Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 7

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 7
• § t og lifðu hamingjusöm til æviloka ... og lifðu hamingjusöm til ævi- loka. Hver kannast ekki við þessi frægu lokaorð, þennan sígilda endi hvers ævintýrs. En hefur þér, les- andi góður, aldrei fundist þessi orð fjarstæðukennd? Það er sama hversu björtum aug- um menn líta á tilveruna, enginn óvitlaus maður myndi halda því fram að lífið sé eilífur dans á ró- sum. Það er nú einu sinni eðli þessa heims að undantekning sé frá sér- hverri reglu, og að böggull fylgir skammrifi. Þess vegna verður mað- ur ævinlega að vera viðbúinn því að inn á milli rósanna leynist þyrnar. Ef til vill má orða það sem svo, að best sé að klæðast þykkum skó- fatnaði er maður leggur upp í ferð- ina eftir lífsins göngustígum. Reyndar fær maður upp í hendurn- ar leiðbeiningar frá stjórnvöldum, vinum og vandamönnum. Eins konar vegahandbók, sem er ætlað að auðvelda manni að komast leið- ar sinnar í því völundarhúsi mann- legra samskipta sem lífið er. Regl- urnar eru hins vegar ekki jafn ein- faldar og þær virðast vera, svona við fyrstu sýn. Það er nefnilega æv- inlega ,,en“ einhvers staðar í text- anum. ... og lifðu hamingjusöm til ævi- loka, en... En hvað? Ef prinsessan kyssir réttan frosk, þá breytist hann í hávaxinn og myndarlegan prins, en... En það fer ekki fram hjá neinum að hann hefur verið froskur árum saman, sérstaklega vegna þess að hann nærist eingöngu á flugum. Þó svo Öskubuska væri bláfátæk og hefði ekki af öðru að státa en fal- legu andliti, þá kvæntist prinsinn henni, en... En eftir nokkur ár, er hún hafði alið honum fimm börn, fór fegurð hennar að fölna og prins- inn gerðist henni fráhverfur. Ef til vill skildi hann ekki við hana, held- ur tók sér hjákonur, en hvort held- ur sem var, þá er það nokkuð ljóst að Öskubuska lifði ekki hamingju- söm til æviloka! Hafðu þetta í huga næst er þú lest ævintýri, eða þegar hann kemur loks gæinn á hvíta hestinum. Mundu að ekki er allt sem sýnist. Spúkí sprund úr 3.G MUNINN ■ 7

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.