Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 22

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 22
til Magnúsar Pálma Opið bréf Ima Ornólfssonar, ritstj ritstjóra Munins Akureyri, 30. apríl 1991. Elsku Maggi! Þegar ritstjómin auglýsti eftir efni í þetta blað flaut með á auglýsinga- spjöldunum spumingin: ,,Er Li- verpool búið að vera?” Þvílík fjar- stæða og fásinna! Við vitum að þú hef- ur ekki mikið vit á knattspymu, eins og berlega kemur fram í þeirri stað- reynd að uppáhaldslið þitt í ensku deildinni er Arsenal (Arsenal þýðir vopna- búr eins og sést glögglega á knatt- spymuhæfileikum þessara tukthús- lima), og einnig á því að á skrifborðinu þínu em minnismiðar eins og , ,aldrei að fikta í annarrardeildar leikjum!” (ófarir í getraunum). Það er greinilega útbreiddur mis- skilningur hjá þér og nokkmm vina þinna að vegna þess að Liverpool hafi gengið illa í nokkmm leikjum í mars og apríl þá séu þeir svo gott sem fallnir niður í aðra deild. En allt á þetta sér sína skýringu. í kjölfar þess að Dalglish yfirgaf Li- verpool á mjög óheppilegum tíma skapaðist nokkur ringulreið í herbúð- um liðsins auk þess sem lykilmenn, s.s. Bmce Grobbelar, slösuðust alvar- lega. En þetta var einungis tímabundið ástand. Nú þegar Graham Souness hefur tekið við stjóminni er Liverpool á sigurbraut á ný, eins og glögglega kom í ljós í síðustu viku er Liverpool „saltaði” Arsenal í góðgerðaleik. Og góðgerðarleikur er leikur eins og hver annar deildar- eða bikarleikur, þannig ekkert þýðir að reyna að afsaka þau úr- slit. Þegar við töluðum við Graham Sou- ness í síðustu viku, fullvissaði hann okkur um að nú stæði ekkert í veginum og Liverpool yrði meistari 1991. Við viljum einnig benda á árangur fýrri ára. Liverpool hefur um árabil verið í toppbaráttunni í ensku deild- inni. Liðið hefur orðið tvöfaldur meist- ari og það munaði minnstu að þeir yrðu deildarmeistarar 1989 (og ynnu þar með tvöfalt aftur). Arsenal skomðu þá beint úr óbeinni aukaspymu og skomðu svo rangstöðumark á 92. mín- útu. Það þykir sannað að Areenal hafi mútað dómaranum. Liverpool varð svo deildarmeistari 1990. En Maggi minn, við munum fyrirgefa þér í þetta skiptið. Þú átt eftir að þrosk- ast og vitkast með ámnum. Kannski muntu sjá að Liverpool er og verður best. Eða eins og kom í ljós í herberg- inu þínu fýrir nokkm síðan: Arsenal stínks!!! Virðingarfyllst, Erlendur Smári Þorsteinsson, 4.X Hákon Heimir Sigurðsson, l.F Svavar Pálsson, l.D 22 • MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.