Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 23

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 23
Athugasemdir ritstjóra Ágætu skólafélagar! Þið byrjið ykkar ágæta bréf á því að spyrja: ,, Er Liverpool búið að vera? ,, Þetta er í sjálfu sér heimskuleg spum- ing enda hefur Liverpool aldrei verið neitt annað en skítug borg með léleg- um knattspyrnuliðum. Og eitt mikil- vægt: ,, Ég hef sérstakt knattspymu- innsæi, sem mér hlotnaðist á Sjúkra- húsi ísafjarðar (þ.e. við fæðingu), og það má glögglega sjá á getraunaár- angri!“ Að öðm leyti: 1. Dalglish er bara fyrsta rottan sem yfirgaf sökkvandi skip. 2. Allir vita að í góðgerðaleik em þeir góðu góðir við þá lélegu! 3. Það er líklegra að Pappírs-Pési verði forseti en að Liverpool verði meistari í ár. 4. Graham Souness er Jömndur hundadagakonungur II 5. Liverpool-Arsenal 0:2 Arsenal þurfti að vinna 2:0 og það gerðu þeir næsta auðveldlega. Ef þeir hefðu þurft að vinna 3:0 hefðu þeir gert það. Fyrra markið var fullkomnlega löglegt og var þar að verki Alan Smith sem skoraði með glæsilegum skalla. Seinna markið var skorað á 91. mínútu og var ÍAU frá því að vera rangstöðumark. Það er nú svo að þegar annað liðið (í þessu tilfelli Liverpool ) liggur grenjandi í grasinu hálfan leikinn er ekkert annað fyrir dómarann að gera en að lengja leikinn, svo einfalt er það nú. 6. Liverpool hefur alltaf verið, er, og verður um ókomna framtíð, ljót og skítug borg með stjamfræðilega léleg- um knattspyrnumönnum. Virðingarfyllst, Magnús P. Ómólfsson, Bolvíkingur. MUNINN ■ 23

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.