Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 12

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 12
Með lögum skal land byggja Það bar við dag einn að ritstjómar- meðlimur með ljósmyndara sé við hönd keyrði niður á lögreglustöð til að endumýja kynni sín af þessari stétt sem, því miður, þarf að búa við for- dóma hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Viðmælandi var á miðjum aldri og heitir Mattías Einarsson, hann er varð- stjóri og var viðtalið tekið inn á skrif- stofu þar sem spyrill blés í blöðm tvær helgar í röð nú í haust. í hvomgt skiptið tók hálsinn eða lögreglan nokkmm litabreytingum en ritstjórnarmeðlimur kvaddi og var kvaddur með virktum. Nú langaði spyril að endurnýja kynni sín af þessari göfugu stétt sem hefur það sem skyldu að vernda borgarana fyrir sér sjálfum. Spyrill telur það líka gott að menntskælingar fái smá innsýn inn í þankagang þessarar stéttar og þó þeir hafi ekki haft kynni af henni enn- þá, þá er aldrei að vita hvað getur gerst og þá er gott að hafa hugmynd um eftir hvaða leiðum stéttin hugsar. Viðtalið fer hér á eftir: Verður þú oft ástfanginn? - Ég hef bara einu sinni orðið ástfang- inn og það var af konunni minni. Kemur það einhvem tímann fýrir að þú veltir fyrir þér hvort það sem þú gerir sé siðfræðilega rétt? - Það kemur oft fyrir. Maður hugsar oft um það eftirá hvort ég hafi gert rétt, þó að ég hafi lögin kannski bakvið mig, þá er ekki alltaf gott að fara eftir þeim. Maður verður að vera mildur og sleppa því frekar en hitt. Maður verður að hugsa um hvað kemur á eftir. Hafa lögregluþjónar einhverja menntun í siðfræði? - Já, í skólanum fáum við margskon- ar fræðslu. Ttúir þú í Guð? - Já, það geri ég. Ég hef oft orði fyrir svoleiðis áhrifum að ég get ekki annað. Verða fangar betri menn? - Nei. Ertu hamingjusamur? - Já, ég get ekki neitað því. Lífið hef- ur leikið við mig. Hver er uppáhaldsliturinn þinn og uppáhaldsmaturinn þinn? - Uppáhaldsliturinn er ljóst og uppá- haldsmaturinn er fiskur. Finnst þér þetta viðtal vera vit- leysa? - Neineineinei. Hvað finnst þér um unga fólkið í dag? - Mér finnst vera illa að þvi vegið oft á tíðum. Ég hef reynt að taka málsstað þeirra. Unga fólkið er gott fólk og ég vil kenna uppalendunum frekar um en unga fólkinu. Eftir að hafa starfað hér í 34 ár þá vil ég segja að betra er að eiga við unga fólkið núna en þá. Ertu ungur í anda? - Ja, strákamir segja það. Myndir þú eyða lífinu öðruvísi núna ef þú yrðir ungur á ný? - Já, ég myndi hafa reynt að mennta mig. Hvað fínnst þér um hippana og, ,68 kynslóðina? - Stundum gengu þau fram af mér, aðallega í útgangi. Þetta var sama góða fólkið. Á þessum ámm var óróleiki í Menntaskólanum, en hann var ekki djúpstæður. Hippamir höfðu hinsveg- ar hátt. Elskarðu heiminn? - Já, ég get ekki sagt annað. Þó em til vondar hliðar, ekki hér á íslandi. Hvað finnst þér um síðhærða karl- menn? - Mér finnst það allt í lagi. Eru afbrotamenn verra fólk en við hin? - Sumir, alls ekki allir. Hefur þú einhvem tíman brotið eitthvað af þér? - Ekki svo ég viti, nema ég hafi ekið of hratt. Myndir þú vilja verða: skáld, geim- fari, skáld, doktor, trúður eða fylli- bytta? - Geimfari. Hvað finnst þér um drykkju ung- linga? - Ég vil nú segja það að það er ekkert vandamál hér á Akureyri, miðað við annars staðar. Ég held að við getum verið stolt af okkar ungu kynslóð. Lög- reglustarfið felst í því að koma sér vel við borgarana. Þetta gengur ekki öðm- vísi. Að þessu loknu svifu spyrill og ljós- myndari út í daginn á ný. 12 ■ MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.