Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 5

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 5
Að afloknum kosningum Nú eru kosningar til skólafélags- stjórnar afstaðnar og nú er loksins komin ný skólafélagsstjóm. Mig langar til að leggja nokkur orð í belg varðandi þessi mál öll, sérstaklega vegna þess að ég átti hlut nokkurn í þessum hildarleik. Það má öllum vera ljóst, sem veit eitthvað um hvað málið snérist að þetta var tóm vitleysa nokkurn veginn frá upp- hafi og allt til enda. Lögin voru brotin þvers og kruss, það er þá sjaldan að til voru nokkur lög sem fjölluðu um þessar aðstæður sem upp voru komnar hvað og hvað skiptið, en það var sorglega sjald- an. Þetta er ótækt og verður að laga. Ég skora á fólk að taka sig nú sam- an og laga þessi blessuðu lög þegar þar að kemur næst. Skólafélags- stjórnin verður að hafa almennileg- ar reglur til að starfa eftir og ekki sakar að hún sjái einhverja ástæðu til að vinna eftir þessum ákveðnu reglum. Gunnlaugur Friðrik Friðriksson 3.F MUNINN - 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.