Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 41

Muninn - 01.03.1991, Blaðsíða 41
-Haldið þið mörg blót á hverju ári? -Sérstakur helgidagur okkar er sumardagurinn fyrstí þá höldum við gjaman veglega hátíð, en annars em blótín fjögur; um sólstöðumar, 21. desember og 21. júní, og svo um jafiidægur, 21. mars og 21. september. Svo höldum við gjaman blót um hásumariö, í byijun ágúst eða þar um bil. -Hvernig fara blótin fram? -Við komum saman, minnumst guða og landvætta og flytjum nokkur kvæði. Svo bara ræðum við saman yfir mat og drykk. GoÖinn tottar pípu um mjög fljótlega og töluðum við Dóms- og kirkjumálaráð- herra og sóttum um réttindi sem trúfélag. -Gerið þið eitthvað til að auka hróður Ásatrúarinnar? -Ja, ákaflega hóflega. Ég er ekki spenntur fyrir að þetta verði mjög fjölmennt, menn hafi tíma tíl að átta sig á þessu og félagið byggist nú þannig upp að það yrði aðgengilegt fyrir fólk að sækja þangað. -Dreymir ykkur um að þetta verði einhvem tíma þjóðtrú? -Nei, við höfum ekki áhuga á því, við viljum bara hafa þetta fijáls samtök. -Hvað finnst þér um þær víkingamyndir sem hafa verið gerðar? -Það sem ég hef séð af þeim finnst mér ósköp kjánalegt og ég sé ekkert menningarlegt í þeim. Auðvitað var mikil grimmd þama eins og alls stað- ar þar sem verið er að beijast, en það var ekki aðaltilgangurinn í lífinu. -Haldið þið jól? -Við höldum ekki uppá jólin sem slík en um jólaleytið var haldin mikil hátíð til að fagna hækkandi sól. -Nú eiga mörg ykkar kristnar fjölskyldur, kemur það ekki að sök? -Nei, við reynum að taka þátt í jólahaldi með fjölskyldum okkar, en lengra nær það nú ekki. -Hver er munurinn á Ása- trúnni í dag og á dögum víkinga? -Við vitum ekki greinilega hvemig hún var, og svo er allt breytt þannig að það er svo margt sem ekki þýðir að taka upp núna eins og blóöfómir og slíkt, við höfum ekki áhuga fyrir því. -Hvert er þitt viöhorf til krist- innar trúar? -Það er nú frekar vinsamlegt, ég vil ekki láta kristnina ráða yfir mér en mér finnst hún alveg mega vera. -Hvernig heldur þú að málin muni þróast frá deginum í dag? -Það er nú svo mikill áhugi um allan heim fyrir því að vemda jörðina, þá sérstaklega fyrir manninum. Maðurinn er í raun- inni það eina sem er hættulegt jörðinni. Maðurinn verður eiginlega að vemda sjálfan sig fyrir sjálfum sér, vemda jörðin því annars getur hann ekki lifað áfram. Hmandi nýtt -njóttu þess MUNINN 41

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.