Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 40

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 40
Gekk illa að fá bflpróflð í gegn Vegna þess hve blaðamenn Munins eru alltaf forvitnir um hagi annarra komu þeir sér inn til Jóns Stefánssonar á heimavistinni. Þeir demdu suming- um á Jónsa og hann svaraði eftir bestu getu. Hvaðan ertu og í hvaða skóla varstu? — Ég er frá Kagaðarhóli í Aust- ur-Húnavatnssýslu og var í Húnavalla- skóla. Hvers vegna ákvaðstu að koma hingað í MA? — Það kom eiginlega ekkert annað til greina, nema þá að fara í MH þar sem hann er eini framhaldsskólinn sem er aðgengilegur fyrir fatlaða. En ég hafði engan áhuga á að fara þangað. Hvemig hefur þér gengið að kom- ast á ferða þinna, milli húsa og inn- an húss? — Ágætlega, þetta var þreytandi til að byrja með en ég var fljótur að venjast því. Ég læt það ekkert fara í taugarnar á mér. Þú æfir íþróttir er það ekki? — Jú, ég æfi boccia og borðtennis með íþróttafélaginu Akri úti á Bjargi. Hvemig hefur þér gengið f keppni? — Það hefur bara gengið nokkuð vel, ég hef keppt á þremur íslandsmótum og farið út til Svíþjóðar og keppt þar í sveitakeppni í boccia. Einhveijir verðlaunapeningar? — Já bæði fyrir boccia og borðtenn- is. Svo keppti ég í bekkpressu á ís- landsmótinu í fyrra og lenti þar í öðru sæti. Lið Akurs komst að vísu ekki í úrslit í Svíþjóð þegar við kepptum þar í byrjun febrúar, en það munaði litlu, riðillinn var mjögjafn. í lokin vom þrjú lið efst og við töpuðum á stigum. Þú hefur starfað með Sjálfsbjörg hvemig kom það til. — Mamma hefur verið með í félaginu alveg frá stofnun þess og þá fyrir mína hönd til að byrja með, þar sem ég gat ekki byrjað fyrr en ég var orðinn sextán ára. Síðan hef ég verið fulltrúi félagsins á tveimur landsþingum og er varamað- ur í æskulýðsnefnd og menntamála- nefnd sem annar fulltrúi landsbyggð- arinnar. Borðarðu svið? — Já, já, já, en ekki sviðasultu. Nú ertu búinn að fá sérútbúinn bíl. Hefur hann ekki breytt miklu fyrir þig? — Jú, ég fékk bílinn í ágúst og tók svo bílprófið í október. Þetta er lítill og þægilegur Subam justy, fjórhjóladrif- inn og sjálfskiptur, enda verður hann að vera það. Hvemig er hann sérútbúinn? — Bensíngjöfin og bremsurnar em í stöng við hliðina á gírstönginni, þannig að ég get bara haft aðra höndina á stýr- inu, það er sérstakur hnúður á stýrinu svo ég eigi auðveldara með það. Vom breytingamar ekki dýrar? — Nei, þær kostuðu mig ekkert, tryggingamar borguðu það allt saman. Var ekkert erfitt fýrir Jónas að kenna þér á þennan bfl? — Nei, það gekk mjög vel. Hann var fyrst að hugsa um að setja aukabúnað í bílinn, en svo þurfti þess ekki. Reyndar gekk nú ekkert voðalega vel að fá bílprófið í gegn, það var einhver reglugerð sem flækti málið því ráðu- neytið þurfti að samþykkja bílinn sér- staklega. Það var ekki nóg að Bifreiða- eftirlitið gerði það. Hvað hefurðu hugsað þér að feggja fyrir þig í framtíðinni? — Ja..., bara klára þennan skóla og sjá svo til. Ég ætla alla vega ekki að verða kennari. 40- MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.