Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 28

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 28
Fyrir nokkrum vikum kom einn af gömlum nemendum MA í heimsókn i skólann í boði skólafélagsins: Þorvaldur Kristinsson sagdi okkur frá starfi Samtakanna '78 og lýsti því í eftirminnilegum fyrirlestri hvad felst í því að lifa samkynhneigðu lífi á íslandi. Að fundi loknum báðu ritstjórar Munins hann um að festa eitthvað á blað af því sem hann gerði að umræðuefni og varð hann fúslega við beiðni okkar. þegar í stað Ieiddur í allan sannleikann - sem sé þann að áramótadansleikir Samtakanna '78 væru svona álíka erótískir og ættarmót Skútustaðaættarinnar. Ekki veit ég hvort pilturinn lét sannfærast, en í þessari saklausu og góðlátlegu athugasemd hans fólst allt það sem lesbíunt og hommum reynist þungbærast. Vissulega snýst tilfinningalíf samkynhneigðs fólks öðrum þræði um kynlíf, enda er kynlífið hinn mikli drifkraftur í öllu ástarlífi mannkyns. En ef mitt samkynhneigða líf snerist einvörðungu um kynlíf þá væri ekki unt neitt að tala, ekki fyrir neinu að berjast, því það er einkamál fólks hvernig það kýs að rækta þann þátt lífsins. Barátta samkynhneigðra snýst aftur á móti um flóknara og umfangsmeira mál: Réttinn til að elska án þess að eiga yfir höfði sér ofsóknir og hnútukast. Strax og mennirnir eignast mál og hugsun er þeim innrætt að það sé sjálfsagður og æskilegur þáttur lífsins að velja sér aðra manneskju til ásta, gera þessa ást sýnilega og heyrinkunna, leita sér að maka og biðja síðan Guð og menn að blessa það samband. Menning okkar hefur til skamms tíma neitað samkynhneigðu fólki um þennan rétt og því þarf að sækja hann og berjast fyrir honum. Og það verða samkynhneigðir sjálfir að gera. Þess vegna urðu samtökin '78 til fyrir 18 árunt. Upphaf baráttunnar Samtökin '78 Tíundi hver íslendingur? Tveir í bekkjardeildinni minni? Hvar eru þeir? Þannig er oft spurt á fræðslufundum samtakanna '78. Og engin furða þó menn hvái og skimi í kringum sig því að hommar og lesbíur eru fæst sýnileg í íslenskum framhaldsskólum. Það þarf nefnilega kjark og nokkra æfingu til að læra að virða sjálfan sig. Þann kjark og þá æfingu hafa fæst okkar á tvítugsaldri, jafnvel þótt við vitum vilja okkar í ástarefnum. Þess vegna kjósum við flest að leyna samkynhneigð okkar á þeint aldri. Sum okkar gera það alla ævi - því miður. Nakin kringum jólatréið Það er einmitt á þessari leynd setn fordómar samfélagsins þrífast. Og engin furða, menn hafa ekki fyrir sér ýkja mörg lifandi dæmi um samkynhneigt fólk á íslandi. Fordómarnir geta verið af ýmsu tagi. Þegar verst lætur mætir okkur heift og fyrirlitning fólks sem telur misrétti, barsmíðar og svívirðingar sjálfsagðar þegar ég og mitt fólk á í hlut. En oftast snúast fordómarnir um kostulegar og oft næsta broslegar ranghugmyndir, einkum og sér í lagi að líf hommans og líf Iesbíunnar sé kynlíf og ekkert annað en kynlíf. Upp í hugann kemur ungur og prúður piltur sem eitt sinn tók til máls á fræðslufundi um samkynhneigð í skóla. Hann sagði frá því þegar hann heyrði auglýstan áramótadansleik félagsins í útvarpinu hefði hann séð fyrir sér hvar hópur af allsnöktu fólki dansaði í kringum jólatré. Hann var [28] MUNINN HAUST 1996 Sá félagsskapur sem ég starfa með kom ekki svífandi af himni ofan. Hann er skilgetið afkvæmi mannanna barna, angi af mikilli hreyfingu sem fór um Vesturlönd fyrir tveimur til þremur áratugum og náði hvað mestum blóma í Bandaríkjunum. Upphaf þessarar baráttu er yfirleitt miðað við átök sem urðu milli homma og lögreglu í New York í júní 1969. Sú barátta átti sér fyrirmyndir. Hreyfing okkar homma og lesbía stendur fyrst og fremst í ómetanlegri þakkarskuld við mannréttindahreyfingu blökkumanna vestan hafs, því það voru svartir baráttumenn sem kenndu okkur baráttuaðferðir og hleyptu í okkur kjarki. Forvígismenn hommabaráttunnar voru flestir virkir stuðningsmenn í baráttu blökkumanna áður en þeir öðluðust kjarkinn til að standa á eigin rétti. Síðan lærðu lesbíurnar margt dýrmætt af kvennahreyfingu sjöunda og áttunda áratugarins. Það var t.d. af kvennahreyfingunni sem samkynhneigðu fólki skildist loksins að hið persónulega líf er líka pólitískt. Þannig kenna þeir hver öðrum sem eiga undir högg að sækja. Þeir sem stofnuðu Samtökin 78 gerðu sér ekki ýkja skýra grein fyrir því í fyrstu hvað það var sem þeir vildu. Þeir vissu bara að þeir vildu mannsæmandi líf. En þótt hópurinn væri lítill og óöruggur í fyrstu þá eignaðist hann strax gáfað forystufólk og laðaði að sér hæfileikamanneskjur. Það sem síðan hefur gerst í lífi samkynhneigðs fólks á íslandi er líka kraftaverki likast. Mannréttindaveisla Sumarið sem nú er Iiðið var mikil mannréttindaveisla. Sæmilega réttlát hjúskaparlöggjöf til handa fólki af sama kyni var samþykkt á Alþingi, löggjöf sent reyndar gekk feti framar í réttlætisátt en önnur sambærileg löggjöf í nágrannalöndunum. Fyrir þingi liggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.