Muninn - 01.04.1993, Qupperneq 30
Að anda gegnum nefið
Hún læðist
algerlega hljóðlaust
um allt
breiðir út arma sína
umlykur þig
umlykur okkur alla.
Enginn segir samt neitt
því allir eru ókunnugir
í strætisvagninum.
En það hugsar hver sitt
og reynir, eftir megni
að anda ekki gegnum nefið.
Þórarinn Stefánsson
Dagur úr lífi manns.
Hér á eftir er ætlunin að rekja raunir
ungs manns sem finnst lífið og tilveran
ekki eins dásamleg og af er látið.
Hann vaknaði upp af værum blundi einn
sólskinsbjartan sumardag.
Hann varð viti sínu fjær af ótta þegar
hann uppgötvaði að hann var orðinn
blindur. Hvað ætti hann að gera? Hver
✓
myndi sjá um hann? I örvæntingu sinni
nuddaði hann augun en fann þá að hann
var bara með svona rosalegar stírur í
þeim. Þegar hann ráfaði um íbúðina í
þeirri von að finna baðherbergið var
hann næstum dottinn um handsápu er lá
þarna á rándýru marmaraflísunum sem
hann hafði keypt í fyrra.
Hann þvoði sér um augun en varaði sig
ekki á speglinum og fékk snert af
taugaáfalli þegar hann leit í hann og sá
þá mynd sem hann verst þoldi, sjálfan
sig.
Hann var atvinnulaus og það hafði hann
verið í langa sex mánuði. Það var svo
sem notalegt að vera á atvinnuleysis-
bótum og þurfa ekkert að gera en það gat
nú samt verið leiðigjamt til lengdar.
I dag ætlaði hann niður á torg, svo hann
snaraðist í eldgömlu flauelsbuxumar og
horgrænu rúllukragapeysuna sem amma
hans hafði gefið honum stuttu áður en
hún gaf upp öndina.
Hann uppgötvaði þegar hann hafði
lokað útidymnum hjá sér, að
húslyklamir vora á eldhússborðinu en
hann ætlaði ekki að hafa áhyggjur af því
strax.
Áður en hann vissi af, var hann kominn
niður á torg, þar sem allt iðaði af fólki.
Það var augljóst að klukkan var að verða
hálf fjögur, hugsaði hann með sér þegar
hann leit á torgklukkuna.
Ef til vill hafði hann verið of lengi á
kránni kvöldið áður en það skipti ekki
máli nú.
Hann fékk sér sæti á gömlum bekk á
miðju torginu. Þarna var margt um
manninn og mikið af undarlegu fólki.
Þama var til dæmis ungur snáði í óða
önn að snyrta á sér nefið, allir vora
uppteknir við eitthvað. Hann tekur upp
pakka af filterslausum Camel en fattar þá
að hann reykir ekki og hefur aldrei gert,
hann hlaut að hafa fest kaup á honum í
gærkvöldi, ef til vill hafði hann drakkið
of marga bjóra. Já, það hlaut að vera
30
MUNINN