Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 26

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 26
Eyki og_ok I ✓ A Jóga - það er nú eitthvað sem allir vita hvað er! . . .Eða hvað? Þegar grennslast er fyrir um þekkingu fólks ó jóga kemur í Ijós að fólk veit ekkert um það - og það fólk sem þykist vita eitthvað um það hefur rangar hugmyndir um fyrirbærið. Eins og með manninn sem hélt því fram að maður yrði að lifa einlífi einhvers staðar uppi í Himalaya fjöllum til þess að geta lagt stund ó jóga. Eða stelpan sem hélt að með því að standa ó haus allan liðlangan daginn gæti maður talist fullgildur jógi!!! Samskonar hugmyndir eru algengar en alrangar; jóga felur í sér svo miklu meira en fólk heldur. Fæstir gera sér grein fyrir því hversu flókið og margþætt fyrirbæri jóga er. Vegna þess mikla misskilnings sem gætir í garð jóga ókvað undirrituð að grennslast fyrir um það, bæði i ritum og verki. Algengasta skilgreiningin ó jóga er sú að jóga sé ævaforn aðferð til þess að þroska sjólfan sig og komast í dýpri tengsl við alheimsvitundina sem er frumafl að baki allra hluta og birtist í lífinu sem kærleikur, vit og vilji. Jóga felur í sér bæði lífsviðhorf, heimspeki og vísindalega tækni til þess að nó ofangreindu markmiði. Hér er því strax eitthvað meira komið en að fetta sig og bretta, setja sig í alls konar skrítnar stellingar og svífa í lausu lofti. En hvað merkir orðið? Jóga er upprunnið ó Indlandi og er orðið jóga indverskt heiti yfir líkamlegar og andlegar iðkanir sem leiða til innra jafnvægis hjó jóga iðkandanum. Orðið er komið úr sanskrít (gamalt mól Indverja) og er, eins og sum sanskrltarorð, samstofna við íslensk orð. Jóga er samstofna íslensku orðunum eyki og ok og þýðir það sem tengir saman viö iðkun. Jóga er ekki aðeins heimspeki, lífssýn og lífsleið heldur er það einnig vísindalegt þjálfunarkerfi sem byggt er á margra alda reynslu og markvissum æfingum í likams- og hugrækt. Um nokkur slík þjálfunarkerfi er að ræða innan jógavísindanna og er þar blandað saman bæði andlegri og líkamlegri rækt. Eflaust kannast einhver við kerfi á borð við kriya jóga, kripaiu jóga og ananda marga jóga. Jóga er mjög heimspekilegt og telur heimspeki þess að eðlisgerð mannsins skiptist í líkamlega, hugræna og andlega gerð. Markmiðið er að samræma þroska líkama og sálar í eina heild til þess að guðsvitundin vakni í manninum og þannig nái hann einingu við alheimsvitundina. Jógaheimspekin gerir ráð fyrir því að neisti guðsvitundarinnar sé innsti kjarni mannsins - samanber sálmahendinguna: „Guð í alheimsgeimi / Guð í sjálfum þér". Jógaheimspekin hefur þróað ákveðin jógavísindi sem byggja á andlegum og líkamlegum iðkunum til þess að koma ofangreindu samræmi á. Ut frá þessum vísindum má greina nokkrar meginleiðir jóga: hatha jóga (leið líkamlegra æfinga), karma jóga (leið starfsins), raja jóga (leið viljans), gnani jóga (leið djúphyglinnar) og bhakti jóga (leið tilbeiðslunnar). Allar hafa leiðirnar það markmið, eins og alit annað sem tengist jóga, að tengja manninn við alheimsvitundina. Eflaust hafa margir heyrt minnst á möntrur, sem eru ákveðin máttarorð sem iðkandinn sönglar eða fer með í hljóði. Möntrurnar eru góð leið til þess að koma á betra jafnvægi í líkama og sál og færast nær alheimsvitundinni. Þekktasta mantran - OM - er samstofna við orðið amen. (Ooooommmmmm.) Jógunum þykir jafn vænt um að söngla þessi hljóð og börnum að segja nammi (naaaammmmmmmiiiiiii). Er oft gott að byrja hverja jógaæfingastund með því að söngla möntru. Til þess að ná markmiðum jóga er iðkun þess mikilvæg. Æfingar í jóga eru af margvíslegum toga, allt frá öndunaræfingum, slökunaræfingum og teygjuæfingum til endurhleðsluæfinga og hugleiðsluæfinga. Af þessu sést að jóga er alls ekki íþrótt í daglegri merkingu þess orðs, heldur eitthvað miklu meira. Ef iðkandinn ætlar að ná einhverjum árangri verða æfingar hans að ná yfir flest svið jóga. Þó að jóga sé flókið fyrirbæri ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, allt frá börnum til ófrískra kvenna og gamalmenna. Undirrituð hvetur því alla sem áhuga hafa að prófa. Og munið: það fæðist enginn jógi, æfingin skapar meistarann! „Markmiðið er að samræma þroska líkama og sálar í eina heild til þess að guðsvitundin vakni í manninum" [26] MUNINN HAUST 1996 ( Ingibjön; Birta ~)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.