Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 20

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 20
Körfuknattleiksmót Miðvikudaginn 24.04.1991 fór fram bekkjarmót karla í körfuknattleik og heppnaðist það í alla staði mjög vel. 4.bekkur dróst gegn l.bekk og 3.bekkur gegn 2.bekk. 4.bekkur sigr- aði l.bekk með nokkrum yfirburð- um. (Þó svo að munurinn í lokin hafi ekki verið meiri en 2 stig þá ber að geta þess að 4.bekkingar ákváðu að hvíla sinn besta mann stóran hluta síð- ari hálfleiks til að vera betur búnir undir átökin í úrslitaleiknum og spil- uðu þá 4 á meðan!) í hinum undanúr- slitaleiknum sigruðu 3. bekkingar mjög létt en þeir nýttu sér ekki nógu vel þennan mun til að hvíla sína bestu menn eins og 4. bekkingar gerðu. Það voru því fjórðu og þriðju bekk- ingar sem léku til úrslita. (Þess ber að geta að flestir leikmanna beggja liða höfðu áður leikið til úrslita þegar 4. TX sigraði 3. U í bekksagnamóti því sem fram fór fyrr í vetur og ætluðu 3. bekkingar sér ekki að láta 4. bekk- inga endurtaka þann leik, því eins og margir vita þá eru 4 skólaliðs- menn í liði 3. bekkinga.) En það voru baráttuglaðir 4. bekkingar sem höfðu undirtökin allan leikinn. Þar kom glögglega í ljós hversu vel her- bragð 4. bekkinga hafði heppnast þar sem þeirra besti maður kom sterkur inn á meðan að 3. bekkingar virtust hálfþreyttir og leiddu 4. bekkingar 14-10 í hálfleik. í síðari hálfleik lifn- aði heldur yfir 3. bekkingum en þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og það voru því 4. bekkingar sem fóru að lokum með sigur af hólmi 28-26 eftir æsispennandi lokamínút- ur. Hér með fylgir svo listi yfir þá leikmenn sem léku fyrir hönd 4. bekkinga í þetta sinn ásamt lista yfir kvikmyndatökumenn þeirra. Þjálfari: Arnaldur Skúli Baldursson. Leikmenn: Bakverðir: Héðinn ,,Magic“ Sigurðsson 4.T Ómar ,,Pain Ttain'‘ Árnason 4.X Miðherji: Jón ,,High Ibwer“ Jónasson 4.T Framherjar: Erlendur ,,Barkley“ Þorsteinsson4.X Þórir ,,Bird“ Áskelsson 4.F Kvikmyndatökumenn: Sigurður Stefán Haraldson 4.U Sigurður Jónsson 4.U Þórarinn Fr. Malmquist 4.U H/Körfuknattleiksráð Í.M.A. MyndLir írá bekkj amótinu 20 ■ MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.