Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 15

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 15
Ingrid er nýsjálenskur skiptinemi sem dvelst nú hér á íslandi á vegum AFS. Hvemig líkar þér skólinn? - Það er mun afslappaðra andrúmsloft á milli nemenda og kennara hér heldur en úti. Hér er meiri heimavinna og ég held að nemendur hér þurfi að leggja meira á sig við námið. Hvað gerið þú eftir skóla? - Ég fer í tónlistarskólann þar sem ég er að læra á gítar. Ég starfa einnig mikið með AFS, fer á fundi þar sem við gerum ýmislegt. Hvemig finnst þér klæðaburður íslenskra unglinga? - Mér brá nú aðeins fýrst en ég er farin að venjast þessu núna. Klæðaburðurinn er mjög frábrugðinn, við göngum meira í svona , ,hversdagslegum“ fötum. Við erum venjulega í íþróttagöllum svona dags daglega og þegar við förum út en í skólanum göngum við í skólabúningum. Hver er meginmunurinn á íslenskum og nýsjálenskum krökkum? - Þið eruð mun lengur úti á kvöldin og drekkið meira. Við ljúkum námi venjulega fýrr en þið, ég meina fólk er ekki í skóla þegar það er orðið 18,19 og 20 ára gam- alt. Þið eruð þess vegna kannski þroskaðari. Hvemig finnst þér viðhorf íslenskra unglinga vera til kynlífs? - Það er öðruvísi, mun frjálslegra. Ingrid Aageson Stephanie Allison er 19 ára gömul stúlka frá Colorado sem dvelst nú hér á Akur- eyri sem skiptinemi. Hvemig finnast þér íslenskir strákar? - (hik) skemmtilegir og sumir nokkuð myndarlegir. Hvemig finnst þér íslenska sjónvarpið? - Fínt, mikið af bíómyndum með ensku tali. Hvemig líkar þér maturinn? - MJÖG góður, sjáðu (bendir á lærin á sér)! Hvemig voru jólin hjá þér, fékkstu heimþrá? - Það var gaman á jólunum. Venjur og siðir þó mjög ólíkir því sem ég á að venjast en þau voru samt mjög ánægjuleg. Ég get ekki sagt að ég hafi fengið heimþrá. Fjölskyldan sem ég er hjá hefur verið mér mjög góð. Jólin hér eru svona íjöl- skylduhátíð. Hefurðu ferðast mikið um ísland, finnst þér landið fallegt? - Ég hef ekki skoðað mikið núna, hef þó komið að Hólavatni og farið til Reykja- víkur. í sum fer ég hringinn í kringum landið. Mér finnst landið mjög fallegt. Stephanie Allison Viðtölin tóku Silja og Erna. MUNINN • 15

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.