Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 30

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 30
Hreysti og heilbrigði FORMÁLI Enn einu sinni kemur Sverrir Páll með ritgerðarefni hin ýmsu og leggur þau fyrir nemendur sína sem stynja og rymja og hafa allt í einu alltof mikið að gera. En Sverrir Páll er ekki af baki dottinn og skýtur á móti hinum ýmsu rökum sem hæfa á viðkvæma staði nemendunum til mikillar skapraunar. Og hinn 22. febrúar síðastliðinn skall ógæfan yfir, Sverrir Páll potaði tússinu á töfluna og út úr tússinu streymdi alls konar viska í formi blárra bókstafa sem mynduðu orðin sem mér eru svo hug- stæð í dag, ,,nebblega“ : Hreysti og heilbrigði. Jú, ég ætla að eyða hér nokkrum tíma og pappír í að sýna fram á hvað það er mikilvægt, ef ekki lífsnauðsyn- legt fyrir okkur að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Því læt ég hér fylgja smásögu nokkra úr smiðju minni um það, hvernig EKKI á að lifa lífinu. Með von um að þér líki blekeyðslan. Höfundur LITLA SKYNDIBITABLÁ OG MÖRLANDARNIR SJÖ (7) Einu sinni var lítil prinsessa sem hét Litla Skyndibitablá. Bjó hún ásamt föður sínum Mörálfi og illri stjúpu sinni, frístundanorninni Fláfagurri, í landi skyndibitanna. Land skyndibit- anna var undarlegt land. Þar var aðal- dánarorsök velmegunarmanna svo- kallaðar næringarefnagangtruflanir sem smám saman tóku völdin í líkama þeirra sem þær fengu. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þannig var mál með , ,vöxtum‘ ‘ að Flá- fögur frístundanorn þoldi ekki Litlu Skyndibitablá og var sífellt að hugsa um leið til að losna við hana. Ráðfærði hún sig við örbylgjuofninn sinn Ossi- bissu til að sannfærast um yfirburði sína. “Ossibissú, herm þú mér, hver hér á landi fær fituklístrugasta bitann úr þér?“ Og ávallt svaraði Ossibissa því til að drottningin fengi bitann, en í dag svaraði hinn fláráði örbylgjuofn því, að Litla Skyndibitablá fengi bitann. Sturl- aðist þá drottning og ákvað í eitt skipti fyrir öll að losna við Litlu Skyndibita- blá. Reyndi hún allt, bólusetningu, þriggja korna brauð, lýsi, súrmjólk, vítamín, hárlakk, mulið kattarhor, gin- seng 215cllGti, en Litla Skyndibitablá stóðst öll þessi meinhollu eiturefni. Loksins var bara um eitt að ræða. Drottning kallaði Litlu Skyndibitablá fyrir sig og sagði: “Æ, elsku litla Blá. Ég þarf að segja þér gleðitíðindi. Ég hef uppgötvað nýj- an skyndibitastað sem er með fitu- klístrugustu kjúklingabitana, bjúgur- söltuðustu frönskurnar, olíumettuð- ustu kokteilsósuna og rjómalagað hrá- salat með púðursykri.“ “Vá, maður. Émeinaða!“ Litla Skyndibitablá var yfir sig hrifin. “En hvemig kemst ég þangað?“ “Svona, róleg stúlka mín (tíh, híh, híh, híh). Ég skal segja þér það. Þú ferð sem leið liggur eftir Hamborgaravegin- um, ffamhjá Coca-pepsi vatni og ferð síðan til hægri inn á Snittuveg. Labbar eftir honum dágóða stund þar til þú kemur að Skógi hinna ffönsku kart- aflna. Þú skakklappast í gegnum hann og þá ertu komin á staðinn (hah, hah, hóh, hóh, híh, híh).“ “Loksins, loksins laus við hana“ hugsaði Fláfögur, ,,nú munu súkku- laðiffoskarnir í skóginum éta hana. Já, feitum er ekki forðað/ ‘ Og Litla Skyndibitablá lagði af stað og fylgdi leiðinni samviskusamlega. En í Skógi hinna frönsku kartaflna villtist hún og var búin að missa alla von þegar hún kom í lítið rjóður og sá, ótrúlegt en satt, hangiketsrúllu á stærð við hús. Hún gekk að rúllunni með gaulandi garnir, og viti menn, verði ljós, en því miður opnaðist hurðin bara og inn gekk Litla Skyndibitablá. Inni í rúllunni var allt í viðbjóðslegri röð og reglu, en “akkgúrat“ þá rak Litla Skyndibitablá augun í borð (og meiddi sig voða, voða mikið) og á borð- inu var matur, matur í hrúgum. Hún réði ekki við sig lengur. Hún stakk sér 30 - MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.