Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 10

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 10
Ritstjórapistill N iðurbælt óp og sprunga myndast. Ópið verður að frekjulegu öskri og sprungan að gjá. Svart og úfið andlit brýst undan hlekkjum sínum og veröldin klofnar í tvennt. Lítill loðinn búkur liggur skja'lfandi á jörðinni og þorir ekki að opna augun. Ringluð hugsun verður að reiði. Þessi lokaði heimur eigin saurs og ælu hefur hert hann upp og gert hugsun hans glæpsamlega. Hann opnar augun og finnur fyrir smæð sinni. Óskar þess heitast að geta skriðið í skurn sína þar sem hann var kunnugur hverjum krók og kima. Þar sem hann var einvaldur og myrkrið auðmjúkt og undirgefið. Nístandi sársauki vekur hann til lífsins og blákaldur raunveruleikinn býður hann velkominn. Flugbeitt drápstól heggur að nýju en hann lagar sig breyttum aðstæðum og heggur tilbaka. Hann se'r gargandi spegilmynd sína. rennir vökulum augum yfir vígvöllinn og tekur sér stöðu. Þeir eru tveir og von er á þeim þriðja. Þeir taka hvor annan út og marka svæði sín. Annar stærri, hinn minni. Það er ekki pláss fyrir fleiri. Snögglega dregur fyrir alla birtu. strá og fiöur fjúka og af himnum ofan stígur svört og tignarleg vera. Hann áttar sig strax á leikreglum lífsins og ræðst af áfergju og græðgi á það sem í hann er borið. Finnur spriklandi orminn uppi í sér, sporðrennir honum lifandi og iðrin hreyfast. Þeir munnhöggvast og baráttan um bitana er blóðug. Hvorugur dregur af sér og ormarnir tætast í litlar innyflishrúgur á milli þeirra. Þeir veita hvor öðrum djúp sár en dýpra er matargatið sem þarf að metta. Þetta stendur stutt yfir. veran er á brott og síðustu bitunum kyngt. Þeir horfa djúpt í brún augu hvor annars og meta stöðuna upp á nýtt. Fyrsta orrustan á enda en stríðið er hvergi nærri búið. Þeua er barátta upp á líf og dauða og það er ekki pláss fyrir fleiri. Niðurbælt óp og sprunga myndast. Ópið verður að frekjulegu öskri og sprungan að gjá. Lítill, kjökrandi hnoðri hreyfist máttvana og brún, spyrjandi augun fá engin svör. Tvö spjót stingast í síðu hans. Annað stærra. hitt minna. Blóð vellur úr sárinu og kjökur breytist í kvein. Hann reynir að verjast en má ekki við margnum. Vígvöllurinn er ataður blóði og það liggur undarlegur daunn í loftinu. Litli hnoðrinn liggur hreyfingarlaus en spjótin geta ekki hætt stungum sínum og brytja hinn varnarlausa búk í sundur. Loks hætta þeir og blóðsprungin morðíngja augu mætast í óhugnarlegri kyrrð. Leifunum er lyft yfir virkisvegginn og lítill dynkur heyrist er búkurinn sekkur í mjúkan svörðinn. Minningarathöfnin er stutt því strá og fiður fjúka og spriklandi ormar enda ævi sína sem auðmjúkir þjónar hinna æðri vera. Vægðarleysi þessa heims hefur markað hina fígurlegu veru ævilangt er hún hefur sig til flugs á eftir vitorðsmanni sínum. Þeir munu leita hvorn annan uppi. etja kappi og skora hvorn annan á hólm. Glæpur sem aldrei mun fyrnast hvílir á sál þeirra og örlagavefur sá er þeir spunnu í æsku mun aldrei fullofinn verða. Bjarki Valtýsson Teikning: Aöalsteinn Hallgrímsson Do] MUNINN HAUST199Ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.