Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 33

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 33
Eg dey kannski í nótt Ég er hræddur. Mér líður illa, maginn er samanheiptur, ég svitna og er skjálfhentur. Ég er hræddur við að deyja. Hver einasta taug líkamans segir mér að ég sé hræddur, hræddur á annan hátt en ég hef áður upp- lifað. Þetta er ótti sem lúrir undir niðri, þrúgandi ótti sem hefur safnast upp undanfamar vikur. Ég geri mitt besta til að spoma við honum en það dugir ekki til. Ég er bandarískur land- gönguliði á leið á vígvöllinn. Samt er ég feginn að nú skuli loks vera komið að því. Síðustu vikur og mánuðir hafa farið í bið, æfingar og kvíða. Við höfum æft og æft næstum stanslaust, en samt finnst manni að maður hafi ekki gert annað en að bíða. Bíða hér í hitanum og helvítis sandinum sem gefur undan í hveiju skrefi, kemst alls staðar inn og er að gera mig bijálaðan, þúsundum mílna að heiman. Ég hef það á tilfinningunni að ég eigi ekki eftir að koma heim úr þessu stríði. Þessi til- finning hefiir fylgt mér síðan ég fékk það staðfest að ég ætti að fara til Saudi-Arabíu. Ég hef reynt halda þessari tilfinningu niðri með því að telja sjálfum mér trú um að það verði ekkert stríð, en eftir því sem dagamir líða verður það sífellt erfiðara. Við vitum að kvíðinn má ekki ná tökum á okkur, og reynum að gera allt sem við getum til að gleyma stríðinu sem virðist núna óhjákvæmilegt. Ég veit ekki hvað ég hef tekið riffilinn minn oft í sundur og hreinsað hann, lesið bréfin ffá Qölskyldunni og kæmstunni minni eða horft á fféttir af gangi mála. En kvíðinn ásækir okkur alltaf. Ég fór í herinn til þess að hafa efiii á að fara í skóla. Ég ætlaði í veikffæðinám og þess vegna leist mér best á land- göngusveitimar, því þar fengi ég að kynnast ýmsu sem mundi gagnast mér í náminu. Þegar ég skráði mig í herinn var ffekar ffiðsælt í heiminum, að minnsta kosti hvað snerti Bandaríkin. Mig vantaði nauðsynlega vinnu ef ég átti að hafa efni á skóla, og þar sem herinn býður upp á námsstyrki og möguleikann á að kynnast ýmiss konar tæknibún- aði, ákvað ég að slá til og skrá mig í landgöngusveitimar. Ég held að það hafi verið verstu mistök ævinnar. Ég hefði átt að losna núna um áramótin, en fljótlega eftir að þessi deila kom upp, var ég sendur hingað. Það að ég skuli vera hér, og á leið í hugsanlegan dauða iétt nýorðinn tvítugur, er í raun sjálfum mér að kenna. Ég vissi hvaða ábyrgð fylgdi því að skrá mig í herinn. Eg tók áhættu, og nú kemur í ljós hvaða afleiðing- ar það haföi. Ég er ekki það vitlaus að ég haldi að ég sé að veija Bandaríki Norður-Ameríku, eða veija lýðveldi í Kúvæt með því að drepa íraska hermenn sem aldrei vom spurðir hvort þeir vildu taka þátt í þessu stríði, ég skráði mig þó sjálfviljugur. Samt geri ég mér Ijóst að eins og málin hafa þróast virðist þetta strfð vera nauðsynlegt. Það er ekki ást á fóstuijörð- inni sem veldur því að ég læt ekki undan eðlishvötinni sem segir mér að forða mér héðan, flýja og lifa lífinu sem mér var úthlutaö. Það er ffekar eins konar stolt, mér finnst ég ekki geta svikið félaga mína sem hafa gengið í gegnum það sama og ég. Mér finnst að ef ég guggna núna muni ég alltaf fyrirlíta sjálfan mig fyrir aum- ingjaskapinn. Nú sit ég hér í flutninga- bílnum í eyðimerkurbúningnum, með bakpokann á milli fótanna og riffilinn í höndunum, tilbúinn að drepa eins marga íraka og ég get. Hlutveik mitt í innrásinni verður að fylgja skriðdrekasveit, og eyðileggja skotgrafir og þess háttar. Ég veit ekki enn hvort ég á að taka þátt í raunverulegri árás, eða bara blekkingarárás. Það fáum við samt að vita fljótlega. Við sem hristumst hér í flutningabílnum, rúmlega tuttugu komungir hermenn, erum líklega flest að hugsa eitthvað svipað. Hvað bíður okkar þama úti í myrkrinu og sandinum, hversu margir af vinum okkar eigi eftir að falla, og hvort við sjálf kom- umst nokkum tímann heim. Hvort þetta verði síðasta nóttin í allt of stuttu lífi okkar. En hvað sem gerist, vona ég að það sem ég legg af mörk- unum verði til einhvers góðs. Að ffamlag mitt stuðli að því að ffiðsælla verði í heiminum. Ég er tilbúinn að fara í stríð. Talið er að 29 banda- rískir hermenn hafi látist þegar bilun kom upp í bandarískri her- þyrlu af Apache-gerð með þeim afleiðingum að hún hrapaði á herbfl fullan af landgöngulið- um á leið til vígstöðv- anna. Þyrlan var búin skriðdrekasprengjum sem sprungu þegar hún hrapaði. Enginn komst lífs af. Þorsteinn MUNINN 33

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.