Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 16

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 16
Hörje hörje, skólastjórn Menntaskólans á Akureyri hefur skapaö nýjar mætingarreglur fyrir nemendur skólans. Glöggir nemendur sem hafa verið í námi viö skólann í a.m.k. þrjú ár hafa ef til vill tekið eftir því að þetta er þriðja formið sem mætingarreglur birtast í á þeim tíma. Og hefir þá þrítala ævintýranna verið kynnt til sögunnar... Það sem sérstaklega hefir vakið eftirtekt undirritaðs við nýskapað mætingarkerfi, að því undanskildu að þær verða að teljast þó nokkuð strangar a.m.k. í samanburði við þá skóla sem haft var samband við til viðmiðunar af undirritaðs hálfu, er hve hart skal tekið á kvefi og eins- til tveggjadagapestum nemanda. Tekið er skýrt fram í "Reglum um skólasókn" að nemanda beri að skila læknisvottorði til spjaldskrárritara vilji hann að veikindi hans séu skráð sem vottuð fjarvist. Þetta ku ganga jafnt yfir þá sem veikir eru í einn dag og þá sem liggja krankir í lengri tíma, t.d. ellefu daga. Höfundi þykir vert að benda á það að séu læknar á Akureyri ekki skyggnari en gengur og gerist hjá læknum almennt eru þeir ekki öfundsverðir af því hlutskipti sínu að segja til um hvort Bjartur í Sumarhúsum (falskt nafn á ímyndaðri persónu höfundar út í bæ), hafi virkilega verið veikur fyrir t.d. ellefu dögum. Þetta er sagt með þeim fyrirvara að vottorðakerfi það er nú er notast við sé tilkomið vegna þess að skólastjórnendur hafi rennt í grun að menn hafi nýtt sér þann veika blett á þáverandi mætingakerfi (þar sem N.B. þurfti ekki að skila vottorði fyrir veikindi í 1-2 daga) og logið til um veikindi sín og fengið þar með heilan dag til umráða án þess að eiga það á hættu að verða vísað frá námi. Víkjum þá aftur að óöfundsverðu hlutskipti lækna á Akureyri sem eiga að segja til um hvort Bjartur í Sumarhúsum (falskt nafn á ímyndaðri persónu höfundar út í bæ), hafi í raun verið veikur. Af þessu má draga þá ályktun að orð nemanda séu tekin góð og gild ef þeir eru tilbúnir að leggja út "örlitla" fjárupphæð fyrir þau. Annað sem hefir "gripið auga" undirritaðs er hvernig er merkt við seintkomur nemanda. Hefir það hvarflað að undirrituðum að það sé jafnvel þó nokkuð strangt að vísa nemanda frá námi fyrir að koma seint í marga tíma á einni önn þó svo að hann hafi mætt vel í alla tíma í sjö og hálfa önn en það er að sjálfsögðu matsatriði eins og svo margt annað. Að gefa "F" í kladdann fyrir að koma tveimur til þremur mínútum* of seint í kennslustund er þá líka matsatriði og telur undirritaður það vera blóðugt (*Áætlaður tími sem lærifeður/-mæður við Menntaskólann á Akureyri eyða í að taka manntal í upphafi hverrar kennslustundar). Höfundi þessarar klausu þykir það einnig hart að hafa 90% mætingarskyldu, engin grá svæði, og gefa einnig fulla fjarvist fyrir seintkomur. En vissulega er það matsatriði eins og svo margt annað. Haft var, eins og fram hefur komið hér að ofan, samband við aðra góða framhaldsskóla á landinu til glöggvunar á því hvað er "inn" í mætingarreglum í dag. Kom það á óvart að þeir skólar voru með tiltölulega rýmri reglur í brottvikningu nemanda m.t.t. fjarvista. Þar kom í Ijós að Menntaskólinn á Akureyri er eini skólinn sem vísar nemendum burt fyrir að vera fjarverandi ellefu af hverjum hundrað kenndum tímum og er jafnframt sá eini er gerir ekki upp á milli þeirra sem mæta seint og þeirra sem mæta ekki; hefir þá verið kynnt til sögunnar jafnréttið sem löngum tíðkaðist í ævintýrunum. Höfundur þessarar klausu beiðist þess að menn líti ekki svo á að aldrei eigi að gefa "F" í kladdann nema fyrir fjarvist í öllum tímanum. Það er ekki svo en þetta fimm mínútna tímabil sem heimilar kennara að gefa "S" í kladdann flokkast varla undir stjórnleysi og upplausn í skólanum. Vert er að fræða þá sem nú eru á fyrsta ári til skólans að "S" var ritað aftan við nafn þess nemanda er mætti allt að fimm mínútum of seint til kennslustundar í tíð síðasta mætingarkerfis. Er nú farið fyrir S-i þessu eins og Z-unni og heyra bæði sögunni til. Annað sem á ekki síður skilið að koma fram er sú einkunn sem rituð er á stúdentsprófsskírteinið varðandi títtnefnda skólasókn. Fyrir að mæta í 94% allra kennslustunda er gefin einkunnin 4 sem telst til falleinkunnar. Undirrituðum þessarar klausu þykir þetta full hart og þætti réttara, eðli málsins samkvæmt, að sýna í prósentum hver nýting nemanda á þeim kennslustundum sem í boði voru, raunverulega er/var. Þetta er að sjálfsögðu líkt og allt sem á undan hefur gengið, matsatriði. Ðe bottom læn... Þú mætir fjórum mínútum of seint og færð sömu meðferð í kerfinu og þeir sem mæta ekki... Þú segist hafa vera veik(ur) í gær og þér er ekki trúað nema að þú skilir inn plaggi uppáskrifuðu af lækni sem segir svo, þó svo að á því geti staðið "veik(ur) að eigin sögn"... í lok námsferils þíns í Menntaskólanum á Akureyri er rituð mætingareinkunn á þitt stúdentspróf, þar sem 94% skólasókn gefur einkunnina 4, sem hugsanlega gæti gefið framtíðar vinnuveitanda rangar hugmyndir um ástundun... Þú ert í einum af fáum ef ekki eina framhaldsskóla landsins sem krefst 90% mætingar og heimilar ekki seintkomur... Þú ert í Menntaskólanum á Akureyri, enginn annar eins. Þegar hér er komið við sögu leggur undirrítaður undir sig hól og hæð og finnur að máli Jón Má Héðinsson konrektor til Menntaskólans á Akureyri og ræða þeir stuttlega um m.a. nýjustu mætingarreglurnar í því musteri menntunnar sem Menntaskólinn á Akureyri er. Hvers vegna? Það er nú ekki mikil breyting á kerfinu í sjálfu sér, reglur eru gerðar ákveðnari. Það er enn sama meginreglan að menn eigi að mæta í skólann stundvíslega og í allar kennslustundir, þannig að grundvallarreglum er ekki breytt. Nú er það einfaldað bæði fyrir nemendur og kennara á þann hátt að heimilar fjarvistir eru þær sem skólameistari eða aðstoðarskólameistari veitir eða þær sem eru staðfestar með vottorði. Þannig að þetta er áherslubreyting frekar en veruleg stefnubreyting. Voru þá "nýju" reglurnar bornar saman við reglur annara framhaldsskóla? Það var gert. Við erum með það sem stundum er kallað bundið áfangakerfi, blöndu af áfangakerfi og bekkjarkerfi. í áfangakerfi er alla jafnan ekki tekið tillit til veikinda eða neins slíks en fjarvistarreglur þá rýmri, fari nemandi yfir leyfilegan kvóta fær hann ekki að þreyta próf og þarf að fara í áfangann aftur. í öðrum bekkjarskólum er breytileg útfærsla á þessu kerfi sem við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.