Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 46

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 46
4T Heiður María Loftsdóttir - er að fara til Svíþjóðar að vinna. Hildigunnur Smáradóttir - er í skóla í Freiburg. Hildigunnur Þráinsdóttir - kennir í Grunnskóla Bolungarvíkur við góðan orðstír. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - er au pair í Kaupmannahöfh. Ingveldur Guðmundsdóttir - vinnur í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Jón Skjöldur Karlsson - vinnur hjá Rafmagnsveitunum Akureyri. Jónas Þórðarson - er í viðskiptafræði Háskólanum. Kamilla Rún Jóhannsdóttir - vinnur í tískuvöruverslun í Reykjavík. Nanna Sigrún Bjamadóttir - vinnur á auglýsingadeild Dags. Steinunn Harpa Jónsdóttir - er heima í sveitinni. Svanhildur Pálsdóttir - er að kenna í Varmahlíð. Unnur Mjöll Dónaldsdóttir - vinnur á Kópavogshæli. Þorbjörg Þóra Gunnarsdóttir - er húsmóðir. Þorgerður Aðalgeirsdóttir - er skiptinemi í Þýskalandi. Þóra Agnes Jósefsdóttir - vinnur í Reykjavík. Þórhalla Agústsdóttir - vinnur á Elliheimilinu Nausti. 4M Friðrik Óttar Friðriksson - er við þýskunám í Göttingen. Sigrún Vilborg Heimisdóttir- vinnur á veitingastaðnum Lú- bar. Þórarinn Friðrik Gylfason - lærir auglýsingateiknun í Reykjavík. Árný Lilja Árnadóttir - Au-pair í Þýskalandi þar sem hún og nemur germönsk fræði með það í huga að endurreisa þriðja ríkið. Ásberg Hlynur Sigurgeirsson - Hóf nám í líffræði við H.í. en fannst námið ekki nógu lif- andi og dundar sér nú við ýmiskonar hellulagnir. Ásgeir Jónsson - Klóraði sig í gegnum fýrstu önn í líffræði við H.í. en hætti og stundar nú næturlífffæði við.. .og við. Ásta Þorsteinsdóttir - Hún hóf nám í sjúkraþjálfun við H.í. en þurfti eitthvað sterkara og starfar því nú í Lyfjaverslun ríkisins. Bernarð Stefán Bemharðsson - Hafið dró hann til sín en skilaði honum aftur upp á land þar sem hann hyggst fullmennta sig í fiskverkunarfræði. Birgir Ásgeir Kristjánsson - Fór, sá og sigraði líffræðina í H.í. (þ.e. allir hinir hættu). Stefnir á að eignast stærsta og fjölbreyttasta fótasveppasafti í heimi. Davíð Bjarnason - Hefur m.a. starfað sem jólasveinn bæjarins og dreift nammi og öðmm vamingi úr sendibíl einum stómm. Hyggst hefja nám við H.A. næsta haust. Erlendur Konráðsson - Hefur fengið atvinnuheitið Tbti-Tölvukall enda starfar hann hjá Reiknistofu bankanna. Hann hefur einnig aflað sér réttinda sem aðalbleijuskiptari á eigin bami. Fjóla Heiðrún Héðinsdóttir - Eftir að hafa hafið nám í hjúkmnarfræði við H.A. komst hún að því að heima er best og hefur hún haldið sér þar síð- an. Guðrún Marta Ásgrímsdóttir - Vann á sjúkrahúsinu á Egilstöðum til áramóta en fór svo til Þýskalands og gerðist hestamaður. Guðrún Rut Guðmundsdóttir - í M. A. vaknaði áhugi hennar á opnum munnum, fýrst sín- um eigin en svo annara. Hún fann sér því draumanám við tannlækningar í H.í. sem hún stundar með glans. Huld Sveinbjörnsdóttir - Stundar hjúkrunarnám við H.í. auk þess sem hún heldur uppi skemmtanalífi borgarinnar. Ingibjörg Einarsdóttir - Eftir markvissa herþjálfun á íslandi var hún send til Pan- ama þar sem hún stundar sína hermennsku undir gunnfána kristninnar. Karl Jakob Hinriksson - Lést í október sl. Hann lifir þó í hugum okkar allra. 46 - MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.