Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 27

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 27
Ég held ég þjáist af déjá vú þessi staður er ei alveg new fyrir mér... - að minnsta kosti ekki....ha? Nú veit ég af hverju ég er svona... eitthvað finnst mér ég kannast nú við þetta... hjáipaðu mér... - Guð minn góður, ég hef ient í déjá vú! Já, og plís og bittenú það er alveg hreinasta true! Fé Er ástin yndisleg? Ég elska moldina, grasið og hafið -hafið er svo mjúkt. Ég elska fjöllin og dalina -fjöllin eru eins og englar þau vaka yfir okkur, alltaf. Ég elska veturinn, sumarið vorið og haustið -þó mest haustið því það er eins og hugsanir mínar. Ég elska himininn og allar stjömumar mínar. Mér finnst yndislegt að elska þetta allt. Ég elska þig... -af hverju finn ég þá svona til? Ég er tvíburi sálar minnar en það er enginn sem veit það. Við emm eineggja og í sama líkama en gjörólíkar. Ég hlæ en sái mín grætur. Ég segi að ailt sé í lagi en kem um leið í veg fyrir að sál mín fremji sjálfsmorð. Ég held að ég eigi fallega sál. Hrollka.lt ljós. í takt tvö hjörtu á eftir brotnaði himininn og hún var ein. Var hún kannski draumur Fata morgunvætunnar eða gleðikona gærdagsins? Honum var sama. Ljósin slokknuð þyrnigerðið vaxið og hliðin læst. Ég er ein fyrir utan. MORG UNDÖGGIN. Ef ég væri falieg Ef ég væri gáfuð Ef ég væri skemmtileg Þá ættirðu engrar undankomu auðið. Ég mundi neyða þig til að líta til mín og halda þér svo föstum. Ef ég væri fullkomin hetja. SJÁLFSVORKUNN. kannski er ég eins og afgangskubbur sem passar ekki í eina gatið sem er eftir í pússluspilinu. Stafimir birtast og allir standa á fætur og fiýta sér burt. Til hvers að leika í bíómynd þegar enginn vill vita hver ég er. HROLLKALT UÓS. Hrafn, strönd og sól 'IVeir hrafnar fijúga í átt til horfinna heimkynna einarðir og tregablandnir Langt, langt fyrir neðan er ströndin spegilslétt og eyðileg Þeir fijúga í átt til takmarks þar sem himinn, sjór og strönd mætast, vonglaðir um að lokum nái þeir áfangastað Thktfastur vængjasláttur fleytir þeim lengra og lengra Og upp kemur sólin og varpar tveimur skuggum á ströndina langt langt fyrir neðan Heimurinn speglast í augum þeirra og þeir steypast inn í hann og inn í sjálfa sig í algleymi augnabliksins GFF3F MUNINN - 27

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.