Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 42

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 42
Orfá vamaðarorð Ætluð þeim er hyggja á nám á málabraut Nám á málabraut getur hafist strax í fyrsta bekk, með því að velja frönsku 102 á 2. önn. Þó er ekki sjáfgefið að þeir sem fara í fra 102 á 2. önn fari á málabraut og heldur er ekkert víst að þeir sem ekki fara í fra 102 á 2. önn fari ekki á málabraut. En, hættum nú öllu skemmtiskrafi. það er alkunna að konur eru list- hneigðari en karlmenn, það er jafn- framt alkunna að fleiri konur en karlar fara á málabraut. það er því betra að vera við því búinn að vera bæði list- hneigður og kvennlegur þegar fjögra ára málabrautamámi er lokið (höf. vill góðfúslega benda á karlpening 4. A þessu til staðfestingar.) það sem greinir málabraut einna helst frá öðrum brautum skólans er að þar lærum við frönsku og við tökum heldur dýpra í árinni í ensku, dönsku, þýsku og íslensku (Glöggir lesendur hafa líklega nú þegar áttað sig á hvernig nafn brautarinnar er tilkomið.) Nám á málabraut er skemmtilegt skapandi, og hentar þeim vel er hyggja á nám í lögfræði,bókmenntum, sögu eða heimspeki svo eitthvað sé nefnt, en auðvitað gefur stúdentspróf af mála- braut miklu fleiri möguleika en það sem nú er talið. Það er gjarnan siður þeirra er hneigðir eru til vísinda (eru með öðrum orðum rúðustrikað þenkjandi) að henda gam- an að málabraut og tala með léttúð um hinn mannlegu fræði. Við þá vil ég segja: De omnibus dubitandum est. Sic transit gloria mundi. Stefán Gunnarsson FELAGS- FRÆÐIBRAUT Aðalkosturinn við að velja þessa braut er sá að námið er mjög fjölbreytt. T.d. eru áfangar í sálfræði, líffræði, efnafræði, stjórnmálafræði, landa- fræði, heimspekiogþjóðhagfræði, auk hefðbundinna greina svo sem tungu- mál og saga. Áfangauppröðun er ágæt og einnig þeir áfangar sem í boði eru. Hins vegar er það mat margra að valáfangar ættu að vera fleiri og niðurröðun þeirra á annir skynsamlegri. Á næstunni má búast við einhverjum breytingum í þessu sambandi þar sem einhver upp- stokkun á að eiga sér stað innan braut- arinnar. Á þetta líkast til við um allar brautir. í heild sinni nýtist námið vel og ekki síður í hinu daglega lífi. Við lærum um legu landa, um þroska barna, um upp- byggingu líkamans, um þróun stjóm- mála, rökrétta hugsun og um stjórnun efnahagslífsins. Námið er á allan hátt þroskandi. í tímum skapast oft líflegar umræður út frá námsefninu og er þá oftast ú'f í tuskunum. Þetta er mjög mikilvægt því þá skiptumst við á skoðunum, kynn- umst nýjum sjónarhornum, auk þess sem við verðum að standa fyrir máli okkar. Við læmm að taka tillit til skoð- anna annarra og að umgangast aðra. Að lokum viljum við segja það að sá sem velur þessa braut getur farið í hvaða nám sem er. Ásrún Elmars 4. F Martha Hreiðars 4. F NÁTTÚRU- FRÆÐIBRAUT I upphafi skapaði guð himinn og jörð en það skiptir auðvitað engu fjandans máli hér. Eins og allir vita sem hafa eitt- hvað á milli os frontalis og os parietalis þá er náttúrufræðideild tilvalin fyrir þá sem vilja halda sem flestum möguleik- um opnum. Það er í rauninni hægt að fara út í hvaða framhaldsnám sem er, eftir að hafa útskrifast af náttúmfræði- braut, með álíka góðan undirbúning og af hverjum hinna brautanna. Læknir, veðurffæðingur, mannfræðingur, dönskukennari, bara að nefna það. En eins og þetta er mikið tuð, þá er það jafn augljóst að nám á náttúmfræði- braut leggur bestan gmnn til raun- greinástundunar ýmiskonar í framtíð- inni. Það segir sig sjálft að aðaluppi- staðan á náttúmfræðibraut em greinar eins og stærðfræði, efnaffæði og líf- fræði að ógleymdri íslenskunni. 42 - MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.