma strengi í brjóstum vorum; — sorg vor er hafin yfir orð og tóna. En það er þó huggun harmi gegn, að minningin um Jón Guðmunz mun verða afl- vaki í baráttu vorri fyrir frelsi einstaklingsins . . . . En það var einmitt viðkynningin við Jón Guðmunz, sem sannfærði oss um gildi kennslu í félags- vísindum. — Félagsfræðideild MA verður eilífur minnisvarði um Jón Guðmunz, baráttu hans og hugsjónir. Blessuð sé minning hans. Hvíl í friði! Fyrir vora hönd og ann arra vandamanna. Thröstur Ásmunz. Bár von Gárdsen. Magnuz Znædahl. Aðalfundir I.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.