Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1993, Side 17

Muninn - 01.04.1993, Side 17
fram og aftur yfir honum. Hann reynir að færa sig frá en of seint. Hann reynir að grípa brotið en stór oddur stingst samt í gegnum sængina og inn í kviðinn á honum. Hann missir meðvitund. Utvarpsvekjarinn fer í gang á réttum tíma, 12:10. Hann hefur öðlast svolítinn styrk í svefninum. Honum til mikillar undrunar og léttis eru fætur hans ekki lengur bundnir. Eins liggja bækumar nú aðeins líflausar á víð og dreif um herbergið. Aðeins brotinn þakglugginn og blóðugt rúmið em til vitnis um atburði næturinnar. Hann bítur á jaxlinn og kippir brotinu upp úr sárinu. Það hefur ekki farið djúpt en samt er sængin öll gegnsósa af blóði. Hann teygir sig í beltið, bindur það utan um kviðinn og herðir vel að. Hann stendur í snjóskaflinum undir glugganum og klæðir sig þegar hann lítur af rælni í spegilinn andspænis honum. „Djöfullinn!" hrópar hann upp yfir sig. Hið fagurbláa hægra auga hans er horfið! Um leið og hann sækir sólgleraugu ofan í skúffu hugsar hann um Óðin og það þegar hann fómaði öðru auganu fyrir visku þá er hann öðlaðist. Hann setur sólgleraugun á nefið lítur svo í spegilinn og brosir tannlausu brosi. „ Ómótstæðilegur" segir hann og glottir. Hann gengur að hurðinni, hún er ólæst. Hann lítur til baka, á gólfinu sér hann STÆ 403. Hann tekur hana upp, stekkur upp hjá þriggja stiga línunni og hittir beint ofan í mslakörfuna. Á lóðinni fyrir utan hús, sem stendur ofarlega í bæ á norðurhjara veraldar, má sjá kramið auga liggja umkomulaust í snjónum. Fyrir ofan er brotinn þakgluggi. Innan hans er illa útleikið herbergi. Blóðug slóð liggur frá snjóskafli undir glugganum að opnum dymm herbergisins, niður stigann að eldhúsborðinu. Á borðinu er skál hálffull af seríósi, við hlið hennar er mánudags DV. Á blóðugri forsíðunni má sjá áberandi fyrirsögn. „KOMIÐ VERÐI Á SAMRÆMDUM PRÓFUM í 4., 7. OG 10. BEKK GRUNNSKÓLA TIL AÐ VENJA NEMENDUR VIÐ ERFIÐ PRÓF." Blóðug slóðin liggur fram í forstofu. Líflaus líkami hallast upp að * vegg. I höndunum hefur hann þriðjudags Moggann. Á blóðugri forsíðunni má sjá áberandi fyrirsögn: „MENNTAMÁLARÁÐHERRA BOÐAR MIKIÐ AÐHALD í ÍSLENZKU MENNTAKERFI." -Inntökupróf í HÍ á valdi sérhverrar deildar. -Skólaárið lengt. -Meiri kröfur til námsmanna. - Niðurskurður. Flækingsköttur birtist í forstofunni. Hann krafsar sólgleraugun af líkinu og gæðir sér á innihaldi augntóftarinnar. Hann mígur á námsmanninn og skokkar út í frelsið. Sigurjón Axel Guðjónsson, 3.X MUNINN 17

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.