Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 24

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 24
Guð er ekki til Þegar ég var yngri og að mestu ómót- aður í skoðunum á lífinu og tilverunni, spurði ég prestinn minn hvort skrifa ætti guð með litlu eða stóru g-i. Prest- urinn blessaður sem um þessar mund- ir hamraði heitt jámið og barðist við að troða skoðunum sínum á heimsmynd, byggðri á kristni, inn í okkar galopnu sálarveröld, svaraði um hæl að guð ætti að skrifa með stómm staf því hann væri persónulegur og héti ,,Guð“. Eg var hæstánægður með þessa ein- földu og fallegu lausn. í næsta stafsetn- ingartíma kom guð fyrir og ég þóttist nú góður og minntist orða prestsins. En viti menn skólastjórinn sem kenndi okkur hleypti brúnum og setti rautt strik undir almættið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég leiddi hugann að tilvist guðs. Hvor sagði ósatt, presturinn eða skólastjórinn? Skólastjórinn hafði alltaf höfðað meira til mín en presturinn, svo þetta fór að valda mér allnokkm hugarangri. Spumingunum rigndi yfir móður mína. Hvar er guð? Hugsar hann eins og við? Er guð náttúmafl eða er hann yfir höfuð til? Ég fékk svör en engan veginn fullnægjandi. Fljótlega nennti ég ekki að pæla meira í þessu og skrif- aði guð með stómm staf hjá prestinum en litlum hjá skólastjóranum. I seinni tíð hef ég aftur farið að hug- leiða tilvist guðs, og núna tel ég að okk- ar guð sé ekkert annað en orð yfir kær- leikann sem býr í okkur sjálfum. Það er enginn persónulegur máttur sem dæmir lifendur og dauða og stjómar öllu sem hann vill. Nei því miður. En það er þægilegt og sáluhjálp fólgin í því fyrir veikar sálir að trúa á einhvem þama sem hægt er að biðja um hjálp. í aldanna rás hafa trúarflokkar fund- ið sér eitthvað til að trúa á, og það tak- markaðist af umhverfi þeirra. T.d. var guð grimmra veiðimannasamfélaga grimmur og guð mannæta var með stóran munn en flestir vom guðimir skurðgoð. Þó mikið vatn hafi steypst niður Goðafoss síðan Þorgeir drekkti goðunum okkar gömlu emm við í raun enn að bögglast með sömu hugmynda- fræðina. A txmum hans vom goðin mörg en nú er guðinn aðeins einn og ósýnilegur. Við lítum enn á guð sem eitthvað yfimáttúmlegt og biðjum hann til að ná eyrum hans en áður fýrr fómuðum við dýram. Munurinn er einungis fólginn í örlítilli siðmenntun. Við emm enn að biðja einhvem um að hjálpa okkur eða styrkja. Einhvem sem er réttlátur, veit allt og getur allt, almættið sjálft. Höfum þetta hugfast þegar við hlæjum að takmörkum okk- ar frumstæðu forfeðra. Ég er ekkert á móti kristindómnum sem slíkum því það em mjög margir sem trúa heitt og innilega á guð. Það gefur þeim styrk til að mæta mótlæti og standa óhræddir frammi fýrir dauðan- um, því guð tekur víst alla í sitt ríki bæði háa og lága. Bernskutrúin er þó allra mikilvægust því þá lesa bömin allar dæmisögumar og fá á tilfinning- una hvað er rétt og hvað rangt. En eftir að sjálfstæðri hugsun er náð tekur bara ekkert við. Ég fer í kirkju-þar er jú ágætur andi. En eftir að hafa hlustað á sömu tugguna og alltaf, og oftar en ekki samhengislausa ræðu í kjölfarið, sem á sér enga stoð í raunvemleikan- um, fýllist ég tómleikatilfinningu og verð hálf gramur. Ég verð alltaf betur og betur sannfærður um að þjóðkirkj- an sé full af lélegum ræðumönnum sem kolféllu í Háskólanum og komust ekki í gegnum neitt annað en guðfræði. Það er ekki auðvelt að afneita bernskutrúnni, en hvað ber að gera þegar vitundin hrópar: ,,Guð er ekki til“. Hilmar Agústsson 3.X 24 • MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.