Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 13

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 13
Skiptinemar Jan Wilm er þýskur skiptinemi sem flestir kannast við. Er algengt að strákar í Þýskalandi á þínum aldri séu með skegg? - Nei, það eru bara strákar sem nenna ekki að raka sig. Eru íslenskar stelpur hrifhar af þér? - Eg veit það nú ekki. Þú verður bara að spyrja einhverjar stelpur. Færðu vinnu í sumar? - Já, ég ætla að vinna í fiski úti á Hrísey. “Pabbi“ minn hérna reddaði því. Hverjir eru stærstu kostimir við ísland? - Hér er alltaf gott að borða, góðar kökur og svoleiðis. Mér líkar einnig vel hversu íslendingar standa vel saman, samhug. Umhverfið hér er fallegt, falleg ijöll og ekki mikið af ‘ ‘stórum vegum‘ ‘ sem spilla náttúrufegurðinni. Ferðu mikið út að skemmta þér? - Já, stundum á föstudögum og þá bara eitthvert niður í bæ. Jan Witm Sigurður Ólason Sigurður Ólason, 18 ára í l.B, var skiptinemi í sveitahéraði í norðurhluta Tæ- lands 1990-1991. Hvernig var tælenski skólinn, sem þú varst í? - Þetta var 1500 manna sveitaskóli. Það ríkti mikill agi og það var alveg leyfilegt að berja krakkana ef þau brutu settar reglur. Það þurftu t.d. allir að fara í röð þegar þeir fóru milli stofa og kennurunum var sýnd mikil virðing. í skólanum gengu allir í sérstökum skólabúningum og voru með sérstaka skólaklippingu. Hvemig eru krakkamir í Táelandi? - Þau eru miklu kurteisari en við, það eru engin svona læti í þeim. Geturðu sagt okkur frá drykkjusiðum ‘Relendinga? - Nemendum í skólanum er bannað að drekka og ef þeir óhlýðnast og kennarinn kemst að því, þá er þeim refsað. Kennararnir og “þetta“ drekka allir saman á hverjum degi sem er. Vín er selt alls staðar, í öllum búðum. Bændurnir drekka líka daglega, fá sér snafs áður en þeir fara á akurinn og eftir að þeir koma af hon- um. Saknaðirðu ekki skíðanna og íslenska hrossakjötsins? - Ég saknaði skíðanna, en ég hafði nú hundakjöt í staðinn fyrir hrossakjöt. Hundakjötið var mjög gott. Svona að lokum, gætirðu þá sagt eitthvað (og skrifað) á tælensku? ÉG ELSKA ÞIG tX/ 3J flflfU) (borið fram: pom ragg kún). J MUNINN -13

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.