Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 33

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 33
Þú vaknar eins og aldrei áður og stekkur niður á gólf. Á leiðinni niður á gólfið gerir þú þér grein fyrir að þú ert í Smugunni meðal hugrökkustu sona landsins, kominn til að meika milljón. Hleyp fram til að borða. Eins gott að Ijúka því bara af og fara að skapa útflutningstekjur fyrir föðurlandið. Búinn að vera 30 daga og verð líklega 20 í viðbót, hvílík hetja, aldrei orðið sjóveikur og hef farið í yfir tuttugu Ijósatíma. ( landi ætla ég að hrynja í það. Ömurlegt að ná ekki heim, ekkert radio-samband. Ætli Valrún sé kominn með gæja? Geri ekki annað en að horfa á video, leggja kapal, spá í hvenær við förum heim, tala við sama fólkið, góni út á sjóinn. í landi ætla ég að kaupa 10 diska. Nú hefst mikil veiði og okkar maður er að niðurlotum kominn andlega og likamlega og greinir nú hvorki nótt eða dag. Ég hata Smuguna. Ég hata helvítis Smuguna, hata fisk og hata allt. Búið að öskra á mig og niðurlægja í allt of langan tíma. Súkkulaðisnúðar ( þ.e. nýliðar) taka ekki endalaust við svona rugli. Hata þetta. Vil ekki sjá krónu meira, þetta er ómannlegt ástand. Heyrði í talstöðinni að einhver hefði hengt sig. í fyrra var mér sagt að einn hefði truflast á geði og reynt að fara út um kýraugað. Hugsa sér þetta. f landi ætla ég í útilegu og sofa út. Vonandi hverfur fiskurinn bara í nokkra daga, það er ekki arða af orku í mér. Áhöfnin er farin að ókyrrast og kokkurinn segist ætla að hætta þegar við komum í land. Skil hann fullkomlega. Maður er óendanlega innilokaður hérna, sjórinn er það eina sem þú sérð og þú sleppur ekki af þessu skipi. Valrún er án efa komin með annan gæja. (landi ætla ég að borða það sem ég kýs. Tíminn líður og veiði detturalveg niður. Aðgerðaleysið fer að naga áhöfnina. Nú fer ég og drekk úr klósettskálinni! Ég er að tryllast, það heyrist ekkert um það hvenær við förum heim. Svo vita tilgangslaust að hanga hér og láta fólk verða veikt á sinninu. Ég er farinn að þekkja spilin í stokknum á lyktinni og er farinn að horfa á video með eyrunum. Þetta er mjög leiðinlegt. Daginn eftir kemur skeyti um að við eigum að koma heim. Ó já! Ó já! Ó já! Við erum á leiðinni heim! Allir hafa tekið miklum skiptum og ég þykist finna mikla ást og gleði um borð. Nú fara leiðindin að dofna þar sem hver hugsun er um heimkomu. Svakalega verður sjúklega gaman að koma heim. Ég ætla að kyssa jörðina! Fimm tfmum fyrir heimkomu. LAND! Ótrúlega er gott að sjá land, loksins einhver breyting á umhverfi. Það eru allir komnir f fínu fötin og vel til hafðir. Skipið tandur hreint, líka búið að þrífa allt heimstýmið. Komið að höfn. Bara að binda skipið og þá er ég kominn í land. Þarna er Valrún, ætli hún sé stolt að sjá mig binda? Nú er ég hetja hafsins. Algjör jaxl. Eftir að komið er á tand. Þetta var nú upplifun í meira lagi. Hefur varanleg áhrif. Mig langar aftur, pældu í því! Djöfulsins græðgi, tapaði tveimur mánuðum af sumrinu til að þjást í þessu víti. Viðbjóður. En samt... Ólafur Magnússon [33] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.