Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 12
88 ár í skugga gamall maður sést oft á gangi um garða Menntaskólans. Hann er jafnan kátur og tekur hlýlega í kveðjur kennara og nemenda um leið og hann virðir fyrir sér þær miklu breytingar sem hann hefur orðið vitni að. Maðurinn er Garðar Ólafsson, 88 ára gamall Akureyringur sem hefur eytt allri sinni ævi í næsta nágrenni skólans og séð hann taka miklum stakkaskiptum. Okkur Iék hugur á að fræðast meira um manninn og var vel tekið er við bönkuðum upp á heimili hans að Eyrarlandsvegi 27. Þetta virðulega hús byggðu foreldrar hans á árunum 1927-1928 og hefur Garðar búið þar síðan. Garðar segir að það sé vart hægt að hugsa sér betri nágranna en þetta forna menntasetur og það hafi verið styrkjandi að njóta leiðsagnar þessara þykku veggja á árum sínum til vits og þroska. Aðstaðan hefur breyst mikið frá því Garðar sat hér á skólabekk á árunum 1924-1926 en þá var kennt á gagnfræðastigi og eini húsakosturinn gamli skóli, leikfimishúsið og fjósið, þar sem mjólkað var ofan í vistarbúa. Allir bjuggu í gamla skólahúsinu, jafnt nemendur sem meistari, ráðsmaður, vinnufólk og fjölskyldur. Því var oft þröngt á þingi en fólk lét sig þetta litlu varða enda tíðarandinn annar og þægindi nútímans fjarri hugarskotum fólks. Kennarar voru auðþekkjanlegir á kúluhöttunum og var nemendum skylt að hneigja sig fyrir þeim. í þá daga voru nemendur reknir út í frímínútur og sáu inspectorarnir um það, sem oft leiddi til stympinga í portinu vestan við skólann. Garðar fylgdist með skólanum stækka og þótti sérstaklega vandað til nafngifta Möðruvalla og Hóla. Hvað Hóla varðar telur Garðar að þeir séu nauðsynlegt skref til framfara og finnst staðsetningin smekkleg og á engan hátt skyggja á gamla skólann sinn, þar sem hjarta skólalífsins mun koma til með að slá um ókomna tíð. Hér á eftir fer útdráttur sem Garðar setti saman í þeim tilgangi að auðvelda okkur störfin og kunnum við honum bestu þakkir fyrir ánægjulega samverustund. "Kennarar voru auðþekkjanlegir á kúluhöttunum og var nemendum skylt að hneigja sig fyrir þeim." [12] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.