Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 43

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 43
Ýmsar aðrar áhugaverðar fræðigreinar fylgja svo með, t.d. eðlisfræði, svo að- eins ein þeirra sé nefnd. En til þess að koma í veg fyrir að menn ani út í eitt- hvert vitleysuflan, þá skal það fram tekið að ágætt er að hafa sæmilegt stærðfræðivit og að vera „fræðilega sinnaður“(Þórir Sig. ’90) ef stefnan er sett á náttúrufræðideild. Einnig er ágætt að geta séð hlutina ffá sjónarhóli vísindanna og gleyma þá ekki að framgangur þeirra skiptir meira máli en ffami einstaklingsins. Þess ber þó að geta hér að nám á náttúrufræðibraut getur haft krónísk áhrif á skeptískan hugsunarhátt sem leitt getur af sér stereóspesifíska fústrerun og geómetr- ískan horror. Ef valið stendur milli náttúrufræði- og eðlisffæðibrautar er valið einfalt nema að viljir hafa nóg að gera síðustu önnina í 4.bekk. Ef gera á upp á milli hinna brautanna og náttúrufræðideild- ar þá þarftu að spurja sjálfan þig, hvort þú ert tilbúin(n) að leggja það á þig að kryfja ánamaðk, anda að þér ammon- íaki, hrista af þér föll og ferla og taka þátt í Litlu Ólympíuleikunum. Ef þú hefur andlegt jafnvægi til að svara þessum spumingum játandi þá er nið- urstaðan skýr. Arnaldur Skúli og Stebbi 4. U Eðlisfræðibraut. Það hefur löngum verið talið að eftir- farandi jafna gilti almennt: eðlisfræðibraut =snarruglaður lýður, sem best er að hafa sem minnst samskipti við + erfitt og krefjandi nám. Því er ekki að neita að oft hafa fremur sérlundaðir persónuleikar valið að nema á eðlisfræðibraut en í flestum til- fellum hefur verið um að ræða fremur meinlaus grey sem hafa ekki viljað neitt illt með háttalagi sínu og er und- arlegt hegðunarmynstur ekki skilyrði fýrir inngöngu á eðlisfræðibraut. Hinsvegar er nokkuð til í því að nám- ið er krefjandi. Það er þó ekki erfitt, ef viðkomandi hefur áhuga á stærðffæði og eðlisfræði á annað borð, en að hafa áhuga á raunvísindum verður að teljast skilyrði fýrir því að vera á eðlisfræði- braut. Námið einskorðast að mestu leyti við stærðfræði og eðlisfræði auk áfanga í efnafræði, líffræði, tölvuffæði og stjömufræði. Fyrir utan það em áfang- ar í tungumálum og sögu sem sumir, og þá helst fjórðubekkingar, hafa fundið ástæðu til agnúast út í. Námið er þroskandi og reynir mjög á rökrétta hugsun. Valfrelsi er fremur lítið, oftast stend- ur á valblaðinu: ‘ ‘ Veljið A‘ ‘. Þetta er þó ekki einstakt fýrir eðlifræðibraut. Á flestum brautum em valáfangar fáir. Það stendur þó til bóta samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Ekki er hægt, með góðri samvisku, að segja að námið nýtist mjög vel í dag- legu lífi. Það er fremur sérhæfður und- irbúningur fýrir háskólanám í raun- greinum og er mjög æskilegt að við- komandi viti hvað hann ætlar sér að gera í framhaldi af stúdentsprófi. Hinsvegar er engum leiðum lokað í sjálfu sér. Fjölmargir möguleikar em á framhaldsnámi. Fyrir utan nám í verk- ffæði, stærðfræði, eðlisfræði eða efna- fræði svo nokkuð sé nefnt, þá er vel hugsanlegt að fara í læknisffæði eða annað því tengt, einnig í mannfræði eða íslensku eða hvað sem viðkomandi dettur í hug. Bækur og kennsla em upp og ofan eins og gengur og gerist en þó ffemur í betri kantinum. Helst hefur verið kvar- tað yfir leiðinlegum bókum í eðlisffæði og margoft hefur verið stungið upp á því við deildarstjóra að taka ffemur upp námsefni á ensku ef ekki finnst skárra efni á íslensku (og er gert hér enn einu sinni). Eins og gefur að skilja geta kennslu- stundir verið þyrrkingslegar og ekki tilefni mikilla umræðna. Fólk lætur það þó ekki hindra sig að þurfa að fara út fýrir efnið (e.t.v. dálítið allhressi- lega) ef um mikil þjóðfélagsleg hitamál er að ræða. Algjör óþarfi er að láta hræðilegar og oft á tíðum ýktar sögur skelfa sig held- ur láta verða af því fara í X-ið ef hugur- inn stefnir um ómælisvíddir stærð- fræðinnar. Erlendur Smári 4. X MUNINN - 43

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.